Davíð Þór býður sig ekki fram til forseta Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. apríl 2016 20:00 Davíð Þór er héraðsprestur á Eskifirði. Davíð Þór Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu hans sem hann birti nú í kvöld. Hann segist hafa íhugað framboð af þeirri einu ástæðu að embætti forseta skipi frjálslyndur, fjölmenningarlega sinnaður einstaklingur sem skuldbindur sig til að beita embættinu í þágu mannúðar, mannréttinda og lýðræðis. „Slíkur frambjóðandi er kominn fram,“ segir í tilkynningunni. „Hann heitir Andri Snær Magnason og lagði í framboðskynningu sinni sérstaka áherslu á fjöltyngi og fjölmenningarsamfélag á Íslandi. Af því dreg ég þá ályktun að þótt hann hafi kosið að setja umhverfismál á oddinn slái hjörtu okkar í takt þegar kemur að þeim málefnum sem verið hafa þungamiðja minna pælinga.“ Davíð Þór er héraðsprestur á Eskifirði og hefur íhugað málið undanfarna mánuði. Hann sagðist í samtali við Vísi í mars vilja berjast gegn uppgangi útlendingahaturs. Tilkynningu Davíðs má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsingin var birt hér.Þetta er fólkið sem hefur tilkynnt forsetaframboð í dag.Vísir/Stöð2Davíð Þór er héraðsprestur á Eskifirði og hefur íhugað málið undanfarna mánuði. Hann sagðist í samtali við Vísi í mars vilja berjast gegn uppgangi útlendingahaturs. Nú þegar hafa fjórtan karlar og konur tilkynnt að þau sækist eftir embættinu. Yfirlýsing Davíðs Þórs Jónssonar eins og hún birtist á Facebook-síðu hans:„Kæru vinir.Eins og ykkur flestum er kunnugt lét ég tilleiðast eftir að á mig var gengið að íhuga mjög alvarlega að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands. Nú hef ég hugleitt erindi mitt vandlega, kynnt mér forsetaembættið rækilega, sögu þess og valdsvið. Ég hef mótað mér mjög skýrar hugmyndir um það með hvaða hætti ég vil sjá embætti forseta rækt og hvaða gildi ég vil að forseti Íslands hafi að leiðarljósi í störfum sínum. Ég hef myndað mér mjög skýra og afdráttarlausa afstöðu til flests er varðar forsetaembættið. Má þar nefna stjórnarskrármálið, málskotsréttinn, þingrof, tengsl forseta og viðskiptalífs, umhverfismál, menningarlegt hlutverk forseta og hlutverk forseta sem „verndara trúarinnar“ að úreltri fyrirmynd þeirra einvaldshlutverka sem embættið var sniðið eftir í upphafi. Fyrst og fremst hef ég þó horft á hvernig forseti getur lagt mannúðar- og mannréttindamálum lið í embætti. Í raun má segja að ekkert sé nú eftir annað en að taka ákvörðun um að hrökkva eða stökkva.Ljóst hefur verið frá upphafi að þessi vinna þjónaði aldrei þeim tilgangi að fullnægja persónulegri metorðagirnd minni (sem er engin) né þörf minni fyrir athygli (sem er í örri rénun) heldur því einu að embætti forseta skipi frjálslyndur, fjölmenningarlega sinnaður einstaklingur sem skuldbindur sig til að beita embættinu í þágu mannúðar, mannréttinda og lýðræðis.Slíkur frambjóðandi er kominn fram.Hann heitir Andri Snær Magnason og lagði í framboðskynningu sinni sérstaka áherslu á fjöltyngi og fjölmenningarsamfélag á Íslandi. Af því dreg ég þá ályktun að þótt hann hafi kosið að setja umhverfismál á oddinn slái hjörtu okkar í takt þegar kemur að þeim málefnum sem verið hafa þungamiðja minna pælinga.