Ástþór vill að forsetaritari aðstoði sig við að kynna og halda blaðamannafund Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2016 16:18 Ástþór hefur safnað þrjú þúsund meðmælendum fyrir forsetaframboð sitt og vonast til að forsetaritari muni aðstoða sig við að halda blaðamannafund. Vísir/Vilhelm Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon hefur óskað eftir því að ritari forsetaembættisins aðstoði sig við að kynna og halda blaðamannfund. Ástþór sendir þessa beiðni sína á Örnólf Thorsson forsetaritara þar sem hann minnist á blaðmannafund sem boðaður var til á Bessastöðum á mánudag þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti þjóðinni að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Fréttatilkynningin um blaðamannafund Ólafs Ragnars var send út af skrifstofu forseta Íslands og var forsetaritarinn Örnólfur sagður veita nánari upplýsingar um hann. Þegar fjölmiðlar höfðu svo samband við Örnólf neitaði hann að tjá sig um efni fundarins. Ástþór segir þetta var nýjung að hálfu forsetaembættisins að veita forsetaframbjóðendum slíka aðstoð og segir erfitt að sjá jafnar leikreglur þegar einn frambjóðandi rekur framboð sitt fyrir almannafé frá skattgreiðendum og með heila forsetaskrifstofu til að vinna að sínu framboði. „Þar sem ég er viss um að forsetinn og starfsfólk hans vilji gæta fyllsta jafnræðis óska ég eftir að embætti forseta Íslands veiti mér sömu aðstoð og umræddum frambjóðanda að halda blaðamannafund,“ segir Ástþór í bréfi sínu til forsetaritara sem má sjá í heild hér fyrir neðan:Reykjavík, 20 apríl 2016Ágæti forsetaritari,Ég hef tekið eftir þeirri nýjung að forsetaritari sér um að senda út fréttatilkynningar og veita upplýsingar um blaðamannfundi forsetaframbjóðenda. Þess vegna leita ég nú aðstoðar embættisins við að kynna og halda blaðamannafund.Eins og þjóðinni er kunnugt hef ég verið í framboði til embættis forseta Íslands. Hef ég í þeim tilgangi safnað nálægt 3000 meðmælendum og var það gert í góðri trú bæði míns og minna meðmælenda.Við þær aðstæður sem nú hafa komið upp er ég með mjög áríðandi skilaboð til þjóðarinnar.Ég minnist þess að á borgarafundi í Iðnó í maí 2012 var forsetaframbjóðandinn Ólafur Ragnar Grímsson spurður hvort hann teldi eðlilegt að taka sér frí frá störfum á meðan á framboði hans stæði. Hann taldi svo ekki vera og sagði:„Hinsvegar er ég mjög meðvitaður um ákveðin mörk í þeim efnum og reyni að hafa alveg skýr skil á milli mín sem frambjóðanda og skyldu minna sem forseti og þótt það sé kannski ekki stórt atriði þá tek ég það sem dæmi að ég keyrði sjálfur hingað á þennan fund og bíllinn er hérna fyrir framan við Fríkirkjuna, minn einkabíll, en notaði ekki aðstöðu forsetaembættisins til þess að koma mér hingað á þennan fund“.Erfitt er að sjá jafnar leikreglur þegar einn frambjóðandi rekur framboð sitt fyrir almannafé á 2.3 milljóna króna mánaðarlaunum frá skattgreiðendum og með heila forsetaskrifstofu til að vinna að sínu framboði.Þar sem ég er viss um að forsetinn og starfsfólk hans vilji gæta fyllsta jafnræðis óska ég eftir að embætti forseta Íslands veiti mér sömu aðstoð og umræddum frambjóðanda að halda blaðamannafund.Þjóðtrú okkar Íslendinga boðar að Guð hafi skapað heiminn á 7 dögum og því legg ég til að fundurinn verði haldinn mánudaginn 25. apríl 2016 kl. 16:15 í Thomsen-stofunni á Bessastöðum. Tæknimönnum fjölmiðla er stofa þessi vel kunnug og þeim hægt um vik að senda þaðan beint út til þjóðarinnar svo fyllsta jafnræðis sé nú einnig gætt hjá fjölmiðlum landsins í aðdraganda þessara kosninga.Með vinsemd og virðingu,Ástþór Magnússon. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00 Ólafur Ragnar án Ólafíu Ólafur Ragnar hefur notið góðs af kröftum Ólafíu í gegnum tíðina, sem og aðrir stjórnmálamenn, en hún gegnir nú formennsku í VR. 20. apríl 2016 13:46 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon hefur óskað eftir því að ritari forsetaembættisins aðstoði sig við að kynna og halda blaðamannfund. Ástþór sendir þessa beiðni sína á Örnólf Thorsson forsetaritara þar sem hann minnist á blaðmannafund sem boðaður var til á Bessastöðum á mánudag þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti þjóðinni að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Fréttatilkynningin um blaðamannafund Ólafs Ragnars var send út af skrifstofu forseta Íslands og var forsetaritarinn Örnólfur sagður veita nánari upplýsingar um hann. Þegar fjölmiðlar höfðu svo samband við Örnólf neitaði hann að tjá sig um efni fundarins. Ástþór segir þetta var nýjung að hálfu forsetaembættisins að veita forsetaframbjóðendum slíka aðstoð og segir erfitt að sjá jafnar leikreglur þegar einn frambjóðandi rekur framboð sitt fyrir almannafé frá skattgreiðendum og með heila forsetaskrifstofu til að vinna að sínu framboði. „Þar sem ég er viss um að forsetinn og starfsfólk hans vilji gæta fyllsta jafnræðis óska ég eftir að embætti forseta Íslands veiti mér sömu aðstoð og umræddum frambjóðanda að halda blaðamannafund,“ segir Ástþór í bréfi sínu til forsetaritara sem má sjá í heild hér fyrir neðan:Reykjavík, 20 apríl 2016Ágæti forsetaritari,Ég hef tekið eftir þeirri nýjung að forsetaritari sér um að senda út fréttatilkynningar og veita upplýsingar um blaðamannfundi forsetaframbjóðenda. Þess vegna leita ég nú aðstoðar embættisins við að kynna og halda blaðamannafund.Eins og þjóðinni er kunnugt hef ég verið í framboði til embættis forseta Íslands. Hef ég í þeim tilgangi safnað nálægt 3000 meðmælendum og var það gert í góðri trú bæði míns og minna meðmælenda.Við þær aðstæður sem nú hafa komið upp er ég með mjög áríðandi skilaboð til þjóðarinnar.Ég minnist þess að á borgarafundi í Iðnó í maí 2012 var forsetaframbjóðandinn Ólafur Ragnar Grímsson spurður hvort hann teldi eðlilegt að taka sér frí frá störfum á meðan á framboði hans stæði. Hann taldi svo ekki vera og sagði:„Hinsvegar er ég mjög meðvitaður um ákveðin mörk í þeim efnum og reyni að hafa alveg skýr skil á milli mín sem frambjóðanda og skyldu minna sem forseti og þótt það sé kannski ekki stórt atriði þá tek ég það sem dæmi að ég keyrði sjálfur hingað á þennan fund og bíllinn er hérna fyrir framan við Fríkirkjuna, minn einkabíll, en notaði ekki aðstöðu forsetaembættisins til þess að koma mér hingað á þennan fund“.Erfitt er að sjá jafnar leikreglur þegar einn frambjóðandi rekur framboð sitt fyrir almannafé á 2.3 milljóna króna mánaðarlaunum frá skattgreiðendum og með heila forsetaskrifstofu til að vinna að sínu framboði.Þar sem ég er viss um að forsetinn og starfsfólk hans vilji gæta fyllsta jafnræðis óska ég eftir að embætti forseta Íslands veiti mér sömu aðstoð og umræddum frambjóðanda að halda blaðamannafund.Þjóðtrú okkar Íslendinga boðar að Guð hafi skapað heiminn á 7 dögum og því legg ég til að fundurinn verði haldinn mánudaginn 25. apríl 2016 kl. 16:15 í Thomsen-stofunni á Bessastöðum. Tæknimönnum fjölmiðla er stofa þessi vel kunnug og þeim hægt um vik að senda þaðan beint út til þjóðarinnar svo fyllsta jafnræðis sé nú einnig gætt hjá fjölmiðlum landsins í aðdraganda þessara kosninga.Með vinsemd og virðingu,Ástþór Magnússon.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00 Ólafur Ragnar án Ólafíu Ólafur Ragnar hefur notið góðs af kröftum Ólafíu í gegnum tíðina, sem og aðrir stjórnmálamenn, en hún gegnir nú formennsku í VR. 20. apríl 2016 13:46 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00
Ólafur Ragnar án Ólafíu Ólafur Ragnar hefur notið góðs af kröftum Ólafíu í gegnum tíðina, sem og aðrir stjórnmálamenn, en hún gegnir nú formennsku í VR. 20. apríl 2016 13:46
20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30