Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. apríl 2016 18:45 Niðurstöður rannsókna á Drekasvæðinu, sem kynntar voru á fundi sérleyfishafa í dag, lýsa bjartsýni um að þar sé bæði að finna stórar og meðalstórar olíulindir. Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC hyggst færa olíuleitina yfir á næsta stig með það að markmiði að boranir hefjist eftir fjögur ár. Fyrsti olíuleitarleiðangur í lögsögu Íslands á vegum sérleyfishafa fór frá Reyðarfirði síðastliðið haust á tveimur skipum með alls um sjötíu manns um borð. Leiðangurinn var til að afla nánari upplýsinga um jarðlög Drekasvæðisins með tvívíðum bergmálsmælingum og var undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september síðastliðinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Með þeim í sérleyfinu eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Hinn sérleyfishópurinn, undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, áformar svo að hefjast handa í sumar með samsvarandi rannsókn. Fulltrúar CNOOC-hópsins hittust hins vegar í Reykjavík í dag til að fara yfir stöðu olíuleitarinnar og sátu fulltrúar Orkustofnunar einnig fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þar voru kynntar nýjar greiningar á eldri hljóðbylgjumælingum sem benda til að svokallað móðurberg sé í miklum mæli á Drekasvæðinu og einnig svokallað geymsluberg en þetta eru helstu forsendur þess að þar geti olía hafa myndast og varðveist. Fundurinn fór fram á Center hótel við Aðalstræti en fulltrúar sérleyfishópsins fengust ekki í viðtal að honum loknum um niðurstöðurnar. Fulltrúi Eykons sagði fréttastofu þó að þær nýju upplýsingar, sem kynntar voru í dag, gæfu tilefni til bjartsýni um að á Drekasvæðinu fyndust bæði stórar og meðalstórar olíulindir. Þetta þýðir að olíuleitin heldur áfram samkvæmt rannsóknaráætlun. Búist er við að fyrir áramót liggi fyrir nánari greiningar. Jafnframt er byrjað að undirbúa svokallaðar þrívíðar bergmálsmælingar, sem eru forsendur olíuborana, en stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kynnti síðastliðið haust áætlun um að bora þrjár holur. „Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ sagði Heiðar í viðtali þann 2. september sl. Eftir fundinn í dag er ljóst að þau áform standa óbreytt. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið á Reyðarfirði í haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Niðurstöður rannsókna á Drekasvæðinu, sem kynntar voru á fundi sérleyfishafa í dag, lýsa bjartsýni um að þar sé bæði að finna stórar og meðalstórar olíulindir. Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC hyggst færa olíuleitina yfir á næsta stig með það að markmiði að boranir hefjist eftir fjögur ár. Fyrsti olíuleitarleiðangur í lögsögu Íslands á vegum sérleyfishafa fór frá Reyðarfirði síðastliðið haust á tveimur skipum með alls um sjötíu manns um borð. Leiðangurinn var til að afla nánari upplýsinga um jarðlög Drekasvæðisins með tvívíðum bergmálsmælingum og var undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september síðastliðinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Með þeim í sérleyfinu eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Hinn sérleyfishópurinn, undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, áformar svo að hefjast handa í sumar með samsvarandi rannsókn. Fulltrúar CNOOC-hópsins hittust hins vegar í Reykjavík í dag til að fara yfir stöðu olíuleitarinnar og sátu fulltrúar Orkustofnunar einnig fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þar voru kynntar nýjar greiningar á eldri hljóðbylgjumælingum sem benda til að svokallað móðurberg sé í miklum mæli á Drekasvæðinu og einnig svokallað geymsluberg en þetta eru helstu forsendur þess að þar geti olía hafa myndast og varðveist. Fundurinn fór fram á Center hótel við Aðalstræti en fulltrúar sérleyfishópsins fengust ekki í viðtal að honum loknum um niðurstöðurnar. Fulltrúi Eykons sagði fréttastofu þó að þær nýju upplýsingar, sem kynntar voru í dag, gæfu tilefni til bjartsýni um að á Drekasvæðinu fyndust bæði stórar og meðalstórar olíulindir. Þetta þýðir að olíuleitin heldur áfram samkvæmt rannsóknaráætlun. Búist er við að fyrir áramót liggi fyrir nánari greiningar. Jafnframt er byrjað að undirbúa svokallaðar þrívíðar bergmálsmælingar, sem eru forsendur olíuborana, en stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kynnti síðastliðið haust áætlun um að bora þrjár holur. „Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ sagði Heiðar í viðtali þann 2. september sl. Eftir fundinn í dag er ljóst að þau áform standa óbreytt. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið á Reyðarfirði í haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45
Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00
Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45