„Eignarhaldsfélag mitt Meson Holding var í eignastýringu hjá Kaupþingi Lúxemborg á árunum 2000-2008. Vegna regluverks um slík félög í Lúxemborg var það praxís bankans að stofna dótturfélög fyrir þau á Bresku jómfrúreyjum – með fullri vitund stjórnvalda í Lúxemborg – ef viðskiptavinur vildi geta fjárfest í öðru en hlutabréfum, skuldabréfum og fasteignum,“ skrifar Vilhjálmur Þorsteinsson í pistli á Pressunni.
Í Kastljósþætti kvöldsins kom fram að Vilhjálmur átti félag, M-Trade, sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum. Félagið var stofnað árið 2001 og afskráð 2012. Nafn Vilhjálms er ekki að finna í skjölunum en eigandi M-Trade, var félag í eigu Vilhjálms.
Vilhjálmur var gjaldkeri Samfylkingarinnar þar til hann hætti 31. mars síðastliðinn vegna væntanlegrar umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um Panama-skjölin. Í ljósi fréttanna nú hefur hann einnig hætt sem stjórnarmaður Kjarnans.
Í bloggfærslu Vilhjálms segir hann að hann hafi ekki með nokkru móti tengst „viðskiptafléttum af því tagi sem lýst var í þættinum og gengu út á lán til hlutabréfakaupa án áhættu.“ Þá segir hann að ekkert í tengslum við félag hans hafi áhrif til lækkunar á skattgreiðslum í Lúxemborg eða hér á landi.
Vilhjálmur: Stjórnvöld í Lúxemborg vissu alltaf af Tortóla-félaginu
Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Mest lesið

Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna
Viðskipti innlent

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur
Viðskipti innlent

Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur



Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Atvinnulíf


Segja upp 52 sjómönnum
Viðskipti innlent

Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára
Viðskipti innlent

Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu
Viðskipti innlent