Á góðum stað fyrir EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2016 06:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir í lauginni í gær. Vísir/Stefán Aðeins eitt Íslandsmet var bætt í einstaklingsgrein á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug um helgina. Það á sér þó eðlilegar skýringar enda besta sundfólk Íslands búið að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og er nú í æfingum sem taka mið af því að toppa á Evrópumeistaramótinu í London í næsta mánuði. Þau Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fengu því enga hvíld fyrir mótið um helgina. Þær tvær síðarnefndu eru þó ánægðar með afrakstur helgarinnar. „Þetta hefur verið skemmtilegt mót og ég hef náð að synda hratt. Bæði hraðar og ekki hraðar en ég bjóst við en miðað við hvar ég er stödd í mínum æfingum þá er þetta mjög fínt,“ sagði Eygló.HM gaf góð fyrirheit Anton Sveinn bætti Íslandsmet sitt í 200 m fjórsundi á laugardag en hann átti einnig stigahæsta sundið sem var í hans sterkustu grein, 200 m bringusundi. Anton Sveinn, Eygló Ósk og Hrafnhildur áttu öll tíu stigahæstu sund mótsins. Anton Sveinn og Kristinn Þórarinsson unnu fimm gullverðlaun hvor um helgina en Eygló Ósk vann sjö gull og Hrafnhildur sex. Hrafnhildur komst í úrslit í tveimur greinum á HM í Rússlandi síðasta sumar og vonast til að gera það aftur á EM. „Miðað við hvernig ég stóð mig á HM síðasta sumar, miðað við aðra Evrópubúa, þá ætti ég að standa nokkuð vel. Ég fór í úrslit í tveimur greinum á HM og því ætti ég að geta gert góða hluti á EM,“ sagði Hrafnhildur.Spennandi að fá nýja greiningu Eygló Ósk hefur unnið að því í vetur að vinna úr sundgreiningu sem hún fór í í Frakklandi í lok síðasta árs. Samkvæmt greiningunni átti hún með réttum breytingum inni miklar bætingar í sínum greinum – jafnvel heimsmetstíma. „Sami maðurinn og tók mig í greininguna mun koma til landsins í vor og þá fæ ég að vita hvort ég hafi náð að bæta tæknina. Það verður spennandi. Ég vona að mér takist að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á. Þá veit maður aldrei hvað gerist.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Sjá meira
Aðeins eitt Íslandsmet var bætt í einstaklingsgrein á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug um helgina. Það á sér þó eðlilegar skýringar enda besta sundfólk Íslands búið að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og er nú í æfingum sem taka mið af því að toppa á Evrópumeistaramótinu í London í næsta mánuði. Þau Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fengu því enga hvíld fyrir mótið um helgina. Þær tvær síðarnefndu eru þó ánægðar með afrakstur helgarinnar. „Þetta hefur verið skemmtilegt mót og ég hef náð að synda hratt. Bæði hraðar og ekki hraðar en ég bjóst við en miðað við hvar ég er stödd í mínum æfingum þá er þetta mjög fínt,“ sagði Eygló.HM gaf góð fyrirheit Anton Sveinn bætti Íslandsmet sitt í 200 m fjórsundi á laugardag en hann átti einnig stigahæsta sundið sem var í hans sterkustu grein, 200 m bringusundi. Anton Sveinn, Eygló Ósk og Hrafnhildur áttu öll tíu stigahæstu sund mótsins. Anton Sveinn og Kristinn Þórarinsson unnu fimm gullverðlaun hvor um helgina en Eygló Ósk vann sjö gull og Hrafnhildur sex. Hrafnhildur komst í úrslit í tveimur greinum á HM í Rússlandi síðasta sumar og vonast til að gera það aftur á EM. „Miðað við hvernig ég stóð mig á HM síðasta sumar, miðað við aðra Evrópubúa, þá ætti ég að standa nokkuð vel. Ég fór í úrslit í tveimur greinum á HM og því ætti ég að geta gert góða hluti á EM,“ sagði Hrafnhildur.Spennandi að fá nýja greiningu Eygló Ósk hefur unnið að því í vetur að vinna úr sundgreiningu sem hún fór í í Frakklandi í lok síðasta árs. Samkvæmt greiningunni átti hún með réttum breytingum inni miklar bætingar í sínum greinum – jafnvel heimsmetstíma. „Sami maðurinn og tók mig í greininguna mun koma til landsins í vor og þá fæ ég að vita hvort ég hafi náð að bæta tæknina. Það verður spennandi. Ég vona að mér takist að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á. Þá veit maður aldrei hvað gerist.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Sjá meira