Kristín: Úrslitakeppnin aldrei jafn spennandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2016 14:30 Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst með fjórum fyrstu leikjunum í 8-liða úrslitum. Kristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, reiknar með spennandi rimmum en Valskonur munu kljást við bikarmeistara Stjörnunnar í fyrstu umferðinni. „Þetta er hápunktur vertíðarinnar og gaman að þetta skuli að vera að byrja,“ sagði Kristín en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Valur hafnaði í fimmta sæti Olísdeildar kvenna en missti heimavallarréttinn í síðustu umferð deildarkeppninnar er liðið tapaði fyrir Fram. Stjarnan fær því heimavallarréttinn í rimmunni gegn Val og er fyrsti leikurinn í henni í TM-höllinni klukkan 19.30 í kvöld. Kristínu líst þó vel á liðið sitt fyrir úrslitakeppnina. „Þetta er ný keppni og þýðir ekkert að horfa til þess hvernig leikirnir fóru í vetur. Þetta er nýtt upphaf.“ Stjarnan varð bikarmeistari í vetur og Kristín segir augljóst að liðið ætli sér að vinna tvöfalt í ár. „Þær fóru í úrslitaleikinn í fyrra og töpuðu. Stjarnan tapaði svo fyrir okkur í úrslitunum 2014. Þær ætla sér mikils en við ætlum okkur meira. Ef ég ætti að giska á prósentur myndi ég segja 60% þær og 40% við.“ Kristín segir að Valur sé að huga að framtíðinni og að krafan um titil hafi oft verið háværari en nú. „Við eldri erum að hjálpa þeim yngri að læra inn á þetta og sýna út á hvað þetta gengur í keppnum eins og þessum. Við leikmenn setjum pressu á okkur sjálfar.“ Hún reiknar með að úrslitakeppnin verði afar spennandi. „Ég er nú búin að vera í boltanum í að verða þrjátíu ár og ég held að þetta verði mest spennandi úrslitakeppni sem hefur verið frá upphafi.“ „Ég vona það að minnsta kosti. Deildin hefur verið mjög spennandi í allan vetur og ég vona að við fáum oddaleiki strax í byrjun.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst með fjórum fyrstu leikjunum í 8-liða úrslitum. Kristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, reiknar með spennandi rimmum en Valskonur munu kljást við bikarmeistara Stjörnunnar í fyrstu umferðinni. „Þetta er hápunktur vertíðarinnar og gaman að þetta skuli að vera að byrja,“ sagði Kristín en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Valur hafnaði í fimmta sæti Olísdeildar kvenna en missti heimavallarréttinn í síðustu umferð deildarkeppninnar er liðið tapaði fyrir Fram. Stjarnan fær því heimavallarréttinn í rimmunni gegn Val og er fyrsti leikurinn í henni í TM-höllinni klukkan 19.30 í kvöld. Kristínu líst þó vel á liðið sitt fyrir úrslitakeppnina. „Þetta er ný keppni og þýðir ekkert að horfa til þess hvernig leikirnir fóru í vetur. Þetta er nýtt upphaf.“ Stjarnan varð bikarmeistari í vetur og Kristín segir augljóst að liðið ætli sér að vinna tvöfalt í ár. „Þær fóru í úrslitaleikinn í fyrra og töpuðu. Stjarnan tapaði svo fyrir okkur í úrslitunum 2014. Þær ætla sér mikils en við ætlum okkur meira. Ef ég ætti að giska á prósentur myndi ég segja 60% þær og 40% við.“ Kristín segir að Valur sé að huga að framtíðinni og að krafan um titil hafi oft verið háværari en nú. „Við eldri erum að hjálpa þeim yngri að læra inn á þetta og sýna út á hvað þetta gengur í keppnum eins og þessum. Við leikmenn setjum pressu á okkur sjálfar.“ Hún reiknar með að úrslitakeppnin verði afar spennandi. „Ég er nú búin að vera í boltanum í að verða þrjátíu ár og ég held að þetta verði mest spennandi úrslitakeppni sem hefur verið frá upphafi.“ „Ég vona það að minnsta kosti. Deildin hefur verið mjög spennandi í allan vetur og ég vona að við fáum oddaleiki strax í byrjun.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira