Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 17-16 | Ótrúleg endurkoma meistaranna Smári Jökull Jónsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 22. apríl 2016 21:30 Anna Úrsúla skoraði sigurmark Gróttu. vísir/andri marinó Íslandsmeistarar Gróttu eru komnir í 1-0 forystu í einvíginu gegn Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Þær unnu 17-16 sigur eftir kaflaskiptan spennuleik á Seltjarnarnesi þar sem markmenn liðanna fóru á kostum. Liðin mætast á nýjan leik í Safamýri á sunnudaginn þar sem Fram fær tækfæri til að jafna metin. Fyrri hálfleikur var afar kaflaskiptur. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og Guðrún Ósk Maríasdóttir fór á kostum í markinu. Hún varði svo gott sem allt sem á markið kom og var með 75% markvörslu eftir 10 mínútna leik. Þá var Fram komið fimm mörkum yfir og Kári Garðarsson þjálfari Gróttu tók leikhlé í stöðunni 7-2. Í kjölfarið lagaðist leikur heimastúlkna. Fram komst reyndar í 8-2 en í framhaldinu hrökk Gróttuvörnin í gang og sömuleiðis Íris Björk Símonardóttir í markinu. Fram skoraði ekki í fjórtán mínútur og skömmu fyrir leikhlé náði Þórey Anna Ásgeirsdóttir að jafna metin í 8-8 úr hraðaupphlaupi. Fram átti svo síðasta orð fyrri hálfleiks og var einu marki yfir í leikhléi, 9-8. Seinni hálfleikur var jafn á nær öllum tölum. Fram komst í 13-11 forystu um miðbik hálfleiksins og hefði getað náð taki á leiknum en fóru illa með mínútur þegar þær voru einum fleiri. Grótta komst yfir en sóknarleikur beggja liða gekk illa enda varnirnar gríðarsterkar og markmennirnir frábærir þar fyrir aftan. Anna Úrsúla kom Gróttu í 17-16 þegar um mínúta var eftir. Stefán Arnarson þjálfari Fram tók leikhlé í kjölfarið og freistaði þess að setja upp sóknarkerfi til að jafna leikinn. Það tókst ekki því skot Hildar Þorgeirsdóttur þegar um 5 sekúndur voru eftir fór framhjá og Grótta fagnaði mikilvægum sigri. Anna Úrsúla var markahæst í liði Gróttu með 6 mörk og kom heimastúlkum til bjargar þegar lítið gekk í sókninni. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst hjá Fram með 5 mörk en skotnýting hennar var ekki góð. Hulda Dagsdóttir átti góða innkomu hjá Fram en menn leiksins voru markmennirnir. Íris Björk varði 16 skot í marki Gróttu og var með 50% markvörslu en Guðrún Ósk varði hvorki meira né minna en 24 skot fyrir Framara, eða alls 59% af skotunum sem hún fékk á sig.Kári: Þetta verður löng rimma Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var ánægður með sigurinn í kvöld og sagðist vera sáttur með margt í leik síns liðs. „Við vissum að bæði þessi lið væru frábær varnarlið, með algjöra klassa markmenn og að það yrði erfitt fyrir liðin að koma boltanum í markið. Það má hrósa varnarleiknum og markmönnunum, það er það sem leikur beggja þessara liða byggir á og ég var ánægður með mínar stelpur í varnarleiknum,“ sagði Kári í samtali við Vísi að leik loknum. Fram komst í 8-2 í fyrri hálfleik og viðurkenndi Kári að það hefði aðeins verið byrjað að fara um hann. „Jú jú, það var alveg þannig. Á þeim kafla í fyrri hálfleik þar sem þær komast yfir erum við samt sem áður að fara með þrjú víti og nokkur færi af sex metrum þannig að það var ekki eins og við værum ekkert að skapa. Guðrún var einfaldlega í miklum ham. Ég vissi samt reyndar, þó svo að Guðrún sé góð, að við myndum ekki skjóta öllum skotum í hana. Þetta myndi koma í rólegheitum og þess vegna náðum við að halda þessu í eins marks mun í hálfleik,“ sagði Kári. „Það er mikilvægt að verja heimavöllinn í kvöld og þetta verður löng rimma, ég er nokkuð viss um það. Þetta er hvergi nærri búið. Við þurfum fyrst og fremst að laga slúttin okkar. Í seinni hálfleik kom reyndar kafli þar sem við náðum ekki að skapa okkur nema hálffæri utan af velli. En ég þarf kannski aðeins að skoða það. Guðrún er að verja 25 bolta og það er svolítið mikið,“ sagði Kári að lokum.Stefán: Kári tapar aldrei þegar hann fer í klippingu Stefán Arnarson þjálfari Fram var eðlilega svekktur í leikslok þegar Vísir náði tali af honum. „Þetta var svipað og ég bjóst við. Við vissum að þetta yrði varnarbarátta í dag. Við byrjuðum betur en ég var alveg klár á að Grótta kæmi til baka enda gott varnarlið og svo hrökk Íris í gang. Sóknarleikurinn hjá okkur var ekki nógu góður og svo vinna þær á frákasti þannig að þetta var jafnt. Ég er ánægður með baráttuna í mínu liði,“ saði Stefán eftir leik. „Ef við skoðum fyrstu 15 mínúturnar þá er gott tempó í sókninni og við vorum að hreyfa okkur vel. Svo urðum við svolítið staðar og fórum að taka skot mjög fljótt eftir 5-10 sekúndur í erfiðum færum. Okkur var einfaldlega refsað með 3-4 mörkum úr hraðaupphlaupum. Þannig komast þær inn í leikinn. Um miðjan seinni hálfleik erum við einum fleiri og töpum þeim kafla 1-0 og það var dýrt,“ sagði Stefán. Eins og áður segir var Guðrún Ósk frábær í marki Fram en lykilmaðurinn Ragnheiður Júlíusdóttir átti fremur erfitt uppdráttar í sókninni, eins og reyndar fleiri leikmenn Fram. „Þegar markmaður okkar á jafn frábæran leik og Guðrún á í kvöld þá eigum við bara að vinna, það er einfalt. Við þurfum að skoða marga þætti í sóknarleiknum okkar. En það sama má segja um Gróttuliðið. Ragnheiður hefur verið frábær hjá okkur í allan vetur og ekki hægt að ætlast til að hún spili alla leiki vel. En hún tók stundum ekki nógu góðar ákvarðanir í dag en hún mun mæta tvíefld á sunnudaginn. Ég hef engar áhyggjur af henni,“ bætti Stefán við. Aðspurður hvaða vopn hann teldi að Kári Garðarsson myndi mæta með í Safamýrina sagði Stefán. „Ætli hann fari ekki í klippingu, hann tapar aldrei þegar hann er búinn að fara í klippingu“.Guðrún Ósk: Hrikalegt að ná ekki að vinna Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórkostlegan leik í marki Fram gegn Gróttu í kvöld. Hún varði 24 skot og var með 59% markvörslu. Það dugði þó ekki til því Fram tapaði með einu marki. „Þetta er ógeðsleg barátta. Þetta verður svona og það er þetta sem við höfum gaman af. Það er hrikalegt að ná ekki að vinna en við getum tekið fullt jákvætt með. Hulda kom sterk inn og vörnin var sterk. Við þurfum að fá aðeins meira flæði í sóknarleikinn okkar. Þær eru að koma út á móti skyttunum og við þurfum að finna næsta opna mann,“ sagði Guðrún í samtali við Vísi að leik loknum. Guðrún var haltrandi eftir leik en Framarar mega svo sannarlega ekki við því að missa hana út fyrir næsta leik sem er á sunnudag. „Nú fer ég bara í kalt bað og slaka aðeins á. Þetta eru engin alvarleg meiðsli. Ég þarf aðeins að renna yfir leikinn og mæti klár í næsta leik, það er á hreinu,“ sagði Guðrún að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Íslandsmeistarar Gróttu eru komnir í 1-0 forystu í einvíginu gegn Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Þær unnu 17-16 sigur eftir kaflaskiptan spennuleik á Seltjarnarnesi þar sem markmenn liðanna fóru á kostum. Liðin mætast á nýjan leik í Safamýri á sunnudaginn þar sem Fram fær tækfæri til að jafna metin. Fyrri hálfleikur var afar kaflaskiptur. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og Guðrún Ósk Maríasdóttir fór á kostum í markinu. Hún varði svo gott sem allt sem á markið kom og var með 75% markvörslu eftir 10 mínútna leik. Þá var Fram komið fimm mörkum yfir og Kári Garðarsson þjálfari Gróttu tók leikhlé í stöðunni 7-2. Í kjölfarið lagaðist leikur heimastúlkna. Fram komst reyndar í 8-2 en í framhaldinu hrökk Gróttuvörnin í gang og sömuleiðis Íris Björk Símonardóttir í markinu. Fram skoraði ekki í fjórtán mínútur og skömmu fyrir leikhlé náði Þórey Anna Ásgeirsdóttir að jafna metin í 8-8 úr hraðaupphlaupi. Fram átti svo síðasta orð fyrri hálfleiks og var einu marki yfir í leikhléi, 9-8. Seinni hálfleikur var jafn á nær öllum tölum. Fram komst í 13-11 forystu um miðbik hálfleiksins og hefði getað náð taki á leiknum en fóru illa með mínútur þegar þær voru einum fleiri. Grótta komst yfir en sóknarleikur beggja liða gekk illa enda varnirnar gríðarsterkar og markmennirnir frábærir þar fyrir aftan. Anna Úrsúla kom Gróttu í 17-16 þegar um mínúta var eftir. Stefán Arnarson þjálfari Fram tók leikhlé í kjölfarið og freistaði þess að setja upp sóknarkerfi til að jafna leikinn. Það tókst ekki því skot Hildar Þorgeirsdóttur þegar um 5 sekúndur voru eftir fór framhjá og Grótta fagnaði mikilvægum sigri. Anna Úrsúla var markahæst í liði Gróttu með 6 mörk og kom heimastúlkum til bjargar þegar lítið gekk í sókninni. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst hjá Fram með 5 mörk en skotnýting hennar var ekki góð. Hulda Dagsdóttir átti góða innkomu hjá Fram en menn leiksins voru markmennirnir. Íris Björk varði 16 skot í marki Gróttu og var með 50% markvörslu en Guðrún Ósk varði hvorki meira né minna en 24 skot fyrir Framara, eða alls 59% af skotunum sem hún fékk á sig.Kári: Þetta verður löng rimma Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var ánægður með sigurinn í kvöld og sagðist vera sáttur með margt í leik síns liðs. „Við vissum að bæði þessi lið væru frábær varnarlið, með algjöra klassa markmenn og að það yrði erfitt fyrir liðin að koma boltanum í markið. Það má hrósa varnarleiknum og markmönnunum, það er það sem leikur beggja þessara liða byggir á og ég var ánægður með mínar stelpur í varnarleiknum,“ sagði Kári í samtali við Vísi að leik loknum. Fram komst í 8-2 í fyrri hálfleik og viðurkenndi Kári að það hefði aðeins verið byrjað að fara um hann. „Jú jú, það var alveg þannig. Á þeim kafla í fyrri hálfleik þar sem þær komast yfir erum við samt sem áður að fara með þrjú víti og nokkur færi af sex metrum þannig að það var ekki eins og við værum ekkert að skapa. Guðrún var einfaldlega í miklum ham. Ég vissi samt reyndar, þó svo að Guðrún sé góð, að við myndum ekki skjóta öllum skotum í hana. Þetta myndi koma í rólegheitum og þess vegna náðum við að halda þessu í eins marks mun í hálfleik,“ sagði Kári. „Það er mikilvægt að verja heimavöllinn í kvöld og þetta verður löng rimma, ég er nokkuð viss um það. Þetta er hvergi nærri búið. Við þurfum fyrst og fremst að laga slúttin okkar. Í seinni hálfleik kom reyndar kafli þar sem við náðum ekki að skapa okkur nema hálffæri utan af velli. En ég þarf kannski aðeins að skoða það. Guðrún er að verja 25 bolta og það er svolítið mikið,“ sagði Kári að lokum.Stefán: Kári tapar aldrei þegar hann fer í klippingu Stefán Arnarson þjálfari Fram var eðlilega svekktur í leikslok þegar Vísir náði tali af honum. „Þetta var svipað og ég bjóst við. Við vissum að þetta yrði varnarbarátta í dag. Við byrjuðum betur en ég var alveg klár á að Grótta kæmi til baka enda gott varnarlið og svo hrökk Íris í gang. Sóknarleikurinn hjá okkur var ekki nógu góður og svo vinna þær á frákasti þannig að þetta var jafnt. Ég er ánægður með baráttuna í mínu liði,“ saði Stefán eftir leik. „Ef við skoðum fyrstu 15 mínúturnar þá er gott tempó í sókninni og við vorum að hreyfa okkur vel. Svo urðum við svolítið staðar og fórum að taka skot mjög fljótt eftir 5-10 sekúndur í erfiðum færum. Okkur var einfaldlega refsað með 3-4 mörkum úr hraðaupphlaupum. Þannig komast þær inn í leikinn. Um miðjan seinni hálfleik erum við einum fleiri og töpum þeim kafla 1-0 og það var dýrt,“ sagði Stefán. Eins og áður segir var Guðrún Ósk frábær í marki Fram en lykilmaðurinn Ragnheiður Júlíusdóttir átti fremur erfitt uppdráttar í sókninni, eins og reyndar fleiri leikmenn Fram. „Þegar markmaður okkar á jafn frábæran leik og Guðrún á í kvöld þá eigum við bara að vinna, það er einfalt. Við þurfum að skoða marga þætti í sóknarleiknum okkar. En það sama má segja um Gróttuliðið. Ragnheiður hefur verið frábær hjá okkur í allan vetur og ekki hægt að ætlast til að hún spili alla leiki vel. En hún tók stundum ekki nógu góðar ákvarðanir í dag en hún mun mæta tvíefld á sunnudaginn. Ég hef engar áhyggjur af henni,“ bætti Stefán við. Aðspurður hvaða vopn hann teldi að Kári Garðarsson myndi mæta með í Safamýrina sagði Stefán. „Ætli hann fari ekki í klippingu, hann tapar aldrei þegar hann er búinn að fara í klippingu“.Guðrún Ósk: Hrikalegt að ná ekki að vinna Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórkostlegan leik í marki Fram gegn Gróttu í kvöld. Hún varði 24 skot og var með 59% markvörslu. Það dugði þó ekki til því Fram tapaði með einu marki. „Þetta er ógeðsleg barátta. Þetta verður svona og það er þetta sem við höfum gaman af. Það er hrikalegt að ná ekki að vinna en við getum tekið fullt jákvætt með. Hulda kom sterk inn og vörnin var sterk. Við þurfum að fá aðeins meira flæði í sóknarleikinn okkar. Þær eru að koma út á móti skyttunum og við þurfum að finna næsta opna mann,“ sagði Guðrún í samtali við Vísi að leik loknum. Guðrún var haltrandi eftir leik en Framarar mega svo sannarlega ekki við því að missa hana út fyrir næsta leik sem er á sunnudag. „Nú fer ég bara í kalt bað og slaka aðeins á. Þetta eru engin alvarleg meiðsli. Ég þarf aðeins að renna yfir leikinn og mæti klár í næsta leik, það er á hreinu,“ sagði Guðrún að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira