Betra að telja upp að tíu Skjóðan skrifar 13. apríl 2016 09:00 Mönnum hættir til að gera mistök í hita leiksins. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en rokið er áfram. Íslenska þjóðin er núna í hita leiksins og ætti kannski að telja upp að tíu. Er það í þágu bestu hagsmuna þjóðarinnar að rjúka í kosningar á þessu ári? Er einhver tilbúinn í kosningar? Líkast til er hvorki stjórnarandstaðan né ríkisstjórnarflokkarnir, möguleg ný framboð eða þjóðin sjálf tilbúin í kosningar núna. Það er spurning hvort réttlætanlegt sé að leggja í mikil átök til að flýta kosningum um nokkra mánuði. Staða þjóðarbúsins er þokkaleg núna. Jafnvægi er nokkuð gott og atvinnuleysi hverfandi. Ef frá eru taldir himinháir vextir er ekki sjáanleg nein bein ógn við heimilin í landinu að svo stöddu. Lífeyrissjóðirnir skila góðri ávöxtun. Staða fyrirtækja hefur batnað þó að hátt vaxtaumhverfi og launahækkanir valdi vanda hjá sumum minni fyrirtækjum. Ef við tækjum púlsinn á þjóðarbúinu myndi heilsan mælast yfir meðallagi góð. Í pólitísku hamfaraveðri síðustu viku báru tveir menn af. Forseti Íslands hafði trausta hönd á stýri og fjármálaráðherra hélt ró sinni, en naut vitanlega samanburðarins við fyrrverandi forsætisráðherra. Undanfari hinnar viðburðaríku viku var Facebook-færsla frá eiginkonu forsætisráðherra um miðjan mars. Hefðu hlutirnir þróast öðruvísi ef færslan hefði byrjað „Eiginmaður minn var spurður út í spurningar sem tengjast félagi á mínum vegum. Hann brást rangt við og gekk út úr sjónvarpsviðtali?…“? Stundum getur verið gott að telja upp að tíu. Væri ekki betra að ljúka kjörtímabilinu og kjósa til Alþingis eftir ár? Þá verður Bjarni Benediktsson búinn að leggja öll spil á borðið og skýra sitt mál. Hann verður búinn að endurnýja umboð sitt eða Sjálfstæðisflokkurinn búinn að velja sér nýjan formann. Samfylkingin verður búin að útkljá leiðtogamál sín og undirbúa sig fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn verður búinn að finna sér nýjan leiðtoga og mögulega endurreisa trúverðugleika gagnvart kjósendum. Píratar verða búnir að manna framboðslista sína, en það er ekkert áhlaupaverk að manna vel lista hjá framboði sem er líklegt til að fá fleiri en einn kjörinn fulltrúa í öllum kjördæmum landsins. Steingrímur J. Sigfússon verður búinn að tilkynna brottför úr stjórnmálunum og mögulega Ögmundur líka þannig að Katrín Jakobsdóttir þarf ekki að burðast með pólitísk lík í skottinu inn í kosningar. Verði kosið á þessu ári er mjög líklegt að flest eða öll stjórnmálaöfl landsins verði illa undirbúin. Slíkt er ávísun á skammlífa ríkisstjórn og pólitísk upplausn, sem fylgir tíðum kosningum, er ekki í þágu þjóðarinnar. Skjóðan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Mönnum hættir til að gera mistök í hita leiksins. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en rokið er áfram. Íslenska þjóðin er núna í hita leiksins og ætti kannski að telja upp að tíu. Er það í þágu bestu hagsmuna þjóðarinnar að rjúka í kosningar á þessu ári? Er einhver tilbúinn í kosningar? Líkast til er hvorki stjórnarandstaðan né ríkisstjórnarflokkarnir, möguleg ný framboð eða þjóðin sjálf tilbúin í kosningar núna. Það er spurning hvort réttlætanlegt sé að leggja í mikil átök til að flýta kosningum um nokkra mánuði. Staða þjóðarbúsins er þokkaleg núna. Jafnvægi er nokkuð gott og atvinnuleysi hverfandi. Ef frá eru taldir himinháir vextir er ekki sjáanleg nein bein ógn við heimilin í landinu að svo stöddu. Lífeyrissjóðirnir skila góðri ávöxtun. Staða fyrirtækja hefur batnað þó að hátt vaxtaumhverfi og launahækkanir valdi vanda hjá sumum minni fyrirtækjum. Ef við tækjum púlsinn á þjóðarbúinu myndi heilsan mælast yfir meðallagi góð. Í pólitísku hamfaraveðri síðustu viku báru tveir menn af. Forseti Íslands hafði trausta hönd á stýri og fjármálaráðherra hélt ró sinni, en naut vitanlega samanburðarins við fyrrverandi forsætisráðherra. Undanfari hinnar viðburðaríku viku var Facebook-færsla frá eiginkonu forsætisráðherra um miðjan mars. Hefðu hlutirnir þróast öðruvísi ef færslan hefði byrjað „Eiginmaður minn var spurður út í spurningar sem tengjast félagi á mínum vegum. Hann brást rangt við og gekk út úr sjónvarpsviðtali?…“? Stundum getur verið gott að telja upp að tíu. Væri ekki betra að ljúka kjörtímabilinu og kjósa til Alþingis eftir ár? Þá verður Bjarni Benediktsson búinn að leggja öll spil á borðið og skýra sitt mál. Hann verður búinn að endurnýja umboð sitt eða Sjálfstæðisflokkurinn búinn að velja sér nýjan formann. Samfylkingin verður búin að útkljá leiðtogamál sín og undirbúa sig fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn verður búinn að finna sér nýjan leiðtoga og mögulega endurreisa trúverðugleika gagnvart kjósendum. Píratar verða búnir að manna framboðslista sína, en það er ekkert áhlaupaverk að manna vel lista hjá framboði sem er líklegt til að fá fleiri en einn kjörinn fulltrúa í öllum kjördæmum landsins. Steingrímur J. Sigfússon verður búinn að tilkynna brottför úr stjórnmálunum og mögulega Ögmundur líka þannig að Katrín Jakobsdóttir þarf ekki að burðast með pólitísk lík í skottinu inn í kosningar. Verði kosið á þessu ári er mjög líklegt að flest eða öll stjórnmálaöfl landsins verði illa undirbúin. Slíkt er ávísun á skammlífa ríkisstjórn og pólitísk upplausn, sem fylgir tíðum kosningum, er ekki í þágu þjóðarinnar.
Skjóðan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira