Kjarni málsins Stjórnarmaðurinn skrifar 27. apríl 2016 09:30 Vinna við Panama-skjölin svonefndu hefur verið á hendi fjögurra fjölmiðla. Þessir miðlar hafa getað valið hverjum verði kastað fyrir ljónin hverju sinni, og hverjum skuli hlíft. Í því felast mikil völd. Því miður er ekki að sjá að þeir sem fara með þessi völd hafi sérstaka ábyrgðartilfinningu eða kunni að skilja Kjarnann frá hisminu. Þannig er oft á tíðum ekki um miklar uppljóstranir að ræða, heldur í raun upplýsingar sem hafa alla tíð verið opinberar í fyrirtækjaskrám hinna ýmsu landa. Leyndin er ekki meiri en svo, en með því að vísa sí og æ til Panama-skjalanna er þetta sett í þann búning að verið sé að fletta ofan af leynimakki miklu. Í mörgum tilfellum virðist sem ekkert óeðlilegt sé á ferðinni. Athafnafólk, sem búsett hefur verið erlendis til fjölda ára, á félög á erlendri grundu, stundar sín viðskipti þar og borgar sína skatta og skyldur. Varla sérstaklega fréttnæmt. Í öðrum tilvikum eru tengingarnar svo langsóttar að varla er annað hægt en að skella upp úr. Þætti blaðamanninum sanngjarnt að þurfa að bera ábyrgð á viðskiptum látins tengdaföður síns? Fáránleikinn nær þó hæsta stigi þegar hann er farinn að bíta sjálfa stjörnublaðamennina í afturendann. Þannig hefur Vilhjálmur Þorsteinsson, einn aðaleigenda Kjarnans, nú sagt sig úr stjórn félagsins þar sem hann sagði ósatt um aflandseignir sínar. Raunar er furðulegt að siðapostularnir á Kjarnanum hafi ekki ýtt við Vilhjálmi fyrr, en eignarhlutur hans er í gegnum félagið Miðeind ehf., sem aftur er í eigu Meson Holding sem skráð er í Lúxemborg. Meðal annarra eigna Meson Holding var hlutur í fjárfestingafélaginu Teton, sem margoft hefur komið fram að hagnaðist gríðarlega á skortstöðum gegn íslensku krónunni. Aðspurður á sínum tíma, sagðist Vilhjálmur ekki geta tjáð sig enda upplýsi hann aldrei um einstakar fjárfestingar. Hið sama virtist ekki eiga við um fjárfestingu hans í Kjarnanum sem hann hefur verið óhræddur að tjá sig um. Nú er spurning hvort er alvarlega í huga forsvarsmanna Kjarnans, að segja ósatt um aflandseign, eða að hafa hagnast á, og ásamt öðrum, stuðlað að hruni krónunnar meðan heimilisbókhaldið hjá flestum stóð í ljósum logum? Kannski hefðu Kjarnamenn átt að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir völdu sér fjárfesta. Eitt er víst að nú þurfa þeir að styrkja stoðir glerhússins – áður en það hrynur til grunna. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Vinna við Panama-skjölin svonefndu hefur verið á hendi fjögurra fjölmiðla. Þessir miðlar hafa getað valið hverjum verði kastað fyrir ljónin hverju sinni, og hverjum skuli hlíft. Í því felast mikil völd. Því miður er ekki að sjá að þeir sem fara með þessi völd hafi sérstaka ábyrgðartilfinningu eða kunni að skilja Kjarnann frá hisminu. Þannig er oft á tíðum ekki um miklar uppljóstranir að ræða, heldur í raun upplýsingar sem hafa alla tíð verið opinberar í fyrirtækjaskrám hinna ýmsu landa. Leyndin er ekki meiri en svo, en með því að vísa sí og æ til Panama-skjalanna er þetta sett í þann búning að verið sé að fletta ofan af leynimakki miklu. Í mörgum tilfellum virðist sem ekkert óeðlilegt sé á ferðinni. Athafnafólk, sem búsett hefur verið erlendis til fjölda ára, á félög á erlendri grundu, stundar sín viðskipti þar og borgar sína skatta og skyldur. Varla sérstaklega fréttnæmt. Í öðrum tilvikum eru tengingarnar svo langsóttar að varla er annað hægt en að skella upp úr. Þætti blaðamanninum sanngjarnt að þurfa að bera ábyrgð á viðskiptum látins tengdaföður síns? Fáránleikinn nær þó hæsta stigi þegar hann er farinn að bíta sjálfa stjörnublaðamennina í afturendann. Þannig hefur Vilhjálmur Þorsteinsson, einn aðaleigenda Kjarnans, nú sagt sig úr stjórn félagsins þar sem hann sagði ósatt um aflandseignir sínar. Raunar er furðulegt að siðapostularnir á Kjarnanum hafi ekki ýtt við Vilhjálmi fyrr, en eignarhlutur hans er í gegnum félagið Miðeind ehf., sem aftur er í eigu Meson Holding sem skráð er í Lúxemborg. Meðal annarra eigna Meson Holding var hlutur í fjárfestingafélaginu Teton, sem margoft hefur komið fram að hagnaðist gríðarlega á skortstöðum gegn íslensku krónunni. Aðspurður á sínum tíma, sagðist Vilhjálmur ekki geta tjáð sig enda upplýsi hann aldrei um einstakar fjárfestingar. Hið sama virtist ekki eiga við um fjárfestingu hans í Kjarnanum sem hann hefur verið óhræddur að tjá sig um. Nú er spurning hvort er alvarlega í huga forsvarsmanna Kjarnans, að segja ósatt um aflandseign, eða að hafa hagnast á, og ásamt öðrum, stuðlað að hruni krónunnar meðan heimilisbókhaldið hjá flestum stóð í ljósum logum? Kannski hefðu Kjarnamenn átt að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir völdu sér fjárfesta. Eitt er víst að nú þurfa þeir að styrkja stoðir glerhússins – áður en það hrynur til grunna.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira