Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Sveinn Arnarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Hvalaskoðunarferðir er gífurlega stór iðnaður á Húsavík og um 80 þúsund ferðamenn koma ár hvert á Húsavík í tengslum við hvali. Mynd/GentleGiants Skipstjórar og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna. Er þeim gefið að sök að hafa ítrekað á árinu 2015 verið með fleiri farþega á opnum harðskeljabátum en þeir hafa leyfi til. Lögmaður fyrirtækisins segir ákærurnar byggðar á misskilningi. Landhelgisgæslan fer með eftirlit með skipum í lögsögu Íslands og fer reglulega í skoðunarferðir til að athuga ferðir hvalaskoðunarbáta. Í ákærum sem hafa verið birt fjórum starfsmönnum Gentle Giants, þremur skipstjórum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er þeim gefið að sök að hafa á tímabilinu 24. til 28. júlí í fyrra siglt fimm sinnum úr Húsavíkurhöfn með of marga farþega. Samkvæmt ákærum hefur fyrirtækið aðeins leyfi til að flytja tólf farþega í opnum skeljabátum, svokölluðum RIB-bátum, en farþegar voru á þessu tímabili 18 til 22. Einnig er ákært í einu tilviki, 20. september 2015, þar sem skipstjóri var með 13 farþega, engan vélavörð og engin skipsskjöl meðferðis.Daníel Isebarn, lögmaður Gentle GiantsDaníel Isebarn, lögmaður Gentle Giants, segir þessar ákærur byggðar á misskilningi. Málið eigi sér langan aðdraganda. „Fyrir það fyrsta, þá eru tilvísanir í ákærunum ekki réttar og byggðar á misskilningi. Hér er um tvo báta að ræða sem báðir geta flutt 24 farþega. Þessir bátar eru með þeim öruggustu sem um getur. Að öðru leyti er ekki tímabært að tjá sig frekar um þetta mál eða reka það í fjölmiðlum,“ segir Daníel. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða RIB-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sættu félögin sig ekki við árið 2013 og þóttu að sér þrengt. Af þeim sökum gáfu fyrirtækin út yfirlýsingu í júlí 2013 um að bátar í þeirra eigu yrðu ekki til taks við björgunaraðgerðir til að reyna að þrýsta á um reglugerðarbreytingu. Ár er síðan eldur kom upp í hvalaskoðunarbáti fyrirtækisins, Faldi, en á þeim tíma voru 24 farþegar um borð. Sá bátur er gamall eikarbátur sem hefur leyfi fyrir mun fleiri ferðamönnum en opnu skeljabátarnir sem ákæran beinist að. Ríflega 80 þúsund manns fara í hvalaskoðun á Húsavík á hverju ári og bjóða fjögur fyrirtæki á svæðinu upp á áætlunarferðir í hvalaskoðun. Húsavík hefur getið sér gott orð sem góður hvalaskoðunarstaður á heimsvísu og hefur verið markaðssettur sem slíkur úti í heimi. Bátarnir Amma Kibba og Amma Sigga eru opnir harðskeljabátar, svokallaðir harðbotna RIB-bátar, með tveimur 400 hestafla vélum og með sæti fyrir 18 - 24 farþega. Bátarnir eru smíðaðir í Póllandi og koma nýir til fyrirtækisins. Geta þeir náð allt að 52 hnúta hraða og eru taldir afar öruggir. Bátar Gentle giants, sem eru tólf metra langir og fjögurra metra langir, eru notaðir í hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda. Samskonar bátar eru notaðir víðsvagar um land í ferðaþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Skipstjórar og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna. Er þeim gefið að sök að hafa ítrekað á árinu 2015 verið með fleiri farþega á opnum harðskeljabátum en þeir hafa leyfi til. Lögmaður fyrirtækisins segir ákærurnar byggðar á misskilningi. Landhelgisgæslan fer með eftirlit með skipum í lögsögu Íslands og fer reglulega í skoðunarferðir til að athuga ferðir hvalaskoðunarbáta. Í ákærum sem hafa verið birt fjórum starfsmönnum Gentle Giants, þremur skipstjórum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er þeim gefið að sök að hafa á tímabilinu 24. til 28. júlí í fyrra siglt fimm sinnum úr Húsavíkurhöfn með of marga farþega. Samkvæmt ákærum hefur fyrirtækið aðeins leyfi til að flytja tólf farþega í opnum skeljabátum, svokölluðum RIB-bátum, en farþegar voru á þessu tímabili 18 til 22. Einnig er ákært í einu tilviki, 20. september 2015, þar sem skipstjóri var með 13 farþega, engan vélavörð og engin skipsskjöl meðferðis.Daníel Isebarn, lögmaður Gentle GiantsDaníel Isebarn, lögmaður Gentle Giants, segir þessar ákærur byggðar á misskilningi. Málið eigi sér langan aðdraganda. „Fyrir það fyrsta, þá eru tilvísanir í ákærunum ekki réttar og byggðar á misskilningi. Hér er um tvo báta að ræða sem báðir geta flutt 24 farþega. Þessir bátar eru með þeim öruggustu sem um getur. Að öðru leyti er ekki tímabært að tjá sig frekar um þetta mál eða reka það í fjölmiðlum,“ segir Daníel. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða RIB-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sættu félögin sig ekki við árið 2013 og þóttu að sér þrengt. Af þeim sökum gáfu fyrirtækin út yfirlýsingu í júlí 2013 um að bátar í þeirra eigu yrðu ekki til taks við björgunaraðgerðir til að reyna að þrýsta á um reglugerðarbreytingu. Ár er síðan eldur kom upp í hvalaskoðunarbáti fyrirtækisins, Faldi, en á þeim tíma voru 24 farþegar um borð. Sá bátur er gamall eikarbátur sem hefur leyfi fyrir mun fleiri ferðamönnum en opnu skeljabátarnir sem ákæran beinist að. Ríflega 80 þúsund manns fara í hvalaskoðun á Húsavík á hverju ári og bjóða fjögur fyrirtæki á svæðinu upp á áætlunarferðir í hvalaskoðun. Húsavík hefur getið sér gott orð sem góður hvalaskoðunarstaður á heimsvísu og hefur verið markaðssettur sem slíkur úti í heimi. Bátarnir Amma Kibba og Amma Sigga eru opnir harðskeljabátar, svokallaðir harðbotna RIB-bátar, með tveimur 400 hestafla vélum og með sæti fyrir 18 - 24 farþega. Bátarnir eru smíðaðir í Póllandi og koma nýir til fyrirtækisins. Geta þeir náð allt að 52 hnúta hraða og eru taldir afar öruggir. Bátar Gentle giants, sem eru tólf metra langir og fjögurra metra langir, eru notaðir í hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda. Samskonar bátar eru notaðir víðsvagar um land í ferðaþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira