"Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. apríl 2016 17:49 Land, þjóð, tunga. Náttúra, lýðræði, menning. Þetta verða áhersluatriði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Mig langar að leggja fram þrjú verkefni sem ég tel að gætu verið þjóðinni til heilla,“ sagði Andri Snær á blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem hann tilkynnti framboð sitt formlega. Á fundinum komu fram listamennirnir Tina Dico og Úlfur Úlfur. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var kynnir. „Við þurfum að spyrja okkur: í hvernig landi viljum við búa?“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. „Hvaða skilaboð viljum við senda heiminum? Hvað ætlar okkar kynslóð að gera? Hvað ætlum við að skilja eftir okkur í stóra samhenginu?“Sjá einnig: Andri Snær tilkynnir um framboð á morgunFullur salur af fólki fylgdist með Andra Snæ formlega tilkynna framboð sitt.Vísir/SkjáskotAndri Snær er mikill umhverfisverndarsinni og gerði því náttúruna að umtalsefni sínu að miklu leyti. Hann telur að forsetaembættið ætti að beita sér í verndun náttúrunnar og vill sjá þjóðgarð á hálendinu. „Sem fiskveiðiþjóð þá eigum við allt okkar undir hafinu og ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði embættið mikilvæg rödd á heimsvísu þegar kemur að verndun hafsins.“ Stuðningsmenn Andra höfðu fyllt stóra salinn í Þjóðleikhúsinu og brutust út fagnaðarlæti af og til á meðan á ræðu forsetaframbjóðandans stóð. „Við þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða í mislöngum kjörtímabilum,“ sagði Andri og heyrðust fagnaðaróp úr salnum.Úlfur Úlfur steig á stokk ásamt Kött Grá Pjé með lagið Brennum allt.Vísir„Jöfnuður, jafnrétti og jöfn tækifæri er forsenda þess að við getum kallað okkur þjóð. Ég fylgdist með þjóðfundinum og það var einhver fallegasta stund sem ég hef séð.“ Taldi Andri að þar hefði komið saman raunveruleg sneiðmynd af þjóðinni, þar hafi almenningi verið gefin rödd og þjóðin sýnt að lýðræði er skapandi ferli. „Þar varð til ný stjórnarskrá,“ sagði hann. „Tilraunin var einstök, vakti athygli um allan heim og ég tel að við verðum að klára þessa stjórnarskrá.“ Salurinn fagnaði þessu markmiði Andra ákaft. Þriðja áherslumál Andra tengist tungumálinu. Hann sagðist hafa heimsótt börn í skólum víðsvegar um landið og spurt þau hvort þau töluðu annað tungumál í íslensku. Svörin hafi verið ákaflega fjölbreytt. „Þetta er snilldarkynslóð sem er að alast upp núna.“ Telur hann eitt hlutverk embættis forseta vera að taka utan um ólík móðurmál í þjóðinni. „Farvegur hugsunar okkar og menningar.“ Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11 Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Land, þjóð, tunga. Náttúra, lýðræði, menning. Þetta verða áhersluatriði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Mig langar að leggja fram þrjú verkefni sem ég tel að gætu verið þjóðinni til heilla,“ sagði Andri Snær á blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem hann tilkynnti framboð sitt formlega. Á fundinum komu fram listamennirnir Tina Dico og Úlfur Úlfur. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var kynnir. „Við þurfum að spyrja okkur: í hvernig landi viljum við búa?“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. „Hvaða skilaboð viljum við senda heiminum? Hvað ætlar okkar kynslóð að gera? Hvað ætlum við að skilja eftir okkur í stóra samhenginu?“Sjá einnig: Andri Snær tilkynnir um framboð á morgunFullur salur af fólki fylgdist með Andra Snæ formlega tilkynna framboð sitt.Vísir/SkjáskotAndri Snær er mikill umhverfisverndarsinni og gerði því náttúruna að umtalsefni sínu að miklu leyti. Hann telur að forsetaembættið ætti að beita sér í verndun náttúrunnar og vill sjá þjóðgarð á hálendinu. „Sem fiskveiðiþjóð þá eigum við allt okkar undir hafinu og ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði embættið mikilvæg rödd á heimsvísu þegar kemur að verndun hafsins.“ Stuðningsmenn Andra höfðu fyllt stóra salinn í Þjóðleikhúsinu og brutust út fagnaðarlæti af og til á meðan á ræðu forsetaframbjóðandans stóð. „Við þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða í mislöngum kjörtímabilum,“ sagði Andri og heyrðust fagnaðaróp úr salnum.Úlfur Úlfur steig á stokk ásamt Kött Grá Pjé með lagið Brennum allt.Vísir„Jöfnuður, jafnrétti og jöfn tækifæri er forsenda þess að við getum kallað okkur þjóð. Ég fylgdist með þjóðfundinum og það var einhver fallegasta stund sem ég hef séð.“ Taldi Andri að þar hefði komið saman raunveruleg sneiðmynd af þjóðinni, þar hafi almenningi verið gefin rödd og þjóðin sýnt að lýðræði er skapandi ferli. „Þar varð til ný stjórnarskrá,“ sagði hann. „Tilraunin var einstök, vakti athygli um allan heim og ég tel að við verðum að klára þessa stjórnarskrá.“ Salurinn fagnaði þessu markmiði Andra ákaft. Þriðja áherslumál Andra tengist tungumálinu. Hann sagðist hafa heimsótt börn í skólum víðsvegar um landið og spurt þau hvort þau töluðu annað tungumál í íslensku. Svörin hafi verið ákaflega fjölbreytt. „Þetta er snilldarkynslóð sem er að alast upp núna.“ Telur hann eitt hlutverk embættis forseta vera að taka utan um ólík móðurmál í þjóðinni. „Farvegur hugsunar okkar og menningar.“
Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11 Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32
Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11
Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20