Boðar alþjóðlegt átak gegn skattsvikum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. apríl 2016 07:00 Sergei Stanishev, forseti Flokks evrópskra jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra Búlgaríu, var í Reykjavík um helgina. vísir/stefán Sergei Stanishev, forseti Flokks evrópskra jafnaðarmanna (PES) og fyrrverandi forsætisráðherra Búlgaríu, segir þurfa að loka öllum skattaskjólum. Hann kallar eftir evrópsku sem og alþjóðlegu átaki gegn skattaskjólum og skattsvikum. Stanishev er á Íslandi þessa dagana og talaði um málið á ráðstefnu Samfylkingarinnar á Grand Hótel í gær. „Ég er mjög ánægður með að vera á Íslandi og að hafa fengið að taka þátt í góðri ráðstefnu um fjármálakerfið sem samstarfsmenn okkar í Samfylkingunni og leiðtogi þeirra, Árni Páll Árnason, skipulögðu. Við erum mjög ánægð að eiga svona áreiðanlega félaga á Íslandi. Árni er þekktur í okkar samfélagi fyrir jákvæða afstöðu sína gagnvart Evrópusambandinu,“ segir Stanishev og bætir því við að það væri gott fyrir Ísland að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið.Loka ætti öllum skattaskjólumUndanfarið hefur þú talað mikið gegn skattaskjólum. Hvers vegna? „Íbúar Evrópu eru slegnir yfir umfangi skattsvika og mikilli notkun skattaskjóla af hálfu þeirra fjárhagslega sem og stjórnmálalega máttugu. Þetta fyrirtæki i Panama [Mossack Fonseca] er bara eitt af mörgum fyrirtækjum sem stunda sams konar athæfi og Panama er bara eitt af mörgum skattaskjólum í heiminum. Gert er ráð fyrir að rúmlega billjón evrur af skatttekjum tapist á hverju ári vegna þessa. Það skapar stórt samfélagslegt og pólitískt vandamál. Meðal-Íslendingurinn spyr sig hvers vegna hann þurfi að borga skatta þegar þeir sem ríkari eru gera það ekki,“ segir Stanishev. Flokkur hans, PES, samþykkti á dögunum ellefu liða áætlun gegn skattaskjólum og skatsvikum. „Grunnhugmyndin er sú að skatta skal greiða þar sem hagnaður verður til. Það þarf einnig að vera mun meira gegnsæi í þessu ferli svo almenningur sé betur upplýstur. Þetta þarfnast mun meiri samvinnu skattayfirvalda í Evrópu og aukins upplýsingaflæðis. Annar hluti áætlunarinnar er að hugsa hnattrænt. Jafnvel þótt Evrópa vinni betur saman, sem er nauðsynlegt, þarf samvinnu annarra landa. Þess vegna köllum við eftir alþjóðlegum fundi um skattsvik og skattaskjól. Við þurfum hnattrænar lausnir á vandanum.“ Stanishev segir sömuleiðis hans mat að loka ætti öllum skattaskjólum. „Ég trúi því að það sé sanngjarnt og það sýni kröfu almennings um réttlæti virðingu. Við þurfum einnig svartan lista yfir svæði sem neita samstarfi.“Ætti að fangelsa það fólk sem geymir peninga sína í skattaskjólum eða refsa því á einhvern hátt? „Ég held það ætti að benda á það fólk. Almenningur ætti að vita hver er ekki að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þetta er spurning um siðferði en ekki bara lög. Hins vegar er einnig ólögmæt starfsemi í skattaskjólum. Þau hafa verið notuð af skipulögðum glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkamönnum. Lokun skattaskjóla mun einnig hjálpa í þeim bardaga.“Spurning um traustÁ dögunum þurfti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, að segja af sér embætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið Wintris. Sigmundur Davíð hefur haldið því fram að allir skattar hafi verið greiddir hérlendis af félaginu. Ef það er rétt, finnst þér hann samt hafa þurft að segja af sér?„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá þekki ég málið ekki nógu vel. Ég er ekki sérfræðingur. En ég veit hversu hneykslað íslenskt samfélag var. Fyrir stjórnmálamann er þetta fyrst og fremst spurning um traust.“Ísland þarf að herða reglugerðirHvað getur Ísland gert til að berjast gegn skattsvikum?„Það þarf að herða reglugerðir. Það þarf fleiri reglur um gagnsæi og það þarf að loka götum í reglugreðum. Fyrir þetta berst jafnaðarmannafjölskyldan í Evrópu og ég trúi því að Samfylkingin muni setja þetta fram sem stefnumál í komandi kosningum sem mér skilst að verði í haust,“ segir Stanishev. Hann lofar Samfylkinguna sem hann segir hafa komið í veg fyrir að staða Íslands yrði verri en raun ber vitni í kjölfar hrunsins. „Hún ætti að byggja á þeim árangri og bjóða upp á annan valmöguleika en þann sem nú er í ríkisstjórn. Ég hvet félaga okkar og leiðtoga þeirra til að fara fram með sterka og hugrakka stefnu sem miðar að því að uppræta áhyggjur almennings og gera það á grunni þeirrar jákvæðu reynslu og miklu þekkingar sem Árni Páll Árnason og samstarfsmenn hans búa yfir,“ segir Stanishev.Þjóðernishyggjuflokkar blekkingUppgangur þjóðernishyggjuafla er mikill í heiminum í dag, til dæmis í Frakklandi, Ungverjalandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Ertu hræddur við þennan uppgang?„Ég er ekki hræddur, hræðsla er neikvæð tilfinning. Hún lamar hugan og mannlegan vilja. En ég hef miklar áhyggjur,“ segir Stanishev. Hann segir öld nýfrjálshyggju liðna og segir Evrópu nú standa frammi fyrir þremur valkostum. „Sá fyrsti eru íhaldsflokkar sem segja að allt sé í lagi. Að þær aðgerðir sem ráðist var í hafi verið réttar. Þeir segja að það þurfi ekki stórar breytingar. En verðið sem samfélagið þurfti að greiða fyrir þeirra verk er hræðilegt. Samfélagið rifnaði í sundur.“ „Annar valmöguleikinn eru öfgaþjóðernishyggjuflokkar. Þeir eru róttæki valmöguleikinn. Þeir segja að lausnin liggi í þjóðríkinu og vilja vernda okkur gegn óvissu hnattræns samfélags. Þetta er blekking. Hvernig getur þú byggt vegg utan um landið þitt í hnattrænum heimi veraldarvefsins? Hvernig verðu þig gegn stafrænum upplýsingum sem eru í hverju einasta húsi? Hættan við þennan valmöguleika er að hann þarfnast óvinar. Óvinurinn er nágranni þinn, land þér nálægt, þeir sem eru öðruvísi. Þeim ætti að kenna um allt. Þegar upp er staðið er þetta mjög svipað, ekki það sama, en mjög svipað hugmyndafræði fjórða áratugarins.“ „Þriðji valmöguleikinn eru jafnaðarmenn sem segja að við þurfum að breyta kerfinu og efnahagsstefnu okkar. Við þurfum meira gegnsæi, meiri sanngirni og þurfum að setja almannahagsmuni í fyrsta sæti. Okkar metnaður liggur í því að leggja fram sterkan valmöguleika og ég trúi því að þar liggi einnig metnaður félaga okkar á Íslandi.“Ekki sú Evrópa sem mig dreymdi umBretar ganga til kosninga í júní. Kosið er um áframhaldandi veru landsins í Evrópusambandinu og benda skoðanakannannir til þess að kosningarnar verði spennandi. Telur þú að Bretar væru að gera mistök með því að segja sig úr Evrópusambandinu?„Örlög Breta eru í höndum borgaranna. Evrópa mun virða val þeirra. Jafnaðarmannafjölskyldan ætlar ekki að vera virk í þessari umræðu. Við viljum ekki trufla og koma í veg fyrir vilja borgara. Ég myndi hins vegar vilja sjá meiri ástríðu í baráttu þeirra sem vilja halda Bretlandi innan Evrópusambandsins. Þeir sem eru á móti eru mjög ástríðufullir á neikvæðan hátt. Þeir segja að þeir muni vernda borgara gegn pólskum pípulagningarmönnum og búlgörskum verktökum. Þeir segjast ætla að koma í veg fyrir að innflytjendur komi inn í gamla góða Bretland. En þeir segja ekkert um áhætturnar sem gætu staðið frammi fyrir Bretum,“ segir Stanishev. Hann segir ómögulegt að halda í alla kosti þess að vera meðlimur Evrópusambandsins ef maður yfirgefur það. „Þú siglir inn í óvissutíma, meðal annars þegar kemur að fríverslunarsamningum. Kjósendur þurfa að vita þetta. Neikvæð úrslit ógna einnig einingu Bretlands. Það væri besta mögulega afsökun fyrir Skotland að kjósa á ný um sjálfstæði. Og það er bara eitt dæmi.“ Stanishev segir Evrópusamstarfið gallað. „Þetta er ekki sú Evrópa sem mig dreymdi um þegar ég leiddi land mitt inn í Evrópusambandið. Grundvallarþættir Evrópusambandsins nötra. Fólk er óöruggt og segir Evrópusambandið standa á krossgötum. En hugmyndin um Evrópusamstarf er falleg og þess virði að berjast fyrir og verja. Hún er hugmynd friðar, gagnkvæmrar virðingar, samvinnu og jafnvægis. Hugmynd þróunar í átt að betra lífi. Hún ætti að blása öllum borgurum og stjórnmálamönnum móð í brjóst,“ segir Sergei Stanishev, forseti Flokks evrópskra jafnaðarmanna og fyrrum forsætisráðherra Búlgaríu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Sergei Stanishev, forseti Flokks evrópskra jafnaðarmanna (PES) og fyrrverandi forsætisráðherra Búlgaríu, segir þurfa að loka öllum skattaskjólum. Hann kallar eftir evrópsku sem og alþjóðlegu átaki gegn skattaskjólum og skattsvikum. Stanishev er á Íslandi þessa dagana og talaði um málið á ráðstefnu Samfylkingarinnar á Grand Hótel í gær. „Ég er mjög ánægður með að vera á Íslandi og að hafa fengið að taka þátt í góðri ráðstefnu um fjármálakerfið sem samstarfsmenn okkar í Samfylkingunni og leiðtogi þeirra, Árni Páll Árnason, skipulögðu. Við erum mjög ánægð að eiga svona áreiðanlega félaga á Íslandi. Árni er þekktur í okkar samfélagi fyrir jákvæða afstöðu sína gagnvart Evrópusambandinu,“ segir Stanishev og bætir því við að það væri gott fyrir Ísland að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið.Loka ætti öllum skattaskjólumUndanfarið hefur þú talað mikið gegn skattaskjólum. Hvers vegna? „Íbúar Evrópu eru slegnir yfir umfangi skattsvika og mikilli notkun skattaskjóla af hálfu þeirra fjárhagslega sem og stjórnmálalega máttugu. Þetta fyrirtæki i Panama [Mossack Fonseca] er bara eitt af mörgum fyrirtækjum sem stunda sams konar athæfi og Panama er bara eitt af mörgum skattaskjólum í heiminum. Gert er ráð fyrir að rúmlega billjón evrur af skatttekjum tapist á hverju ári vegna þessa. Það skapar stórt samfélagslegt og pólitískt vandamál. Meðal-Íslendingurinn spyr sig hvers vegna hann þurfi að borga skatta þegar þeir sem ríkari eru gera það ekki,“ segir Stanishev. Flokkur hans, PES, samþykkti á dögunum ellefu liða áætlun gegn skattaskjólum og skatsvikum. „Grunnhugmyndin er sú að skatta skal greiða þar sem hagnaður verður til. Það þarf einnig að vera mun meira gegnsæi í þessu ferli svo almenningur sé betur upplýstur. Þetta þarfnast mun meiri samvinnu skattayfirvalda í Evrópu og aukins upplýsingaflæðis. Annar hluti áætlunarinnar er að hugsa hnattrænt. Jafnvel þótt Evrópa vinni betur saman, sem er nauðsynlegt, þarf samvinnu annarra landa. Þess vegna köllum við eftir alþjóðlegum fundi um skattsvik og skattaskjól. Við þurfum hnattrænar lausnir á vandanum.“ Stanishev segir sömuleiðis hans mat að loka ætti öllum skattaskjólum. „Ég trúi því að það sé sanngjarnt og það sýni kröfu almennings um réttlæti virðingu. Við þurfum einnig svartan lista yfir svæði sem neita samstarfi.“Ætti að fangelsa það fólk sem geymir peninga sína í skattaskjólum eða refsa því á einhvern hátt? „Ég held það ætti að benda á það fólk. Almenningur ætti að vita hver er ekki að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þetta er spurning um siðferði en ekki bara lög. Hins vegar er einnig ólögmæt starfsemi í skattaskjólum. Þau hafa verið notuð af skipulögðum glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkamönnum. Lokun skattaskjóla mun einnig hjálpa í þeim bardaga.“Spurning um traustÁ dögunum þurfti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, að segja af sér embætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið Wintris. Sigmundur Davíð hefur haldið því fram að allir skattar hafi verið greiddir hérlendis af félaginu. Ef það er rétt, finnst þér hann samt hafa þurft að segja af sér?„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá þekki ég málið ekki nógu vel. Ég er ekki sérfræðingur. En ég veit hversu hneykslað íslenskt samfélag var. Fyrir stjórnmálamann er þetta fyrst og fremst spurning um traust.“Ísland þarf að herða reglugerðirHvað getur Ísland gert til að berjast gegn skattsvikum?„Það þarf að herða reglugerðir. Það þarf fleiri reglur um gagnsæi og það þarf að loka götum í reglugreðum. Fyrir þetta berst jafnaðarmannafjölskyldan í Evrópu og ég trúi því að Samfylkingin muni setja þetta fram sem stefnumál í komandi kosningum sem mér skilst að verði í haust,“ segir Stanishev. Hann lofar Samfylkinguna sem hann segir hafa komið í veg fyrir að staða Íslands yrði verri en raun ber vitni í kjölfar hrunsins. „Hún ætti að byggja á þeim árangri og bjóða upp á annan valmöguleika en þann sem nú er í ríkisstjórn. Ég hvet félaga okkar og leiðtoga þeirra til að fara fram með sterka og hugrakka stefnu sem miðar að því að uppræta áhyggjur almennings og gera það á grunni þeirrar jákvæðu reynslu og miklu þekkingar sem Árni Páll Árnason og samstarfsmenn hans búa yfir,“ segir Stanishev.Þjóðernishyggjuflokkar blekkingUppgangur þjóðernishyggjuafla er mikill í heiminum í dag, til dæmis í Frakklandi, Ungverjalandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Ertu hræddur við þennan uppgang?„Ég er ekki hræddur, hræðsla er neikvæð tilfinning. Hún lamar hugan og mannlegan vilja. En ég hef miklar áhyggjur,“ segir Stanishev. Hann segir öld nýfrjálshyggju liðna og segir Evrópu nú standa frammi fyrir þremur valkostum. „Sá fyrsti eru íhaldsflokkar sem segja að allt sé í lagi. Að þær aðgerðir sem ráðist var í hafi verið réttar. Þeir segja að það þurfi ekki stórar breytingar. En verðið sem samfélagið þurfti að greiða fyrir þeirra verk er hræðilegt. Samfélagið rifnaði í sundur.“ „Annar valmöguleikinn eru öfgaþjóðernishyggjuflokkar. Þeir eru róttæki valmöguleikinn. Þeir segja að lausnin liggi í þjóðríkinu og vilja vernda okkur gegn óvissu hnattræns samfélags. Þetta er blekking. Hvernig getur þú byggt vegg utan um landið þitt í hnattrænum heimi veraldarvefsins? Hvernig verðu þig gegn stafrænum upplýsingum sem eru í hverju einasta húsi? Hættan við þennan valmöguleika er að hann þarfnast óvinar. Óvinurinn er nágranni þinn, land þér nálægt, þeir sem eru öðruvísi. Þeim ætti að kenna um allt. Þegar upp er staðið er þetta mjög svipað, ekki það sama, en mjög svipað hugmyndafræði fjórða áratugarins.“ „Þriðji valmöguleikinn eru jafnaðarmenn sem segja að við þurfum að breyta kerfinu og efnahagsstefnu okkar. Við þurfum meira gegnsæi, meiri sanngirni og þurfum að setja almannahagsmuni í fyrsta sæti. Okkar metnaður liggur í því að leggja fram sterkan valmöguleika og ég trúi því að þar liggi einnig metnaður félaga okkar á Íslandi.“Ekki sú Evrópa sem mig dreymdi umBretar ganga til kosninga í júní. Kosið er um áframhaldandi veru landsins í Evrópusambandinu og benda skoðanakannannir til þess að kosningarnar verði spennandi. Telur þú að Bretar væru að gera mistök með því að segja sig úr Evrópusambandinu?„Örlög Breta eru í höndum borgaranna. Evrópa mun virða val þeirra. Jafnaðarmannafjölskyldan ætlar ekki að vera virk í þessari umræðu. Við viljum ekki trufla og koma í veg fyrir vilja borgara. Ég myndi hins vegar vilja sjá meiri ástríðu í baráttu þeirra sem vilja halda Bretlandi innan Evrópusambandsins. Þeir sem eru á móti eru mjög ástríðufullir á neikvæðan hátt. Þeir segja að þeir muni vernda borgara gegn pólskum pípulagningarmönnum og búlgörskum verktökum. Þeir segjast ætla að koma í veg fyrir að innflytjendur komi inn í gamla góða Bretland. En þeir segja ekkert um áhætturnar sem gætu staðið frammi fyrir Bretum,“ segir Stanishev. Hann segir ómögulegt að halda í alla kosti þess að vera meðlimur Evrópusambandsins ef maður yfirgefur það. „Þú siglir inn í óvissutíma, meðal annars þegar kemur að fríverslunarsamningum. Kjósendur þurfa að vita þetta. Neikvæð úrslit ógna einnig einingu Bretlands. Það væri besta mögulega afsökun fyrir Skotland að kjósa á ný um sjálfstæði. Og það er bara eitt dæmi.“ Stanishev segir Evrópusamstarfið gallað. „Þetta er ekki sú Evrópa sem mig dreymdi um þegar ég leiddi land mitt inn í Evrópusambandið. Grundvallarþættir Evrópusambandsins nötra. Fólk er óöruggt og segir Evrópusambandið standa á krossgötum. En hugmyndin um Evrópusamstarf er falleg og þess virði að berjast fyrir og verja. Hún er hugmynd friðar, gagnkvæmrar virðingar, samvinnu og jafnvægis. Hugmynd þróunar í átt að betra lífi. Hún ætti að blása öllum borgurum og stjórnmálamönnum móð í brjóst,“ segir Sergei Stanishev, forseti Flokks evrópskra jafnaðarmanna og fyrrum forsætisráðherra Búlgaríu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira