Á myndbandinu má sjá að Brahim gengur inn á mitt gólf kaffihússins Comptoir Voltair þann 13. nóvember. Árásir voru gerðar á fleiri stöðum í borginni og létu 130 manns lífið. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásunum.
Rúmlega 350 manns særðust.
Eins og áður segir þá var Abdeslam sá eini sem lést þegar hann sprengdi vesti sitt. Hjúkrunarfræðingur sem var á kaffihúsinu reyndi að bjarga lífi Abdeslam. Hann hélt fyrst að gassprenging hefði átt sér stað þar til hann sá stóra holu á síðu Abdeslam og víra úr sprengjuvestinu sem hann var klæddur í.