Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Stjarnan 29-23 | Deildarmeistararnir í kjörstöðu Anton Ingi Leifsson skrifar 27. apríl 2016 21:15 Haukastúlkur hafa tekið forystuna gegn Stjörnunni í einvígi liðanna um sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna, en Haukar unnu þriðja leik liðanna í Schenkerhöllinni í kvöld, 29-23. Haukar leiða nú einvígið 2-1.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Hafnarfjarðarliðið byrjaði af krafti og komst í 8-4. Þær leiddu svo í hálfleik 14-10 eftir að Stjarnan hafi aðeins ógnað undir lok fyrri hálfleiks, en svo ekki söguna meir. Haukar geta því skotist í úrslitin með sigri í fjórða leik liðanna á föstudaginn. Mikið fjör var á upphafsmínútunum og sex mörk voru skoruð á fyrstu fjórum mínútunum, en þá var staðan 3-3. Þá tók Haukaliðið við sér og skoraði fimm mörk gegn einungis einu marki frá gestunum. Heimastúlkur komnar fjórum mörkum yfir 8-4. Halldór Harri, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé og vildi fara aðeins yfir sóknarleikinn, en þær áttu erfið uppdráttar í sókninni á þessum tímapunkti. Stjarnan varð fyrir áfalli eftir einungis tólf mínútna leik, en Florentina Stanciu haltraði þá af velli. Hún virtist hafa misstígið sig og virtist sárkvalinn á ökkla. Heiða Ingólfsdóttir kom í markið í hennar stað og varði vel, en Florentina þó gífurlega mikilvægur stemningsleikmaður í Stjörnuliðinu. Gestirnir úr Garðarbæ voru þó ekki af baki dottnir og komu sterkar aftur inn í leikinn. Þær hertu varnarleikinn, byrjuðu að spila framliggjandi vörn og Sólveig Lára Kjærnested var að draga sóknarleikinn að landi, en hún minnkaði muninn í 11-10 þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Þá komu hins vegar þrjú Haukamörk í röð og þær voru verðskuldað fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10. Rauðklæddar heimastúlkur skoruðu fyrstu fjögur mörkin í síðari hálfleik og voru komnar átta mörkum yfir, 18-10, en þær höfðu þá skorað sjö mörk í röð frá því undir lok fyrri hálfleik. Breytt stöðunni úr 11-10 í 18-10 og Stjarnan skoraði ekki mark í tíu leikmínútur. Ábyrgðin var að dreifast mjög vel hjá Haukaliðinu og margar voru að leggja í púkkinn. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru fimm leikmenn komnar með tvö mörk eða meira hjá stelpunum hans Óskars Ármannssonar og það gefur líka vel þegar markvarslan var eins góð og raun bar vitni. Þegar stundarfjórðungur var eftir leiddu heimastúlkur með átta marka mun, 22-14, og ekki útlit fyrir spennandi lokamínútur. Það varð heldur ekki raunin því deildarmeistararnir ríghéldu í sitt forskot og hleyptu gestunum, sem komu alla úr Garðarbæ, ekki nálægt sér. Svo fór að Haukarnir unnu nokkuð öruggan sex marka sigur, 29-23. Liðið er því komið í kjörstöðu í einvíginu, en með sigri á föstudag eru þær komnar í úrslit. Grótta er komið í úrslit eftir 3-0 sigur á Fram, en fari svo að grípa þurfi til oddaleiks verður hann á mánudaginn 2. maí, í Schenkerhöllinni. Átta leikmenn komust á blað hjá Haukum og var Ramune Pekarskyte markahæst með sjö mörk. Næstar komu Maria Pereira, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir allar með fimm mörk hvor. Elín Jóna varði svo ágætlega í markinu. Hjá Stjörnunni var Þórhildur Gunnarsdóttir markahæst með átta mörk, en liðið þarf að spila betri varnarleik og sóknarleik ætli liðið sér að vinna þetta geysilega sterka Hauka-lið. Það komu kaflar þar sem sóknarleikur Stjörnunnar var hreint út sagt skelfilegur og þá fengu þær hraðar sóknir í bakið.Karen Helga: Vorum orkulausar í síðasta leik „Þetta var mikil barátta hjá okkur og við misstigum okkur aðeins í síðasta leik. Við þurftum að svara fyrir það,” sagði Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi Hauka, í samtali við Vísi í leikslok, en Karen átti skínandi leik fyrir Hauka. „Fyrst og fremst vorum við orkulausar í síðasta leik og það var eitthvað sem vantaði upp á. Við ákváðum að fara yfir það, en svo fórum við yfir sóknarleikinn hjá okkur.” „Við breyttum smá áherslum í hreyfingunum hjá okkur og það gekk rosalega vel hérna í kvöld.” Hauka-liðið spilaði skínandi góðan sóknarleik í kvöld, en liðið skoraði 29 mörk. Leikstjórnandi liðsins var vissulega ánægð með sóknarleikinn. „Ég er mjög ánægð með stelpurnar. Við vorum að ógna miklu betur að markinu, en mér fannst við ekki gera það í síðasta leik,” sagði Karen og hélt áfram: „Mér fannst við vera allar að sækja inn á miðju í síðasta leik, en nú breikkuðum við þetta og fórum á þær maður á mann. Þar eru þær veikari.” Vinni Hauka-liðið viðureign liðanna á föstudag er liðið komið í úrslitaleikinn gegn Gróttu og það segir Karen klárlega vera stefnan. „Við komum á fullum krafti í Mýrina á föstudag. Þær hafa bara tapað einum leik þar í vetur og við ætlum að bæta einum leik við,” sagði Karen Helga kokhraust að lokum.Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Andri MarinóHalldór Harri: Uppsetningarmennirnir klárir á mánudaginn „Þetta voru stuttir kaflar, en þeir reyndust dýrkeyptir að við fengum hraðaupphlaup á okkur og við náðum ekki að koma okkur út úr því,” sagði svekktur Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi í leikslok. „Síðan er margt sem við getum lagað og ég er ósáttur með. Mér finnst varnarleikurinn á sunnudaginn miðað við varnarleikið í dag tvennt ólíkt.” „Við náðum ekki tökum og náðum ekki kontakti í þær sem við ætluðum.” „Við vorum of mikið á hlaupum sem gerði það að verkum að þær fengu of auðveld mörk. Maður getur talið á þremur, fjórum höndum hversu mörg dauðafæri við erum að fara með í þessum leik.” Haukar unnu fyrsta leikinn með átta mörkum, en Stjarnan vann svo leik númer tvö með fjórum. Aftur mætir Stjörnuliðið á Ásvelli og tapar sannfærandi. Eru stelpurnar hans Harra hræddar við parketið á Ásvöllum eða hvað veldur? „Þetta er fínt parket. Nei, nei, þú þarft bara að fá sjálfstraust inn og þetta er þannig íþrótt. Við náðum ekki alveg takti í byrjun leiks sem gerði þa að verkum að við byrjuðum að elta og auðvitað er Hauka-liðið deildarmeistarar og það er ekki auðvelt að elta þá.” Halldór þjálfaði Hauka-liðið í fyrra og hann er staðráðinn í að hann ætli sér að koma aftur í Schenkerhöllina á mánudag í oddaleik liðanna, en fjórði leikurinn fer fram í TM-höllinni á föstudag. „Já, ég sagði þeim að setja upp völlinn aftur og þeir eru klárir uppsetningarmennirnir á mánudaginn, held ég,” sagði Halldór brosandi í leikslok.Ragnheiður Sveinsdóttir tekur hér vel á Þórhildi Gunnarsdóttur í leiknum í kvöld.Vísir/ErnirKaren Helga Díönudóttir gefur liðsfélögum sínum fimmur í kvöld.Vísir/Ernir Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Haukastúlkur hafa tekið forystuna gegn Stjörnunni í einvígi liðanna um sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna, en Haukar unnu þriðja leik liðanna í Schenkerhöllinni í kvöld, 29-23. Haukar leiða nú einvígið 2-1.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Hafnarfjarðarliðið byrjaði af krafti og komst í 8-4. Þær leiddu svo í hálfleik 14-10 eftir að Stjarnan hafi aðeins ógnað undir lok fyrri hálfleiks, en svo ekki söguna meir. Haukar geta því skotist í úrslitin með sigri í fjórða leik liðanna á föstudaginn. Mikið fjör var á upphafsmínútunum og sex mörk voru skoruð á fyrstu fjórum mínútunum, en þá var staðan 3-3. Þá tók Haukaliðið við sér og skoraði fimm mörk gegn einungis einu marki frá gestunum. Heimastúlkur komnar fjórum mörkum yfir 8-4. Halldór Harri, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé og vildi fara aðeins yfir sóknarleikinn, en þær áttu erfið uppdráttar í sókninni á þessum tímapunkti. Stjarnan varð fyrir áfalli eftir einungis tólf mínútna leik, en Florentina Stanciu haltraði þá af velli. Hún virtist hafa misstígið sig og virtist sárkvalinn á ökkla. Heiða Ingólfsdóttir kom í markið í hennar stað og varði vel, en Florentina þó gífurlega mikilvægur stemningsleikmaður í Stjörnuliðinu. Gestirnir úr Garðarbæ voru þó ekki af baki dottnir og komu sterkar aftur inn í leikinn. Þær hertu varnarleikinn, byrjuðu að spila framliggjandi vörn og Sólveig Lára Kjærnested var að draga sóknarleikinn að landi, en hún minnkaði muninn í 11-10 þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Þá komu hins vegar þrjú Haukamörk í röð og þær voru verðskuldað fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10. Rauðklæddar heimastúlkur skoruðu fyrstu fjögur mörkin í síðari hálfleik og voru komnar átta mörkum yfir, 18-10, en þær höfðu þá skorað sjö mörk í röð frá því undir lok fyrri hálfleik. Breytt stöðunni úr 11-10 í 18-10 og Stjarnan skoraði ekki mark í tíu leikmínútur. Ábyrgðin var að dreifast mjög vel hjá Haukaliðinu og margar voru að leggja í púkkinn. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru fimm leikmenn komnar með tvö mörk eða meira hjá stelpunum hans Óskars Ármannssonar og það gefur líka vel þegar markvarslan var eins góð og raun bar vitni. Þegar stundarfjórðungur var eftir leiddu heimastúlkur með átta marka mun, 22-14, og ekki útlit fyrir spennandi lokamínútur. Það varð heldur ekki raunin því deildarmeistararnir ríghéldu í sitt forskot og hleyptu gestunum, sem komu alla úr Garðarbæ, ekki nálægt sér. Svo fór að Haukarnir unnu nokkuð öruggan sex marka sigur, 29-23. Liðið er því komið í kjörstöðu í einvíginu, en með sigri á föstudag eru þær komnar í úrslit. Grótta er komið í úrslit eftir 3-0 sigur á Fram, en fari svo að grípa þurfi til oddaleiks verður hann á mánudaginn 2. maí, í Schenkerhöllinni. Átta leikmenn komust á blað hjá Haukum og var Ramune Pekarskyte markahæst með sjö mörk. Næstar komu Maria Pereira, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir allar með fimm mörk hvor. Elín Jóna varði svo ágætlega í markinu. Hjá Stjörnunni var Þórhildur Gunnarsdóttir markahæst með átta mörk, en liðið þarf að spila betri varnarleik og sóknarleik ætli liðið sér að vinna þetta geysilega sterka Hauka-lið. Það komu kaflar þar sem sóknarleikur Stjörnunnar var hreint út sagt skelfilegur og þá fengu þær hraðar sóknir í bakið.Karen Helga: Vorum orkulausar í síðasta leik „Þetta var mikil barátta hjá okkur og við misstigum okkur aðeins í síðasta leik. Við þurftum að svara fyrir það,” sagði Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi Hauka, í samtali við Vísi í leikslok, en Karen átti skínandi leik fyrir Hauka. „Fyrst og fremst vorum við orkulausar í síðasta leik og það var eitthvað sem vantaði upp á. Við ákváðum að fara yfir það, en svo fórum við yfir sóknarleikinn hjá okkur.” „Við breyttum smá áherslum í hreyfingunum hjá okkur og það gekk rosalega vel hérna í kvöld.” Hauka-liðið spilaði skínandi góðan sóknarleik í kvöld, en liðið skoraði 29 mörk. Leikstjórnandi liðsins var vissulega ánægð með sóknarleikinn. „Ég er mjög ánægð með stelpurnar. Við vorum að ógna miklu betur að markinu, en mér fannst við ekki gera það í síðasta leik,” sagði Karen og hélt áfram: „Mér fannst við vera allar að sækja inn á miðju í síðasta leik, en nú breikkuðum við þetta og fórum á þær maður á mann. Þar eru þær veikari.” Vinni Hauka-liðið viðureign liðanna á föstudag er liðið komið í úrslitaleikinn gegn Gróttu og það segir Karen klárlega vera stefnan. „Við komum á fullum krafti í Mýrina á föstudag. Þær hafa bara tapað einum leik þar í vetur og við ætlum að bæta einum leik við,” sagði Karen Helga kokhraust að lokum.Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Andri MarinóHalldór Harri: Uppsetningarmennirnir klárir á mánudaginn „Þetta voru stuttir kaflar, en þeir reyndust dýrkeyptir að við fengum hraðaupphlaup á okkur og við náðum ekki að koma okkur út úr því,” sagði svekktur Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi í leikslok. „Síðan er margt sem við getum lagað og ég er ósáttur með. Mér finnst varnarleikurinn á sunnudaginn miðað við varnarleikið í dag tvennt ólíkt.” „Við náðum ekki tökum og náðum ekki kontakti í þær sem við ætluðum.” „Við vorum of mikið á hlaupum sem gerði það að verkum að þær fengu of auðveld mörk. Maður getur talið á þremur, fjórum höndum hversu mörg dauðafæri við erum að fara með í þessum leik.” Haukar unnu fyrsta leikinn með átta mörkum, en Stjarnan vann svo leik númer tvö með fjórum. Aftur mætir Stjörnuliðið á Ásvelli og tapar sannfærandi. Eru stelpurnar hans Harra hræddar við parketið á Ásvöllum eða hvað veldur? „Þetta er fínt parket. Nei, nei, þú þarft bara að fá sjálfstraust inn og þetta er þannig íþrótt. Við náðum ekki alveg takti í byrjun leiks sem gerði þa að verkum að við byrjuðum að elta og auðvitað er Hauka-liðið deildarmeistarar og það er ekki auðvelt að elta þá.” Halldór þjálfaði Hauka-liðið í fyrra og hann er staðráðinn í að hann ætli sér að koma aftur í Schenkerhöllina á mánudag í oddaleik liðanna, en fjórði leikurinn fer fram í TM-höllinni á föstudag. „Já, ég sagði þeim að setja upp völlinn aftur og þeir eru klárir uppsetningarmennirnir á mánudaginn, held ég,” sagði Halldór brosandi í leikslok.Ragnheiður Sveinsdóttir tekur hér vel á Þórhildi Gunnarsdóttur í leiknum í kvöld.Vísir/ErnirKaren Helga Díönudóttir gefur liðsfélögum sínum fimmur í kvöld.Vísir/Ernir
Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira