Zika-veiran hættulegri en áður var talið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2016 10:36 Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir Zika-vírusinn svonefnda hættulegri en áður hafi verið talið. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu í gær að veiran valdi alvarlegum fósturskaða, líkt og grunur lék á. „Þetta er líklegast meira en þeir vildu gefa í skyn. Þó fannst mér í fyrra að það væri alveg verið að gefa í skyn að þetta gæti orðið eitthvað, en þeir eru varkárir núna eftir ebólufaraldurinn og vilja passa sig mjög mikið að gera lítið úr þessum hugsanlegu faröldrum,“ sagði Bryndís í Bítinu í morgun. Zika-faraldurinn hefur geisað í Brasilíu frá því í fyrra. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða, en þúsundir barna í Brasilíu hafa frá því á síðasta ári fæðst með svokallað dverghöfuð. Nú virðist sem fleiri fæðingargalla megi einnig rekja til vírussins. „Zika-veiran virðist valda meiri vandamálum, ekki bara í fóstrum, en í fóstrum hefur verið talað um bæði andvana fæðingu barna, fæðingu fyrir tímann, vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og þessa augnsjúkdóma sem virðast vera vanþroski á augunum þannig að börn hafa verið að fæðast blind,“ segir Bryndís. Þá geti veiran einnig haft áhrif á fullorðna. Almennt sé um öndunarfærasýkingar, en að þær geti valdið ákveðnum taugasjúkdómi sem kallast Guillain Barré. „Þetta er svona sjálfsónæmisviðbrögð líkamans. Ónæmiskerfið ræðst á ákveðnar frumur í taugakerfinu og í taugaslíðrinu og veldur lömunareinkennum og dofa. Þetta byrjar oft neðst í líkamanum og vinnur sig upp. Þetta er vel þekkt meira að segja við iðrasýkingu og við sjáum þetta annað slagið. Þetta er 100 prósent afturkræft. Þetta gerist þannig að þindin getur lamast og öndunarvöðvarnir. Þannig að fólk sem fær þetta alvarlega lendir stundum í öndunarvél,“ segir Bryndís. Viðtalið við Bryndísi í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir Zika-vírusinn svonefnda hættulegri en áður hafi verið talið. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu í gær að veiran valdi alvarlegum fósturskaða, líkt og grunur lék á. „Þetta er líklegast meira en þeir vildu gefa í skyn. Þó fannst mér í fyrra að það væri alveg verið að gefa í skyn að þetta gæti orðið eitthvað, en þeir eru varkárir núna eftir ebólufaraldurinn og vilja passa sig mjög mikið að gera lítið úr þessum hugsanlegu faröldrum,“ sagði Bryndís í Bítinu í morgun. Zika-faraldurinn hefur geisað í Brasilíu frá því í fyrra. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða, en þúsundir barna í Brasilíu hafa frá því á síðasta ári fæðst með svokallað dverghöfuð. Nú virðist sem fleiri fæðingargalla megi einnig rekja til vírussins. „Zika-veiran virðist valda meiri vandamálum, ekki bara í fóstrum, en í fóstrum hefur verið talað um bæði andvana fæðingu barna, fæðingu fyrir tímann, vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og þessa augnsjúkdóma sem virðast vera vanþroski á augunum þannig að börn hafa verið að fæðast blind,“ segir Bryndís. Þá geti veiran einnig haft áhrif á fullorðna. Almennt sé um öndunarfærasýkingar, en að þær geti valdið ákveðnum taugasjúkdómi sem kallast Guillain Barré. „Þetta er svona sjálfsónæmisviðbrögð líkamans. Ónæmiskerfið ræðst á ákveðnar frumur í taugakerfinu og í taugaslíðrinu og veldur lömunareinkennum og dofa. Þetta byrjar oft neðst í líkamanum og vinnur sig upp. Þetta er vel þekkt meira að segja við iðrasýkingu og við sjáum þetta annað slagið. Þetta er 100 prósent afturkræft. Þetta gerist þannig að þindin getur lamast og öndunarvöðvarnir. Þannig að fólk sem fær þetta alvarlega lendir stundum í öndunarvél,“ segir Bryndís. Viðtalið við Bryndísi í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39
Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41
Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03