Erlent

Noregur áfrýjar dómi um Anders Breivik

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldamorðinginn Ander Behring Breivik.
Fjöldamorðinginn Ander Behring Breivik. Vísir/EPA
Norska ríkið ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms Óslóar um að einangrun Anders Behring Breivik sé brot gegn mannréttinum hans. Anders Anundsen, innanríkisráðherra Noregs, tilkynnti þetta í dag.

Breivik hafði höfðað mál gegn ríkinu þar sem hann taldi mannréttindi sín meðal annars brotinn vegna þess að hann er ítrekað látinn sæta líkamsleit, hann sætir einangrun og hann er vakinn á nóttunni. Þá fær hann að hafa takmörkuð samskipti við annað fólk.

Sjá einnig: Norska ríkið brýtur gegn mannréttindum Anders Breivik.

Dómur féll í málinu þann 20. apríl síðastliðinn.

Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011, annars vegar í sprengingu í miðborg Oslóar og hins vegar með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru.


Tengdar fréttir

Breivik kvartar yfir slæmum aðbúnaði

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur sakað norsk stjórnvöld um ómannúðlega mennferð á sér þar sem hann dvelur nú í öryggisfangelsi í bænum Skein. Hann var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2011 fyrir morðin á sjötíu og sjö manns í Útey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×