Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2016 18:00 Ástþór á fundinum í dag. vísir/pjetur Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi á heimili sínu í Breiðholti í dag vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu og tengslum ráðamanna við aflandsfélög. Hann sendi utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis að fundi loknum. Ástþór sagði upplýsingar úr skjölunum hafa varpað skugga á orðspor Íslands á alþjóðavísu. Þau hafi hugsanlega eyðilagt möguleikann á því að Alþingi verði friðartákn, líkt og hann orðaði. Þá gagnrýndi hann það að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hygðist sækjast eftir endurkjöri og fullyrti meðal annars að nafn fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúr sé að finna í Panama-skjölunum. Þá hafi fjölskyldan starfrækt fyrirtæki sitt frá skattaskjóli í Hong Kong. „Nú erum við að sjá að ásýnd landsins stórskaðast vegna spillingarmála. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram í alþjóðlegum fjölmiðlum ljúgandi fullum hálsi. Þetta gerði fyrrverandi forsætisráðherra og í kjölfarið bera erlendir fjölmiðlar Ísland saman við bananalýðveldi. Hvað segja sömu fjölmiðlar er þeir átta sig á því að sjálfur forseti þjóðarinnar bar enn meiri lygar á torg í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina? Verður ásýnd bananalýðveldisins Íslands fullkomnuð í sumar með endurkjöri þessa manns eða er þjóðin að fá sig fullsadda af sukkinu,” sagði Ástþór. Þá sagði hann mikilvægt að ráðist sé strax í aðgerðir gegn spillingarmálum, og að það verði hans helsta baráttumál, verði hann kjörinn forseti Íslands. Skrifstofustjóri forseta Íslands sendi yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar viti nokkuð um umrætt aflandsfélag. Faðir Dorritar sé látinn og að móðir hennar, sem sé 86 ára, muni ekki eftir neinu slíku félagi. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi á heimili sínu í Breiðholti í dag vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu og tengslum ráðamanna við aflandsfélög. Hann sendi utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis að fundi loknum. Ástþór sagði upplýsingar úr skjölunum hafa varpað skugga á orðspor Íslands á alþjóðavísu. Þau hafi hugsanlega eyðilagt möguleikann á því að Alþingi verði friðartákn, líkt og hann orðaði. Þá gagnrýndi hann það að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hygðist sækjast eftir endurkjöri og fullyrti meðal annars að nafn fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúr sé að finna í Panama-skjölunum. Þá hafi fjölskyldan starfrækt fyrirtæki sitt frá skattaskjóli í Hong Kong. „Nú erum við að sjá að ásýnd landsins stórskaðast vegna spillingarmála. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram í alþjóðlegum fjölmiðlum ljúgandi fullum hálsi. Þetta gerði fyrrverandi forsætisráðherra og í kjölfarið bera erlendir fjölmiðlar Ísland saman við bananalýðveldi. Hvað segja sömu fjölmiðlar er þeir átta sig á því að sjálfur forseti þjóðarinnar bar enn meiri lygar á torg í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina? Verður ásýnd bananalýðveldisins Íslands fullkomnuð í sumar með endurkjöri þessa manns eða er þjóðin að fá sig fullsadda af sukkinu,” sagði Ástþór. Þá sagði hann mikilvægt að ráðist sé strax í aðgerðir gegn spillingarmálum, og að það verði hans helsta baráttumál, verði hann kjörinn forseti Íslands. Skrifstofustjóri forseta Íslands sendi yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar viti nokkuð um umrætt aflandsfélag. Faðir Dorritar sé látinn og að móðir hennar, sem sé 86 ára, muni ekki eftir neinu slíku félagi.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49