Hrafnhildur: Við eigum möguleika gegn meisturunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2016 15:30 Úrslitakeppnin í Olísdeild kvenna hefst í kvöld með fjórum fyrstu leikjunum í 8-liða úrslitunum. Markahrókurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í gær valin í úrvalslið deildarinnar en þrátt fyrir að Selfoss mæti Íslandsmeisturum Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar ætlar hún liði sínu langt. „Ég tel að við eigum fullan möguleika í rimmunni. Þetta verður auðvitað mjög erfitt enda eru þær ríkjandi Íslandsmeistarar,“ sagði Hrafnhildur Hanna en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Fyrirfram eiga þær kannski að vinna okkur en við eigum fullan möguleika.“ Selfyssingar höfnuðu í sjöunda sæti Olísdeildarinnar en efstu sex liðin hafa verið í mjög þéttum pakka þar fyrir ofan. Selfoss endaði tíu stigum á eftir ÍBV sem hafnaði í sjötta sætinu. „Ég tel að við séum mjög nálægt þessum topppakka í deildinni og ef okkur tekst að spila okkar besta leik þá eigum við góðan möguleika.“ „Það væri algjör draumur að koma þeim á óvart og vinna fyrsta leikinn á Seltjarnanesi og klára þær svo á heimavelli. En við byrjum bara á leiknum á morgun, gerum okkar besta og sjáum hvað það skilar okkur.“ „Deildin hefur verið jöfn og skemmtileg í vetur og allir geta unnið alla. Ég held að úrslitakeppnin verði eftir því og erfitt að segja til um hver muni vinna. En við gerum að sjálfsögðu tilkall til titilsins.“ Hrafnhildur Hanna varð langmarkahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna í vetur með 247 mörk. Sú næsta á eftir var Díana Kristín Sigmarsdóttir með 202 mörk. „Ég hef skorað eitthvað og margt sem hefur gengið vel í vetur. En það er líka margt sem ég hefði getað gert betur,“ sagði hún hógvær. Olís-deild kvenna Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olísdeild kvenna hefst í kvöld með fjórum fyrstu leikjunum í 8-liða úrslitunum. Markahrókurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í gær valin í úrvalslið deildarinnar en þrátt fyrir að Selfoss mæti Íslandsmeisturum Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar ætlar hún liði sínu langt. „Ég tel að við eigum fullan möguleika í rimmunni. Þetta verður auðvitað mjög erfitt enda eru þær ríkjandi Íslandsmeistarar,“ sagði Hrafnhildur Hanna en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Fyrirfram eiga þær kannski að vinna okkur en við eigum fullan möguleika.“ Selfyssingar höfnuðu í sjöunda sæti Olísdeildarinnar en efstu sex liðin hafa verið í mjög þéttum pakka þar fyrir ofan. Selfoss endaði tíu stigum á eftir ÍBV sem hafnaði í sjötta sætinu. „Ég tel að við séum mjög nálægt þessum topppakka í deildinni og ef okkur tekst að spila okkar besta leik þá eigum við góðan möguleika.“ „Það væri algjör draumur að koma þeim á óvart og vinna fyrsta leikinn á Seltjarnanesi og klára þær svo á heimavelli. En við byrjum bara á leiknum á morgun, gerum okkar besta og sjáum hvað það skilar okkur.“ „Deildin hefur verið jöfn og skemmtileg í vetur og allir geta unnið alla. Ég held að úrslitakeppnin verði eftir því og erfitt að segja til um hver muni vinna. En við gerum að sjálfsögðu tilkall til titilsins.“ Hrafnhildur Hanna varð langmarkahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna í vetur með 247 mörk. Sú næsta á eftir var Díana Kristín Sigmarsdóttir með 202 mörk. „Ég hef skorað eitthvað og margt sem hefur gengið vel í vetur. En það er líka margt sem ég hefði getað gert betur,“ sagði hún hógvær.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira