Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2016 15:30 Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon, athafnamaður og stofnandi Friðar 2000, hefur lokið við að safna undirskriftum fyrir fyrirhugað forsetaframboð og hyggst afhenda þær innanríkisráðuneytinu í dag en þær eru tæplega 3000 talsins. Hann segir kjörstjórn þó ekki vilja taka við undirskriftunum strax, sem hann gagnrýnir harðlega. „Ég er í þessu vandamáli að þeir eru að neita að taka við þessu. Ég er með tölvupóst frá ráðuneytinu frá því í gær, sem er mjög alvarlegt mál, og ég vil ræða stöðu framboðsins í ljósi þessa tölvupósts,“ segir Ástþór í samtali við Vísi. Þau svör hafi fengist að kjörstjórn sé ekki tilbúin til að taka við undirskriftunum strax.Sjá einnig:Sturla vill að yfirvöld taki strax við undirskriftunum „Ég hef í meira en áratug ítrekað að það er ekki í lagi að vera ekki með þetta meira tilbúið. Þeir eru búnir að vita í nærri hundrað ár að þessar kosningar verði þennan dag því þessi dagsetning er í stjórnarskránni. Það er engin afsökun fyrir því að vera ekki með kerfið tilbúið til að vinna úr þessu.“ Ástþór segist hafa lagt mikla vinnu í að safna meðmælum, en lögum samkvæmt skulu frambjóðendur skila að lágmarki 1.500 undirskriftum en að hámarki 3.000. „Þetta er náttúrulega feiknarleg vinna. Ég fór um landið og safnaði þessu og hef verið á ferðinni í bænum, ég og fólk sem hefur verið að hjálpa mér,“ segir hann og bætir við að hann hlakki mikið til að hefja kynningarstarf.Ástþór fyrir utan innanríkisráðuneytið.Vísir/VilhelmRáðist á listann Þetta er í fjórða skiptið sem Ástþór býður sig fram en framboð hans hefur í tvígang verið dæmt ógilt. Annars vegar árið 2000 þegar hann náði ekki að skila inn tilskildum fjölda meðmælenda og hins vegar árið 2012. Þá var annar maður sakaður um að hafa falsað undirskriftir. Lögreglan felldi niður málið á hendur manninum í október í fyrra. „Það var ráðist á listann og reynt að skemma framboðið – og það tókst. Þarna var raunverulega gerð árás á listana innan úr stjórnkerfi landsins og framboðið dæmt ógild. Síðan var þetta mál í rannsókn í þrjú ár þar til kallaðir voru til fleiri rithandarsérfræðingar, og niðurstaðan var sú að það var ekki hægt að sanna að undirskriftir hafi verið falsaðar, eins og verið var að væna okkur um,“ segir hann. Því hafi hann viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og safnað hámarksfjölda. Aðspurður hvort hann hafi gripið til einhverra varúðarráðstafana í ár, til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, segist hann fara sambærilegar leiðir og áður, hann vilji halda í venjurnar. „Ég hef gert þetta með sama hætti og aðrir, sem hefur verið gert í áratugi.“ Þá segist Ástþór hafa fundið fyrir miklum stuðningi að undanförnu. „Ég hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi, verulega aukningu frá því ég gaf það út að ég myndi fara fram aftur.“Uppfært klukkan 16:33Ástþór fékk ekki að skila undirskriftunum í dag en fékk þau skilaboð að það gæti hann gert eftir tíu daga eða svo, líkt og Sturla Jónsson. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Ástþór Magnússon, athafnamaður og stofnandi Friðar 2000, hefur lokið við að safna undirskriftum fyrir fyrirhugað forsetaframboð og hyggst afhenda þær innanríkisráðuneytinu í dag en þær eru tæplega 3000 talsins. Hann segir kjörstjórn þó ekki vilja taka við undirskriftunum strax, sem hann gagnrýnir harðlega. „Ég er í þessu vandamáli að þeir eru að neita að taka við þessu. Ég er með tölvupóst frá ráðuneytinu frá því í gær, sem er mjög alvarlegt mál, og ég vil ræða stöðu framboðsins í ljósi þessa tölvupósts,“ segir Ástþór í samtali við Vísi. Þau svör hafi fengist að kjörstjórn sé ekki tilbúin til að taka við undirskriftunum strax.Sjá einnig:Sturla vill að yfirvöld taki strax við undirskriftunum „Ég hef í meira en áratug ítrekað að það er ekki í lagi að vera ekki með þetta meira tilbúið. Þeir eru búnir að vita í nærri hundrað ár að þessar kosningar verði þennan dag því þessi dagsetning er í stjórnarskránni. Það er engin afsökun fyrir því að vera ekki með kerfið tilbúið til að vinna úr þessu.“ Ástþór segist hafa lagt mikla vinnu í að safna meðmælum, en lögum samkvæmt skulu frambjóðendur skila að lágmarki 1.500 undirskriftum en að hámarki 3.000. „Þetta er náttúrulega feiknarleg vinna. Ég fór um landið og safnaði þessu og hef verið á ferðinni í bænum, ég og fólk sem hefur verið að hjálpa mér,“ segir hann og bætir við að hann hlakki mikið til að hefja kynningarstarf.Ástþór fyrir utan innanríkisráðuneytið.Vísir/VilhelmRáðist á listann Þetta er í fjórða skiptið sem Ástþór býður sig fram en framboð hans hefur í tvígang verið dæmt ógilt. Annars vegar árið 2000 þegar hann náði ekki að skila inn tilskildum fjölda meðmælenda og hins vegar árið 2012. Þá var annar maður sakaður um að hafa falsað undirskriftir. Lögreglan felldi niður málið á hendur manninum í október í fyrra. „Það var ráðist á listann og reynt að skemma framboðið – og það tókst. Þarna var raunverulega gerð árás á listana innan úr stjórnkerfi landsins og framboðið dæmt ógild. Síðan var þetta mál í rannsókn í þrjú ár þar til kallaðir voru til fleiri rithandarsérfræðingar, og niðurstaðan var sú að það var ekki hægt að sanna að undirskriftir hafi verið falsaðar, eins og verið var að væna okkur um,“ segir hann. Því hafi hann viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og safnað hámarksfjölda. Aðspurður hvort hann hafi gripið til einhverra varúðarráðstafana í ár, til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, segist hann fara sambærilegar leiðir og áður, hann vilji halda í venjurnar. „Ég hef gert þetta með sama hætti og aðrir, sem hefur verið gert í áratugi.“ Þá segist Ástþór hafa fundið fyrir miklum stuðningi að undanförnu. „Ég hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi, verulega aukningu frá því ég gaf það út að ég myndi fara fram aftur.“Uppfært klukkan 16:33Ástþór fékk ekki að skila undirskriftunum í dag en fékk þau skilaboð að það gæti hann gert eftir tíu daga eða svo, líkt og Sturla Jónsson.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00