Í ljósi þessa tel ég einsýnt að framboð af minni hálfu væri ekki líklegt til að þjóna tilgangi sínum. Vegna íslenskra kosningalaga tel ég meira að segja óhætt að taka svo djúpt í árinni að fullyrða að forsetaframboð mitt myndi beinlínis vinna gegn sínum eigin markmiðum með því að dreifa atkvæðum þeirra, sem vilja láta þessar hugsjónir ráða ferðinni, á óþarflega marga frambjóðendur.Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embættið að sinni. Ég gæti ekki verið heill og sannur í kosningabaráttu sem ég hefði á tilfinningunni að ynni í reynd gegn sínum eigin markmiðum.Ég vona að þið, sem lýst hafið stuðningi við mig og hvatt mig áfram, virðið þessa ákvörðun og fallist á röksemdafærsluna fyrir henni. Það var ekki auðvelt að taka hana og henni fylgir nokkur tregi. En skynsemi mín segir mér að hún sé rétt.Ég er djúpt snortinn af því trausti sem mér hefur verið sýnt og er þakklátur fyrir stuðninginn. Sá fjandskapur sem ég hef mætt hefur ennfremur komið úr þeirri átt að hann hefur aðeins stappað í mig stálinu og sannfært mig um nauðsyn þess þjóðin taki höndum saman um þau gildi sem meginþorri hennar vill enn að samfélag okkar sé grundvallað á. Ég mun halda áfram að berjast fyrir kærleika og samlyndi – en ekki sem forseti Íslands.Ég skora á ykkur öll að láta ekki deigan síga og láta þessa hugsjón eftir sem áður stýra því hverjum þið greiðið atkvæði ykkar í kosningunum, sem senn fara í hönd, þótt nafn mitt verði ekki á kjörseðlinum.Það mun ég gera.Með ást og friði,Davíð Þór Jónsson“ Forsetakjör Tengdar fréttir Davíð Þór íhugar forsetaframboð: Vill berjast gegn uppgangi útlendingahaturs „Búum í samfélagi þar sem grunngildum samfélagsins hefur verið sagt stríð á hendur.“ 18. mars 2016 15:46 Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Davíð Þór Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu hans sem hann birti nú í kvöld. Hann segist hafa íhugað framboð af þeirri einu ástæðu að embætti forseta skipi frjálslyndur, fjölmenningarlega sinnaður einstaklingur sem skuldbindur sig til að beita embættinu í þágu mannúðar, mannréttinda og lýðræðis. „Slíkur frambjóðandi er kominn fram,“ segir í tilkynningunni. „Hann heitir Andri Snær Magnason og lagði í framboðskynningu sinni sérstaka áherslu á fjöltyngi og fjölmenningarsamfélag á Íslandi. Af því dreg ég þá ályktun að þótt hann hafi kosið að setja umhverfismál á oddinn slái hjörtu okkar í takt þegar kemur að þeim málefnum sem verið hafa þungamiðja minna pælinga.“ Davíð Þór er héraðsprestur á Eskifirði og hefur íhugað málið undanfarna mánuði. Hann sagðist í samtali við Vísi í mars vilja berjast gegn uppgangi útlendingahaturs. Tilkynningu Davíðs má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsingin var birt hér.Þetta er fólkið sem hefur tilkynnt forsetaframboð í dag.Vísir/Stöð2Davíð Þór er héraðsprestur á Eskifirði og hefur íhugað málið undanfarna mánuði. Hann sagðist í samtali við Vísi í mars vilja berjast gegn uppgangi útlendingahaturs. Nú þegar hafa fjórtan karlar og konur tilkynnt að þau sækist eftir embættinu. Yfirlýsing Davíðs Þórs Jónssonar eins og hún birtist á Facebook-síðu hans:„Kæru vinir.Eins og ykkur flestum er kunnugt lét ég tilleiðast eftir að á mig var gengið að íhuga mjög alvarlega að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands. Nú hef ég hugleitt erindi mitt vandlega, kynnt mér forsetaembættið rækilega, sögu þess og valdsvið. Ég hef mótað mér mjög skýrar hugmyndir um það með hvaða hætti ég vil sjá embætti forseta rækt og hvaða gildi ég vil að forseti Íslands hafi að leiðarljósi í störfum sínum. Ég hef myndað mér mjög skýra og afdráttarlausa afstöðu til flests er varðar forsetaembættið. Má þar nefna stjórnarskrármálið, málskotsréttinn, þingrof, tengsl forseta og viðskiptalífs, umhverfismál, menningarlegt hlutverk forseta og hlutverk forseta sem „verndara trúarinnar“ að úreltri fyrirmynd þeirra einvaldshlutverka sem embættið var sniðið eftir í upphafi. Fyrst og fremst hef ég þó horft á hvernig forseti getur lagt mannúðar- og mannréttindamálum lið í embætti. Í raun má segja að ekkert sé nú eftir annað en að taka ákvörðun um að hrökkva eða stökkva.Ljóst hefur verið frá upphafi að þessi vinna þjónaði aldrei þeim tilgangi að fullnægja persónulegri metorðagirnd minni (sem er engin) né þörf minni fyrir athygli (sem er í örri rénun) heldur því einu að embætti forseta skipi frjálslyndur, fjölmenningarlega sinnaður einstaklingur sem skuldbindur sig til að beita embættinu í þágu mannúðar, mannréttinda og lýðræðis.Slíkur frambjóðandi er kominn fram.Hann heitir Andri Snær Magnason og lagði í framboðskynningu sinni sérstaka áherslu á fjöltyngi og fjölmenningarsamfélag á Íslandi. Af því dreg ég þá ályktun að þótt hann hafi kosið að setja umhverfismál á oddinn slái hjörtu okkar í takt þegar kemur að þeim málefnum sem verið hafa þungamiðja minna pælinga.Í ljósi þessa tel ég einsýnt að framboð af minni hálfu væri ekki líklegt til að þjóna tilgangi sínum. Vegna íslenskra kosningalaga tel ég meira að segja óhætt að taka svo djúpt í árinni að fullyrða að forsetaframboð mitt myndi beinlínis vinna gegn sínum eigin markmiðum með því að dreifa atkvæðum þeirra, sem vilja láta þessar hugsjónir ráða ferðinni, á óþarflega marga frambjóðendur.Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embættið að sinni. Ég gæti ekki verið heill og sannur í kosningabaráttu sem ég hefði á tilfinningunni að ynni í reynd gegn sínum eigin markmiðum.Ég vona að þið, sem lýst hafið stuðningi við mig og hvatt mig áfram, virðið þessa ákvörðun og fallist á röksemdafærsluna fyrir henni. Það var ekki auðvelt að taka hana og henni fylgir nokkur tregi. En skynsemi mín segir mér að hún sé rétt.Ég er djúpt snortinn af því trausti sem mér hefur verið sýnt og er þakklátur fyrir stuðninginn. Sá fjandskapur sem ég hef mætt hefur ennfremur komið úr þeirri átt að hann hefur aðeins stappað í mig stálinu og sannfært mig um nauðsyn þess þjóðin taki höndum saman um þau gildi sem meginþorri hennar vill enn að samfélag okkar sé grundvallað á. Ég mun halda áfram að berjast fyrir kærleika og samlyndi – en ekki sem forseti Íslands.Ég skora á ykkur öll að láta ekki deigan síga og láta þessa hugsjón eftir sem áður stýra því hverjum þið greiðið atkvæði ykkar í kosningunum, sem senn fara í hönd, þótt nafn mitt verði ekki á kjörseðlinum.Það mun ég gera.Með ást og friði,Davíð Þór Jónsson“
Forsetakjör Tengdar fréttir Davíð Þór íhugar forsetaframboð: Vill berjast gegn uppgangi útlendingahaturs „Búum í samfélagi þar sem grunngildum samfélagsins hefur verið sagt stríð á hendur.“ 18. mars 2016 15:46 Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Davíð Þór íhugar forsetaframboð: Vill berjast gegn uppgangi útlendingahaturs „Búum í samfélagi þar sem grunngildum samfélagsins hefur verið sagt stríð á hendur.“ 18. mars 2016 15:46
Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00