Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. apríl 2016 07:00 Sturla Jónsson vill koma meðmælalistum í öruggar hendur kjörstjórn er ekki reiðubúin til þess strax og innanríkisráðuneytið bíður á meðan. vísir/anton brink „Maður á að eiga rétt á að koma þessu frá sér og fengið staðfest að maður sé búinn að þessu,“ segir Sturla Jónsson vörubílstjóri sem safnað hefur tilskildum fjölda meðmælenda vegna forsetaframboðs en fær engan til að taka við listanum. Sturla lauk við að safna undirskriftum í mars. Hann segir innanríkisráðuneytið hafa vísað honum með meðmælendalistann til kjörstjórnar sem eigi að yfirfara nöfnin. Hann hafi nú í vikunni rætt við formann kjörstjórnar í sínu kjördæmi, Reykjavík norður, sem ekki hafi viljað veita listanum viðtöku að svo stöddu en sagt það hugsanlega geta orðið eftir um tíu daga. Það yrði þá auglýst sérstaklega. Fréttablaðið náði ekki tal af Erlu S. Árnadóttur, formanni yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í gær. „Það er getið um tímamörk hvenær maður má í seinasta lagi skila þessu en það er ekki getið um tímamörk varðandi hversu snemma má skila,“ segir Sturla sem kveður þetta slæmt því samkvæmt stjórnarskrá séu menn ekki í framboði fyrr en gögnunum hefur verið skilað inn. „Það er ekki það að ég sé með einhverja paranoju en við vitum að það gerist ýmislegt. Hlutir geta týnst eða skemmst. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, vatnstjón gerir ekki boð á undan sér og það gera innbrot ekki heldur,“ nefnir Sturla sem dæmi um hvað gæti komið fyrir meðmælendalistann. Sturla segist hafa safnað undirskriftunum með því að fara einn í kringum landið og varið til þess 21 degi. „Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Ég átti aldrei von á þessu,“ segir frambjóðandinn sem safnaði alls 3.000 undirskriftum. Að lágmarki er krafist 1.500 undirskrifta en Sturla vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og safnaði hámarksfjölda ef einhverju kynni að vera áfátt við einhver nöfn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Maður á að eiga rétt á að koma þessu frá sér og fengið staðfest að maður sé búinn að þessu,“ segir Sturla Jónsson vörubílstjóri sem safnað hefur tilskildum fjölda meðmælenda vegna forsetaframboðs en fær engan til að taka við listanum. Sturla lauk við að safna undirskriftum í mars. Hann segir innanríkisráðuneytið hafa vísað honum með meðmælendalistann til kjörstjórnar sem eigi að yfirfara nöfnin. Hann hafi nú í vikunni rætt við formann kjörstjórnar í sínu kjördæmi, Reykjavík norður, sem ekki hafi viljað veita listanum viðtöku að svo stöddu en sagt það hugsanlega geta orðið eftir um tíu daga. Það yrði þá auglýst sérstaklega. Fréttablaðið náði ekki tal af Erlu S. Árnadóttur, formanni yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í gær. „Það er getið um tímamörk hvenær maður má í seinasta lagi skila þessu en það er ekki getið um tímamörk varðandi hversu snemma má skila,“ segir Sturla sem kveður þetta slæmt því samkvæmt stjórnarskrá séu menn ekki í framboði fyrr en gögnunum hefur verið skilað inn. „Það er ekki það að ég sé með einhverja paranoju en við vitum að það gerist ýmislegt. Hlutir geta týnst eða skemmst. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, vatnstjón gerir ekki boð á undan sér og það gera innbrot ekki heldur,“ nefnir Sturla sem dæmi um hvað gæti komið fyrir meðmælendalistann. Sturla segist hafa safnað undirskriftunum með því að fara einn í kringum landið og varið til þess 21 degi. „Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Ég átti aldrei von á þessu,“ segir frambjóðandinn sem safnaði alls 3.000 undirskriftum. Að lágmarki er krafist 1.500 undirskrifta en Sturla vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og safnaði hámarksfjölda ef einhverju kynni að vera áfátt við einhver nöfn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira