Búist við frekari hækkunum á flugmiðum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2016 07:32 Flugmiðaverð hefur hækkað um 10 prósent. Vísir/Stefán Tíu prósenta hækkun hefur orðið á flugmiðaverði á milli mánaða í apríl og búist er við að verð á flugmiðum hækki enn meira á næstu vikum, samkvæmt nýrri verðkönnun flugleitarvefjarins Dohop. Svo virðist sem flugverð sé að jafnast út, þó tíu prósenta hækkun sé á flugverði í heildina, því í könnuninni kemur fram að hæstu verðin séu að lækka, en þau lægstu að hækka.Fyrir mánuði var hægt að komast til fjögurra borga fyrir um 35 þúsund krónur eða minna, en nú er lægsta meðalverðið 37 þúsund krónur, til Berlínar. Aftur á móti lækkar meðalverð á flugi til New York um rúmar 10 þúsund krónur; úr 95 þúsund krónum í 84 þúsund krónur. Flugleitarvefurinn segir að á næstu vikum sé ódýrast að fara til Þýskalands en dýrast til Bandaríkjanna. Flug til Boston og New York kostar nú á milli 80 til 85 þúsund krónur að meðaltali, en flug til Dusseldorf er á 37 þúsund krónur að meðaltali.Af þeim tuttugu borgum sem Dohop skoðaði í verðkönnuninni hækkar verð á flugi til fimmtán borga. Meðalhækkunin er þó ekki mikil en þegar allt er tekið saman má gera ráð fyrir að borga um fimm þúsund krónum meira fyrir flug nú en fyrir mánuði. Dohop spáir enn frekari hækkunum á flugverði þegar líða tekur á sumarið, sérstaklega á flugi til Bandaríkjanna. Dohop skoðaði í þessari könnun þrjár dagsetningar; sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku eru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Gert er ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur, við gerð verðkönnunarinnar. Fréttir af flugi Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Tíu prósenta hækkun hefur orðið á flugmiðaverði á milli mánaða í apríl og búist er við að verð á flugmiðum hækki enn meira á næstu vikum, samkvæmt nýrri verðkönnun flugleitarvefjarins Dohop. Svo virðist sem flugverð sé að jafnast út, þó tíu prósenta hækkun sé á flugverði í heildina, því í könnuninni kemur fram að hæstu verðin séu að lækka, en þau lægstu að hækka.Fyrir mánuði var hægt að komast til fjögurra borga fyrir um 35 þúsund krónur eða minna, en nú er lægsta meðalverðið 37 þúsund krónur, til Berlínar. Aftur á móti lækkar meðalverð á flugi til New York um rúmar 10 þúsund krónur; úr 95 þúsund krónum í 84 þúsund krónur. Flugleitarvefurinn segir að á næstu vikum sé ódýrast að fara til Þýskalands en dýrast til Bandaríkjanna. Flug til Boston og New York kostar nú á milli 80 til 85 þúsund krónur að meðaltali, en flug til Dusseldorf er á 37 þúsund krónur að meðaltali.Af þeim tuttugu borgum sem Dohop skoðaði í verðkönnuninni hækkar verð á flugi til fimmtán borga. Meðalhækkunin er þó ekki mikil en þegar allt er tekið saman má gera ráð fyrir að borga um fimm þúsund krónum meira fyrir flug nú en fyrir mánuði. Dohop spáir enn frekari hækkunum á flugverði þegar líða tekur á sumarið, sérstaklega á flugi til Bandaríkjanna. Dohop skoðaði í þessari könnun þrjár dagsetningar; sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku eru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Gert er ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur, við gerð verðkönnunarinnar.
Fréttir af flugi Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira