Gjaldkeri Samfylkingarinnar segir af sér Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2016 00:06 Vilhjálmur Þorsteinsson vísir/arnþór Vilhjálmur Þorsteinsson hefur sagt af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í pistli sem hann birti í bloggfærslu nú fyrir skemmstu. Í kjölfar umfjöllunar undanfarna daga um eigur Íslendinga í erlendum félögum og mögulegum skattaskjólum var mál Vilhjálms rifjað upp en hann á félag sem skráð er í Lúxemborg. „Ég stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki árið 1983, þá 17 ára gamall, ásamt félaga mínum. Félagið var svo selt á 10. áratug síðustu aldar til erlends hugbúnaðarfyrirtækis fyrir ágætis upphæð í sterlingspundum. Síðan þá hef ég verið vel settur fjárhagslega. Eignir mínar hafa að mestu leyti verið ávaxtaðar innan félags sem ég á í Lúxemborg – eins og er fullkomlega heimilt skv. „fjórfrelsi“ evrópska efnahagssvæðisins,“ segir í færslunni. „Ég er svo heppinn að vera vel stæður, og tilheyri eflaust hinu fræga 1%. En ég er líka jafnaðarmaður að lífsskoðun, styð öflugt velferðarkerfi og samhjálp og að þeir sem mest eiga greiði sanngjarnan, og þá meina ég ríflegan, skerf til samfélagsins,“ skrifar Vihjálmur.Sjá einnig: Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur segir að hann „[borgi] auðvitað alla skatta“ og skyldur sem sér beri. Þar nefnir hann til sögunnar tekjuskatt og að hann hafi greitt auðlegðarskatt og verið honum hlynntur. Það sé ekki vegna skattahagræðis sem félagið sé skráð í Lúxemborg heldur vegna krónunnar, gjaldeyrishafta og óstöðugleika íslenska efnahagskerfisins. Persónulegar skattgreiðslur hans væru þær sömu og ef félagið væri íslenskt. „En þrátt fyrir allt sem að ofan er sagt, má augljóst vera að svona flókið eignarhalds- og fjárfestingadæmi hjá gjaldkera Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands er lítt til þess fallið að fókusera umræðuna sem nú stendur yfir um aflandsfélög og skattaskjól á það sem máli skiptir: ríkisstjórnina og stjórnarmeirihlutann í landinu,“ segir í niðurlagi pistilsins. Af þeirri ástæðu segir Vilhjálmur embætti sínu lausu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26 Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa komið sér saman um að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. 30. mars 2016 18:16 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Vilhjálmur Þorsteinsson hefur sagt af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í pistli sem hann birti í bloggfærslu nú fyrir skemmstu. Í kjölfar umfjöllunar undanfarna daga um eigur Íslendinga í erlendum félögum og mögulegum skattaskjólum var mál Vilhjálms rifjað upp en hann á félag sem skráð er í Lúxemborg. „Ég stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki árið 1983, þá 17 ára gamall, ásamt félaga mínum. Félagið var svo selt á 10. áratug síðustu aldar til erlends hugbúnaðarfyrirtækis fyrir ágætis upphæð í sterlingspundum. Síðan þá hef ég verið vel settur fjárhagslega. Eignir mínar hafa að mestu leyti verið ávaxtaðar innan félags sem ég á í Lúxemborg – eins og er fullkomlega heimilt skv. „fjórfrelsi“ evrópska efnahagssvæðisins,“ segir í færslunni. „Ég er svo heppinn að vera vel stæður, og tilheyri eflaust hinu fræga 1%. En ég er líka jafnaðarmaður að lífsskoðun, styð öflugt velferðarkerfi og samhjálp og að þeir sem mest eiga greiði sanngjarnan, og þá meina ég ríflegan, skerf til samfélagsins,“ skrifar Vihjálmur.Sjá einnig: Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur segir að hann „[borgi] auðvitað alla skatta“ og skyldur sem sér beri. Þar nefnir hann til sögunnar tekjuskatt og að hann hafi greitt auðlegðarskatt og verið honum hlynntur. Það sé ekki vegna skattahagræðis sem félagið sé skráð í Lúxemborg heldur vegna krónunnar, gjaldeyrishafta og óstöðugleika íslenska efnahagskerfisins. Persónulegar skattgreiðslur hans væru þær sömu og ef félagið væri íslenskt. „En þrátt fyrir allt sem að ofan er sagt, má augljóst vera að svona flókið eignarhalds- og fjárfestingadæmi hjá gjaldkera Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands er lítt til þess fallið að fókusera umræðuna sem nú stendur yfir um aflandsfélög og skattaskjól á það sem máli skiptir: ríkisstjórnina og stjórnarmeirihlutann í landinu,“ segir í niðurlagi pistilsins. Af þeirri ástæðu segir Vilhjálmur embætti sínu lausu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26 Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa komið sér saman um að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. 30. mars 2016 18:16 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36
Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa komið sér saman um að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. 30. mars 2016 18:16
Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46