Kári: Reyni allt til þess að spila Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. apríl 2016 06:00 Haukamaðurinn Kári Jónsson Vísir Haukamenn voru flengdir með þrjátíu stiga mun, 91-61, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR í fyrsta leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var vont kvöld fyrir Hauka að mörgu leyti. Ekki bara var flengingin vond heldur meiddist þeirra besti maður, Kári Jónsson, á ökkla. Hann snéri sig illa og er spurningamerki í kvöld vegna meiðslanna. „Ökklinn er að skána. Hann bólgnaði ekki mikið upp,“ segir Kári en hann er búinn að fara í röntgenmyndatöku en samkvæmt henni er hann ekki brotinn. Það á þó að skoða hann betur í dag. „Ég fer í segulómskoðun á morgun [í dag] og svo er stefnan að reyna að hreyfa mig aðeins í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að ég sé brotinn. Snúningurinn var samt þannig að það hefði eitthvað getað gerst í ristinni.“Rosalega svekkjandi Kári var augljóslega mjög þjáður er hann meiddist en hvað fer í gegnum huga ungs manns sem meiðist í fyrsta leik í úrslitarimmu? „Auðvitað var þetta rosalega svekkjandi og ég hugsaði ekkert sérstakt. Það sem er ánægjulegt er að batinn hefur verið nokkuð góður. Auðvitað er þetta hundfúlt en ég græði ekkert á því að velta mér upp úr þessu,“ segir Kári en hann hefur hvílt fótinn eins og hann getur því hann er enn bjartsýnn á að komast út á parketið í kvöld. „Ég hef fengið fína meðferð og við tökum stöðuna skömmu fyrir leik. Ég mun láta reyna á þetta og geri allt til þess að spila. Ef ég aftur á móti er ekki tilbúinn þá verð ég bara að kyngja því.“VísirMætum brjálaðir til leiks Eins og áður segir fengu Haukarnir ansi mikinn skell í fyrsta leiknum en Kári segir að lokatölurnar trufli liðið ekki of mikið. „Það skiptir engu máli hvort maður tapi með einu stigi eða þrjátíu í svona rimmu. Þetta var bara einn leikur og svo kemur nýr leikur. Við mætum brjálaðir í næsta leik og þetta stóra tap truflar okkur ekkert,“ segir Kári og bætir við að honum sé alveg sama þó að einhverjir fari að afskrifa þá núna. „Kannski var spennustigið of hátt hjá okkur. Við erum flestir að spila í úrslitum í fyrsta skipti. Skrekkurinn er vonandi farinn núna og við mætum brjálaðir í leikinn á okkar heimavelli.“ Það hefur verið mikill stígandi í leik Haukanna og þeir gera ekki annað en að koma fólki á óvart. Margir afskrifuðu þá í rimmunni gegn Þór og enn fleiri gerðu það er þeir spiluðu gegn Tindastóli. „Það er skemmtilegt að koma fólki á óvart. Það er mjög gott sjálfstraust í hópnum og það hverfur ekki með einu tapi. Við erum að vinna í að bæta það sem fór úrskeiðis í fyrsta leiknum. Það er alveg ljóst að við verðum að spila mun betur. Það er engin pressa á okkur enda margir sem hafa enga trú á okkur. Við getum því komið slakir inn í leikinn og við ætlum að halda áfram að koma fólki á óvart,“ segir Kári yfirvegaður.Kveðjuleikirnir Þessi magnaði leikmaður hyggur á nám í Bandaríkjunum næsta vetur og er því að spila sína síðustu leiki fyrir Hauka núna. Í það minnsta í bili. „Ég er ekki kominn með neinn skóla en stefnan er sett út. Ég set öll þessi mál á ís meðan ég einbeiti mér að úrslitaeinvíginu. Skólarnir hafa fullan skilning á því að einbeitingin sé í þessu hjá mér núna. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni og því er nauðsynlegt að spila hvern leik eins og það sé síðasti leikur ferilsins.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 en upphitun á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Haukamenn voru flengdir með þrjátíu stiga mun, 91-61, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR í fyrsta leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var vont kvöld fyrir Hauka að mörgu leyti. Ekki bara var flengingin vond heldur meiddist þeirra besti maður, Kári Jónsson, á ökkla. Hann snéri sig illa og er spurningamerki í kvöld vegna meiðslanna. „Ökklinn er að skána. Hann bólgnaði ekki mikið upp,“ segir Kári en hann er búinn að fara í röntgenmyndatöku en samkvæmt henni er hann ekki brotinn. Það á þó að skoða hann betur í dag. „Ég fer í segulómskoðun á morgun [í dag] og svo er stefnan að reyna að hreyfa mig aðeins í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að ég sé brotinn. Snúningurinn var samt þannig að það hefði eitthvað getað gerst í ristinni.“Rosalega svekkjandi Kári var augljóslega mjög þjáður er hann meiddist en hvað fer í gegnum huga ungs manns sem meiðist í fyrsta leik í úrslitarimmu? „Auðvitað var þetta rosalega svekkjandi og ég hugsaði ekkert sérstakt. Það sem er ánægjulegt er að batinn hefur verið nokkuð góður. Auðvitað er þetta hundfúlt en ég græði ekkert á því að velta mér upp úr þessu,“ segir Kári en hann hefur hvílt fótinn eins og hann getur því hann er enn bjartsýnn á að komast út á parketið í kvöld. „Ég hef fengið fína meðferð og við tökum stöðuna skömmu fyrir leik. Ég mun láta reyna á þetta og geri allt til þess að spila. Ef ég aftur á móti er ekki tilbúinn þá verð ég bara að kyngja því.“VísirMætum brjálaðir til leiks Eins og áður segir fengu Haukarnir ansi mikinn skell í fyrsta leiknum en Kári segir að lokatölurnar trufli liðið ekki of mikið. „Það skiptir engu máli hvort maður tapi með einu stigi eða þrjátíu í svona rimmu. Þetta var bara einn leikur og svo kemur nýr leikur. Við mætum brjálaðir í næsta leik og þetta stóra tap truflar okkur ekkert,“ segir Kári og bætir við að honum sé alveg sama þó að einhverjir fari að afskrifa þá núna. „Kannski var spennustigið of hátt hjá okkur. Við erum flestir að spila í úrslitum í fyrsta skipti. Skrekkurinn er vonandi farinn núna og við mætum brjálaðir í leikinn á okkar heimavelli.“ Það hefur verið mikill stígandi í leik Haukanna og þeir gera ekki annað en að koma fólki á óvart. Margir afskrifuðu þá í rimmunni gegn Þór og enn fleiri gerðu það er þeir spiluðu gegn Tindastóli. „Það er skemmtilegt að koma fólki á óvart. Það er mjög gott sjálfstraust í hópnum og það hverfur ekki með einu tapi. Við erum að vinna í að bæta það sem fór úrskeiðis í fyrsta leiknum. Það er alveg ljóst að við verðum að spila mun betur. Það er engin pressa á okkur enda margir sem hafa enga trú á okkur. Við getum því komið slakir inn í leikinn og við ætlum að halda áfram að koma fólki á óvart,“ segir Kári yfirvegaður.Kveðjuleikirnir Þessi magnaði leikmaður hyggur á nám í Bandaríkjunum næsta vetur og er því að spila sína síðustu leiki fyrir Hauka núna. Í það minnsta í bili. „Ég er ekki kominn með neinn skóla en stefnan er sett út. Ég set öll þessi mál á ís meðan ég einbeiti mér að úrslitaeinvíginu. Skólarnir hafa fullan skilning á því að einbeitingin sé í þessu hjá mér núna. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni og því er nauðsynlegt að spila hvern leik eins og það sé síðasti leikur ferilsins.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 en upphitun á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira