Ekki náðist að kjósa nýtt bankaráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var ánægður með síðasta ár og sagði það "gríðarlega gott“. vísir/anton brink Ekki tókst að kjósa í nýtt bankaráð Landsbankans á aðalfundi bankans í Hörpu í gær. Kosningunum var frestað til 22. apríl en Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, dró sitt framboð til baka í gær eftir að borgaryfirvöld sögðu honum að seta í bankaráði færi ekki saman við starf hans sem fjármálastjóri borgarinnar. Þar sem framboðsfrestur var runninn út þurfti að fresta kosningunum. „Mínir yfirmenn töldu það ekki fara saman við starf mitt sem fjármálastjóri borgarinnar. Í valinu þess á milli fannst mér eðlilegast að ég veldi borgina,“ segir Birgir.Þau Berglind Svavarsdóttir, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríksdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Magnús Pétursson og Einar Þór Bjarnason eru tilnefnd, en Einar kemur í stað Birgis. Lagt er til að Helga verði formaður ráðsins. Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs, og Steinþór Pálsson bankastjóri voru að mestu ánægðir með liðið ár á aðalfundinum í gær en bankinn skilaði 36,5 milljarða króna hagnaði og sagði Tryggvi árið besta rekstarár frá stofnun bankans er hann steig í ræðustól. Þó sagði Tryggvi að bankaráðið iðraðist hvernig staðið hafi verið að sölu bankans á hlut hans í Borgun. „Við iðrumst þess og hefðum betur getað staðið öðruvísi að sölunni og haft hana í opnu ferli árið 2014. Við hefðum betur áttað okkur á því að þarna væri happdrættisvinningur sem gæti fallið Borgun í skaut,“ sagði Tryggvi og vísaði til þess að Borgun mun hagnast mikið vegna kaupa Visa Inc á Visa Europe.Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankansvísir/anton brinkTryggvi vék að húsnæðismálum bankans í ræðu sinni og sagði vandann óleystan en að bygging nýs húsnæðis á Austurhöfninni í Reykjavík væri hagkvæmasti kostur. Steinþór sagðist verða að bíða eftir nýju bankaráði með að ákveða hvað gert verður í þeim málum. „Nýtt bankaráð tekur ákvarðanir í svona málum og við bíðum eftir nýju bankaraði.“ Hann segir stöðu bankans vera að batna hvert sem litið er. „Þetta var gríðarlega gott ár á alla mælikvarða. Við sjáum að tekjur eru að vaxa vegna aukinna viðskipta. Við erum að auka markaðshlutdeild og lækka kostnað á sama tíma,“ segir Steinþór og bætir við: „Það er góð tilfinning sem gerir bankann hæfari til að standa sig. Hann þarf að geta bætt sig til framtíðar fyrir sína viðskiptavini.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Ekki tókst að kjósa í nýtt bankaráð Landsbankans á aðalfundi bankans í Hörpu í gær. Kosningunum var frestað til 22. apríl en Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, dró sitt framboð til baka í gær eftir að borgaryfirvöld sögðu honum að seta í bankaráði færi ekki saman við starf hans sem fjármálastjóri borgarinnar. Þar sem framboðsfrestur var runninn út þurfti að fresta kosningunum. „Mínir yfirmenn töldu það ekki fara saman við starf mitt sem fjármálastjóri borgarinnar. Í valinu þess á milli fannst mér eðlilegast að ég veldi borgina,“ segir Birgir.Þau Berglind Svavarsdóttir, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríksdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Magnús Pétursson og Einar Þór Bjarnason eru tilnefnd, en Einar kemur í stað Birgis. Lagt er til að Helga verði formaður ráðsins. Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs, og Steinþór Pálsson bankastjóri voru að mestu ánægðir með liðið ár á aðalfundinum í gær en bankinn skilaði 36,5 milljarða króna hagnaði og sagði Tryggvi árið besta rekstarár frá stofnun bankans er hann steig í ræðustól. Þó sagði Tryggvi að bankaráðið iðraðist hvernig staðið hafi verið að sölu bankans á hlut hans í Borgun. „Við iðrumst þess og hefðum betur getað staðið öðruvísi að sölunni og haft hana í opnu ferli árið 2014. Við hefðum betur áttað okkur á því að þarna væri happdrættisvinningur sem gæti fallið Borgun í skaut,“ sagði Tryggvi og vísaði til þess að Borgun mun hagnast mikið vegna kaupa Visa Inc á Visa Europe.Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankansvísir/anton brinkTryggvi vék að húsnæðismálum bankans í ræðu sinni og sagði vandann óleystan en að bygging nýs húsnæðis á Austurhöfninni í Reykjavík væri hagkvæmasti kostur. Steinþór sagðist verða að bíða eftir nýju bankaráði með að ákveða hvað gert verður í þeim málum. „Nýtt bankaráð tekur ákvarðanir í svona málum og við bíðum eftir nýju bankaraði.“ Hann segir stöðu bankans vera að batna hvert sem litið er. „Þetta var gríðarlega gott ár á alla mælikvarða. Við sjáum að tekjur eru að vaxa vegna aukinna viðskipta. Við erum að auka markaðshlutdeild og lækka kostnað á sama tíma,“ segir Steinþór og bætir við: „Það er góð tilfinning sem gerir bankann hæfari til að standa sig. Hann þarf að geta bætt sig til framtíðar fyrir sína viðskiptavini.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11
Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00