Opnar hönnunar- og listamiðstöð í gömlu kartöflugeymslunum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. vísir/Vilhelm „Allar grófu framkvæmdirnar eru búnar í rauninni, það sem við ætlum að gera núna í sumar er að klára húsið alveg að utan og lóðina þannig að það sé tilbúið fyrir starfsemi í haust,“ segir Kristinn Brynjólfsson, innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður. Hann er eigandi rúmlega 2.600 fermetra húsnæðis sem hýsti áður gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku og hyggst opna þar hönnunar- og listamiðstöð í haust. Útgangspunkturinn er hönnun og list og í raun allar skapandi greinar, og verða mismunandi aðilar með rekstrarrými. „Þetta verður að vera lifandi, og starfsemin verður síbreytileg,“ segir Kristinn. „Það er alveg opið hvernig starfsemi verður, en það skiptir öllu máli að það veljist inn starfsemi sem vinni vel hver með annarri svo að þetta verði eins og ein stór heild.“ Teikningar gera ráð fyrir verslunarrými, sýningarsal, fjölnotasal og bílaplani auk veitingahúss. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið taki 157 manns í sæti. „Auglýst verður eftir rekstraraðila í veitingahúsið. Ég sé fyrir mér að ég sjái um hönnunina og húsgögnin með áherslu á íslenska hönnun og að síðan kæmi rekstraraðili að því,“ segir Kristinn. „Starfsemin á að vera þannig að hún dragi að bæði Íslendinga og ferðamenn til að sjá íslenska hönnun og listir og þá skiptir veitingahúsið máli upp á að fólk geti komið og fengið sér kaffi eða borðað. Þetta getur verið opið á kvöldin líka, opnunartíminn verður ekki endilega hinn hefðbundni níu til fimm,“ segir Kristinn. Byggingin á sér langa sögu. Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi. Hún var síðan endurbyggð frá grunni og bættust tvær nýbyggingar við. Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. „Það má segja að þetta sé draumaverkefni. Þessar gömlu kartöflugeymslur og jarðhús eru svo góður efniviður, það gerist ekki betra,“ segir Kristinn Brynjólfsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
„Allar grófu framkvæmdirnar eru búnar í rauninni, það sem við ætlum að gera núna í sumar er að klára húsið alveg að utan og lóðina þannig að það sé tilbúið fyrir starfsemi í haust,“ segir Kristinn Brynjólfsson, innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður. Hann er eigandi rúmlega 2.600 fermetra húsnæðis sem hýsti áður gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku og hyggst opna þar hönnunar- og listamiðstöð í haust. Útgangspunkturinn er hönnun og list og í raun allar skapandi greinar, og verða mismunandi aðilar með rekstrarrými. „Þetta verður að vera lifandi, og starfsemin verður síbreytileg,“ segir Kristinn. „Það er alveg opið hvernig starfsemi verður, en það skiptir öllu máli að það veljist inn starfsemi sem vinni vel hver með annarri svo að þetta verði eins og ein stór heild.“ Teikningar gera ráð fyrir verslunarrými, sýningarsal, fjölnotasal og bílaplani auk veitingahúss. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið taki 157 manns í sæti. „Auglýst verður eftir rekstraraðila í veitingahúsið. Ég sé fyrir mér að ég sjái um hönnunina og húsgögnin með áherslu á íslenska hönnun og að síðan kæmi rekstraraðili að því,“ segir Kristinn. „Starfsemin á að vera þannig að hún dragi að bæði Íslendinga og ferðamenn til að sjá íslenska hönnun og listir og þá skiptir veitingahúsið máli upp á að fólk geti komið og fengið sér kaffi eða borðað. Þetta getur verið opið á kvöldin líka, opnunartíminn verður ekki endilega hinn hefðbundni níu til fimm,“ segir Kristinn. Byggingin á sér langa sögu. Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi. Hún var síðan endurbyggð frá grunni og bættust tvær nýbyggingar við. Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. „Það má segja að þetta sé draumaverkefni. Þessar gömlu kartöflugeymslur og jarðhús eru svo góður efniviður, það gerist ekki betra,“ segir Kristinn Brynjólfsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira