Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 23:09 Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. Vísir/Getty Donald Trump kynnti í dag þá utanríkisstefnu sem hann hyggst starfa eftir verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Lofaði hann því að hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna yrðu ávallt ofan á þegar ákvarðanir væru teknar. Lofaði Trump því m.a. að hann myndi „bjarga mannkyninu“ og að að hann myndi laga utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann sagði hafa ryðgað frá lokum Kalda stríðsins. Var þetta í fyrsta sinn sem Trump lagði fram raunverulega stefnu í einum stærsta málaflokki sem forseti Bandaríkjanna þarf að glíma við. Athygli vakti að hinn hefðbundni og þrasgjarni ræðustíll Trump vék fyrir mun yfirvegaðri ræðustíl á meðan Trump fór yfir stefnumál sín í utanríkismálum. Gagnrýndi hann núverandi stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda harðlega og sagði hana hafa verið „fullkomið stórslys“. Sagði hann stefnu Obama hafa verið algjörlega stefnulausa og tengdi hann Hillary Clinton, sem líklega verður mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum, við stefnuna en Clinton gegndi um hríð embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Lofaði Trump því að hann myndi ávallt setja hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna ofar öllu en titill utanríkisstefnu Trump ber nafnið „America First“. Lagði Trump áherslu á að hann myndi auka styrk Bandaríkjanna á alþjóðavísu og að Bandaríkin myndu koma á friði í heiminum með styrk sínum.Hvað sagði Trump um ISIS?Trump sagði að næði hann kjöri yrðu dagar ISIS fljótlega taldir en hann vildi ekki segja hvernig eða hvenær það yrði gert. Sagði hann að Bandaríkin yrðu að koma í veg fyrir útbreiðslu róttækrar múhameðstrúar og að það myndi verða gert í náinni samvinnu við bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.Um NATO og aðra bandamenn?Trump hyggst sækjast eftir því að halda viðræður við bandamenn Bandaríkjanna innan NATO með það fyrir augum að endurskipuleggja starfsemi og skipulag bandalagsins. Þá þyrftu aðrir bandamenn að leggja meira af mörkum til fjármögnunar bandalagsins. Sagði hann þau ríki sem nytu verndar af hálfu Bandaríkjanna yrðu að greiða fyrir þá vernd ella þyrftu þau að sjá um sínar varnir sjálfar. Þá sagðist hann ætla að ræða við Rússland og hvort hægt væri að finna grundvöll fyrir aukinni samvinnu. Einnig ætlar hann að sýna aukna hörku í samskiptum við Kína en Trump talaði um að Kínverjar væru að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum.Trump var gagnrýndur fyrir framburð sinn á nafni Tanzaníu.Trump farinn að horfa til kosninganna í nóvemberAllar líkur eru á því að Trump hljóti útnefningu Repúblikana-flokksins eftir að hann fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna af þeim 1.237 sem til þarf. Hefur hann því nú í auknum mæli hafið undirbúning að kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar sjálfar sem fara fram í nóvember líkt. Alls eiga Repúblikanar eftir að ganga að kjörborðum í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Næstu forkosningar fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum. Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Donald Trump kynnti í dag þá utanríkisstefnu sem hann hyggst starfa eftir verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Lofaði hann því að hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna yrðu ávallt ofan á þegar ákvarðanir væru teknar. Lofaði Trump því m.a. að hann myndi „bjarga mannkyninu“ og að að hann myndi laga utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann sagði hafa ryðgað frá lokum Kalda stríðsins. Var þetta í fyrsta sinn sem Trump lagði fram raunverulega stefnu í einum stærsta málaflokki sem forseti Bandaríkjanna þarf að glíma við. Athygli vakti að hinn hefðbundni og þrasgjarni ræðustíll Trump vék fyrir mun yfirvegaðri ræðustíl á meðan Trump fór yfir stefnumál sín í utanríkismálum. Gagnrýndi hann núverandi stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda harðlega og sagði hana hafa verið „fullkomið stórslys“. Sagði hann stefnu Obama hafa verið algjörlega stefnulausa og tengdi hann Hillary Clinton, sem líklega verður mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum, við stefnuna en Clinton gegndi um hríð embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Lofaði Trump því að hann myndi ávallt setja hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna ofar öllu en titill utanríkisstefnu Trump ber nafnið „America First“. Lagði Trump áherslu á að hann myndi auka styrk Bandaríkjanna á alþjóðavísu og að Bandaríkin myndu koma á friði í heiminum með styrk sínum.Hvað sagði Trump um ISIS?Trump sagði að næði hann kjöri yrðu dagar ISIS fljótlega taldir en hann vildi ekki segja hvernig eða hvenær það yrði gert. Sagði hann að Bandaríkin yrðu að koma í veg fyrir útbreiðslu róttækrar múhameðstrúar og að það myndi verða gert í náinni samvinnu við bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.Um NATO og aðra bandamenn?Trump hyggst sækjast eftir því að halda viðræður við bandamenn Bandaríkjanna innan NATO með það fyrir augum að endurskipuleggja starfsemi og skipulag bandalagsins. Þá þyrftu aðrir bandamenn að leggja meira af mörkum til fjármögnunar bandalagsins. Sagði hann þau ríki sem nytu verndar af hálfu Bandaríkjanna yrðu að greiða fyrir þá vernd ella þyrftu þau að sjá um sínar varnir sjálfar. Þá sagðist hann ætla að ræða við Rússland og hvort hægt væri að finna grundvöll fyrir aukinni samvinnu. Einnig ætlar hann að sýna aukna hörku í samskiptum við Kína en Trump talaði um að Kínverjar væru að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum.Trump var gagnrýndur fyrir framburð sinn á nafni Tanzaníu.Trump farinn að horfa til kosninganna í nóvemberAllar líkur eru á því að Trump hljóti útnefningu Repúblikana-flokksins eftir að hann fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna af þeim 1.237 sem til þarf. Hefur hann því nú í auknum mæli hafið undirbúning að kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar sjálfar sem fara fram í nóvember líkt. Alls eiga Repúblikanar eftir að ganga að kjörborðum í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Næstu forkosningar fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira