Segir Ólaf Ragnar skipa sér á bekk með Mugabe Höskuldur Kári Schram skrifar 21. apríl 2016 18:45 Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé með ákvörðun sinni um að gefa kost á sér á ný að skipa sér á bekk með þaulsetnustu forsetum heims á borð við Mugabe. Hún gefur lítið fyrir rök forseta um óvissuástand í samfélaginu og segir að hann hefði átt að sýna öðrum frambjóðendum virðingu með því að vera heiðarlegur í sínu máli. Halla lýsti yfir framboði 17. mars síðastliðinn en í dag opnaði hún kosningamiðstöð sína að Hæðasmára í Kópavogi. Hún segist ekki hafa íhugað að draga framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér á ný. „Ég tel að [ákvörðun Ólafs] muni skerpa línurnar í þessari kosningabaráttu. Þetta er lýðræðislegur réttur hans af því að við erum ekki búin að skýra leikreglurnar og setja mörk á það hversu lengi forseti Íslands má sitja. En ég er óneitanlega ekki stolt af því að sitjandi forseti skuli skipa sér á bekk með einræðisherrum eins og Mugabe,“ segir Halla. Hún gefur lítið fyrir rök Ólafs um ríkjandi óvissu í íslensku samfélagi og segir að hann ætti frekar að vera heiðarlegur og sýna öðrum virðingu með því að viðurkenna að hann vilji einfaldlega vera forseti áfram. „Ég held að hann hafi verið að segja þessa hluti frá því ég var í sex ára bekk. Ég man fyrst að hann talaði um óvissu og ótta þegar ég var í sex ára bekk. Ég er að verða fimmtug núna. Ég held að hann hafi fengið fullt af tækifærum í nógu langan tíma til að sýna hvað hann getur lagt af mörkum. Nú er kominn tími á nýjan tón og skipta um plötu á fóninum og horfa til framtíðar,“ segir Halla. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé með ákvörðun sinni um að gefa kost á sér á ný að skipa sér á bekk með þaulsetnustu forsetum heims á borð við Mugabe. Hún gefur lítið fyrir rök forseta um óvissuástand í samfélaginu og segir að hann hefði átt að sýna öðrum frambjóðendum virðingu með því að vera heiðarlegur í sínu máli. Halla lýsti yfir framboði 17. mars síðastliðinn en í dag opnaði hún kosningamiðstöð sína að Hæðasmára í Kópavogi. Hún segist ekki hafa íhugað að draga framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér á ný. „Ég tel að [ákvörðun Ólafs] muni skerpa línurnar í þessari kosningabaráttu. Þetta er lýðræðislegur réttur hans af því að við erum ekki búin að skýra leikreglurnar og setja mörk á það hversu lengi forseti Íslands má sitja. En ég er óneitanlega ekki stolt af því að sitjandi forseti skuli skipa sér á bekk með einræðisherrum eins og Mugabe,“ segir Halla. Hún gefur lítið fyrir rök Ólafs um ríkjandi óvissu í íslensku samfélagi og segir að hann ætti frekar að vera heiðarlegur og sýna öðrum virðingu með því að viðurkenna að hann vilji einfaldlega vera forseti áfram. „Ég held að hann hafi verið að segja þessa hluti frá því ég var í sex ára bekk. Ég man fyrst að hann talaði um óvissu og ótta þegar ég var í sex ára bekk. Ég er að verða fimmtug núna. Ég held að hann hafi fengið fullt af tækifærum í nógu langan tíma til að sýna hvað hann getur lagt af mörkum. Nú er kominn tími á nýjan tón og skipta um plötu á fóninum og horfa til framtíðar,“ segir Halla.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira