Erlent

Sanders efast um að sígarettur eigi að vera löglegar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi.
Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi. Nordicphotos/AFP
Bernie Sanders, sem sækist eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, setur spurningarmerki við lögmæti sígaretta.

„Sígarettur valda krabbameini, augljóslega, og tugum annarra sjúkdóma. Maður spyr sig hvers vegna þetta sé lögleg vara í okkar landi,“ sagði Sanders í viðtali hjá NBC í gær.

Umræðurnar spruttu úr tali hans um skatt á sykraða drykki. Sanders lýsti sig andvígan skattinum þar sem hann myndi þýða að lágtekjufólk greiddi hærri skatta.

Demókratinn Hillary Clinton hefur nokkurt forskot á Sanders. Clinton hefur stuðning 1.446 fulltrúa en Sanders 1.200. Alls þarf 2.383 til að tryggja sér útnefninguna.

Næst er kosið í Pennsylvaníu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun NBC mælist Clinton með um 55 prósenta fylgi en Sanders 40 prósenta.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×