Línur skýrast frekar Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. apríl 2016 07:00 Trump hefur eitthvað dregið úr glannalegum yfirlýsingum sínum undanfarið. vísir/EPA Enn einum „ofurþriðjudeginum“ er lokið með nokkuð afgerandi sigri þeirra Hillary Clinton og Donalds Trump. Varla er lengur möguleiki á öðru en að þau muni keppa um forsetaembætti Bandaríkjanna í kosningunum í nóvember. Kosið var í fimm ríkjum og varð Trump efstur meðal repúblikana í þeim öllum en meðal demókrata vann Hillary sigur í fjórum en Sanders einum. Bernie Sanders á vart raunhæfan möguleika lengur gegn Clinton. Hún á að vísu enn eftir að tryggja sér atkvæði rúmlega 200 fulltrúa á landsþingi flokksins í júlí, en Sanders stendur mun verr að vígi. Hann á enn eftir að tryggja sér meira en þúsund fulltrúa. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton muni sigra Trump í forsetakosningum með nokkrum yfirburðum. Á landsvísu mælist Clinton nú með nærri 50 prósenta fylgi en Trump með rétt um 40 prósent. Enn er þó hálft ár í kosningar og munurinn milli þeirra hefur stundum verið lítill. Bandaríski tölfræðingurinn Nate Silver, sem jafnan fylgist grannt með kosningahegðun í Bandaríkjunum, bendir reyndar á að sigurganga Trumps undanfarið stafi ekkert endilega af því að þátttakendur í forkosningum séu teknir að flykkjast að baki Trump, heldur frekar af því að andstæðingar Trumps nenni ekki lengur að mæta á kjörstað. Þeir geti, sumir hverjir að minnsta kosti, hvorki hugsað sér að kjósa Ted Cruz eða John Kasich, og annað er ekki í boði. Kosningaþátttakan í forkosningum Repúblikanaflokksins hefur að minnsta kosti minnkað mjög á síðustu vikum. Í fyrstu forkosningunum í febrúar var þátttakan um 25 prósent en hefur verið innan við tíu prósent í þeim síðustu. Forkosningunum lýkur ekki fyrr en 14. júní en stærsti dagurinn á lokasprettinum verður 7. júní, þegar kosið verður í Kaliforníu og fimm öðrum ríkjum samtímis. Það verður síðasti „ofurþriðjudagurinn“, en ekki er þó víst að úrslitin ráðist endanlega fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Þeir Kasich og Cruz eru enn að vonast til þess að þeim takist að koma í veg fyrir að Trump nái einföldum meirihluta, þannig að fulltrúum á landsþinginu verði heimilt að greiða öðrum atkvæði sitt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Enn einum „ofurþriðjudeginum“ er lokið með nokkuð afgerandi sigri þeirra Hillary Clinton og Donalds Trump. Varla er lengur möguleiki á öðru en að þau muni keppa um forsetaembætti Bandaríkjanna í kosningunum í nóvember. Kosið var í fimm ríkjum og varð Trump efstur meðal repúblikana í þeim öllum en meðal demókrata vann Hillary sigur í fjórum en Sanders einum. Bernie Sanders á vart raunhæfan möguleika lengur gegn Clinton. Hún á að vísu enn eftir að tryggja sér atkvæði rúmlega 200 fulltrúa á landsþingi flokksins í júlí, en Sanders stendur mun verr að vígi. Hann á enn eftir að tryggja sér meira en þúsund fulltrúa. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton muni sigra Trump í forsetakosningum með nokkrum yfirburðum. Á landsvísu mælist Clinton nú með nærri 50 prósenta fylgi en Trump með rétt um 40 prósent. Enn er þó hálft ár í kosningar og munurinn milli þeirra hefur stundum verið lítill. Bandaríski tölfræðingurinn Nate Silver, sem jafnan fylgist grannt með kosningahegðun í Bandaríkjunum, bendir reyndar á að sigurganga Trumps undanfarið stafi ekkert endilega af því að þátttakendur í forkosningum séu teknir að flykkjast að baki Trump, heldur frekar af því að andstæðingar Trumps nenni ekki lengur að mæta á kjörstað. Þeir geti, sumir hverjir að minnsta kosti, hvorki hugsað sér að kjósa Ted Cruz eða John Kasich, og annað er ekki í boði. Kosningaþátttakan í forkosningum Repúblikanaflokksins hefur að minnsta kosti minnkað mjög á síðustu vikum. Í fyrstu forkosningunum í febrúar var þátttakan um 25 prósent en hefur verið innan við tíu prósent í þeim síðustu. Forkosningunum lýkur ekki fyrr en 14. júní en stærsti dagurinn á lokasprettinum verður 7. júní, þegar kosið verður í Kaliforníu og fimm öðrum ríkjum samtímis. Það verður síðasti „ofurþriðjudagurinn“, en ekki er þó víst að úrslitin ráðist endanlega fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Þeir Kasich og Cruz eru enn að vonast til þess að þeim takist að koma í veg fyrir að Trump nái einföldum meirihluta, þannig að fulltrúum á landsþinginu verði heimilt að greiða öðrum atkvæði sitt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira