Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 19-23 | Ekkert sumarfrí hjá Fram Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 16. apríl 2016 18:30 vísir/ernir Fram tryggði sér oddaleik í Eyjum eftir fjögurra marka sigur 19-23 gegn ÍBV. Fram sýndi bestu hliðarnar sínar í dag en þær áttu ömurlegan leik á miðvikudaginn. Í hóp ÍBV voru allar nema ein frá Vestmannaeyjum en tveir af þremur útlendingum liðsins eru meiddir þessa dagana. Sú þriðja, Telma Amado, náði sér alls ekki á strik í dag en hún var frábær í síðasta leik liðanna. Telma skoraði úr einu af sínum fjórum skotum í dag og virtist vera í miklu veseni á milli varnarmanna Fram. Telma var ekki sú eina sem náði sér ekki á strik hjá ÍBV þar sem útileikmenn liðsins voru alls ekki að standa sig í dag. Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir gerðu sextán af nítján mörkum liðsins. Þær voru jafnframt þær einu í liði ÍBV sem skoruðu fleiri en eitt mark. Eftir þrettán mínútur var staðan 8-7 fyrir ÍBV en bæði lið voru að keyra á ótrúlegu tempói. Fram keyrði sérstaklega mikið í bakið á ÍBV en heimakonur voru hægar til baka. Restin af fyrri hálfleik var alveg ömurleg hjá ÍBV. Þær skoruðu þrjú mörk á síðustu sautján mínútum fyrri hálfleiks og tókst ekki að skora á fyrstu fimm í seinni. Þetta var alveg ömurlegur kafli hjá ÍBV en Fram skoraði sjö mörk á þessum kafla. Fram komst fljótlega fjórum mörkum yfir en þær gerðu rosalega vel í að halda þeirri forystu, ÍBV tókst þó að minnka muninn niður í tvö mörk nokkrum sinnum. Um 50. mínútu þá spilaði ÍBV mikið einni fleiri en þær nýttu sér það gjörsamlega ekki neitt. Ragnheiður Júlíusdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Fram en hún skoraði tíu mörk í dag. Mörg þeirra komu á mikilvægum tímapunktum í leiknum þar sem ÍBV nálgaðist. Markverðir liðanna voru mjög góðir í dag en Erla Rós Sigmarsdóttir varði átján skot í marki ÍBV. Hún hélt liðinu á floti á köflum en vörn ÍBV hefur oft verið betri en í dag. Guðrún Ósk Maríasdóttir var líka frábær í marki Fram, hún varði sautján skot en Hafdís Lilja Torfadóttir stal síðan senunni. Hún kom inn á til þess að verja vítakast, hún gerði það. ÍBV hélt boltanum og fékk annað vítakast sem hún varði einnig. Hafdís varði sex skot af þeim átta sem hún fékk á sig en þar af voru þrjú vítaköst. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudaginn í Safamýrinni en sigurvegari leiksins mætir Gróttu í undanúrslitum.Stefán Arnarson: Erla miklu betri en pabbi sinn „Alltaf þegar maður kemur til Eyja og vinnur þá er maður sáttur,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sem var sáttur með leik sinna stelpna í dag þegar þær sigruðu ÍBV. „Þetta er alltaf mjög erfiður útivöllur og flottur heimavöllur, þannig ég er sáttur.“ Hver var mesti munurinn á þessum leik og leiknum á miðvikudaginn? „Hugarfarið var aðal munurinn, við vorum ekki mættar til leiks í fyrsta leik. Margar léku langt undir getu en í dag voru allar að spila vel.“ „Við höfum alltaf keyrt mikið en við náðum ekki að keyra í dag. Við breyttum aðeins útfærslunni í hraðaupphlaupunum núna og það gekk bara mjög vel.“ „Mér fannst Guðrún spila vel og Hafdís sem er átján ára kom frábær inn hjá okkur. Svo hún Erla er orðin miklu betri en pabbi sinn var þannig að það er erfitt að skora hjá henni, enda var pabbi hennar bara ágætur markvörður,“ sagði Stefán um markverði liðanna í einvíginu. Stefán gerði lítið úr möguleikum Fram eftir leik þeirra gegn ÍBV á miðvikudaginn og sagði að ÍBV væri að klára þetta. Vann hann sálfræðistríðið? „Ég dæmdi út frá því hvernig við spiluðum, við spiluðum illa og þess vegna sagði ég að það væri búið en við náðum að snúa þessu við.“Hrafnhildur Ósk Skúladóttir: Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára „Í sjálfu sér er ég ánægð með baráttuna, ég get ekki sagt að þær hafi ekki lagt sig fram í dag,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir tap gegn Fram úti í Eyjum. „Mér finnst varnarleikurinn frábær, það sem var að eru hraðaupphlaupsmörk sem þær skora. Ég var ósátt við hvað við vorum seinar til baka, auðveld mörk sem ég vildi ekki fá á mig. Ég hefði viljað mínusa þau mörk út.“ „Fyrstu tólf mínúturnar í seinni fer þetta, við náum að halda þeim í einu marki en erum á meðan að brenna á dauðafærum. Við hefðum auðveldlega geta komist inn í leikinn aftur og jafnað eða þess vegna komist yfir. Í staðinn erum við ennþá þremur til fjórum mörkum undir, lélegi kaflinn þeirra var líka lélegi kaflinn okkar.“ Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu 16 af 19 mörkum ÍBV í dag, það er nokkuð skrýtið. „Það er ekki nógu gott, Ester var mjög flott í dag. Við áttum Drífu algjörlega inni, hún kom haltrandi út áðan. Hún gengur ekki heil til skógar, við söknum klárlega framlags frá fleiri leikmönnum í dag.“ „Telma var frábær í síðasta leik með sjö mörk, hún er ekki nógu góð í dag. Skoraði hún eitt? Hún er líka að fara með einhver dauðafæri og það hefði munað að fá það inn.“ Hverju þarf liðið að breyta fyrir oddaleikinn? „Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára, þetta lítur ekkert alltof vel út hjá okkur. Eins og staðan er núna þá er Vera út, Drífa út og Greta út fyrir. Þóra kemur inn í dag hún er rosalega flott og ung stelpa sem er áræðin. Það fer ábyrgð á ungar herðar núna, þær verða að standast það.“ Erla Rós Sigmarsdóttir var góð í marki ÍBV í dag með átján skot varin. „Við erum aldrei að fara að standa í Fram með undir tíu bolta varða, það er alveg ljóst. Hún er okkur lífsnauðsynleg í þessum ham.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Fram tryggði sér oddaleik í Eyjum eftir fjögurra marka sigur 19-23 gegn ÍBV. Fram sýndi bestu hliðarnar sínar í dag en þær áttu ömurlegan leik á miðvikudaginn. Í hóp ÍBV voru allar nema ein frá Vestmannaeyjum en tveir af þremur útlendingum liðsins eru meiddir þessa dagana. Sú þriðja, Telma Amado, náði sér alls ekki á strik í dag en hún var frábær í síðasta leik liðanna. Telma skoraði úr einu af sínum fjórum skotum í dag og virtist vera í miklu veseni á milli varnarmanna Fram. Telma var ekki sú eina sem náði sér ekki á strik hjá ÍBV þar sem útileikmenn liðsins voru alls ekki að standa sig í dag. Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir gerðu sextán af nítján mörkum liðsins. Þær voru jafnframt þær einu í liði ÍBV sem skoruðu fleiri en eitt mark. Eftir þrettán mínútur var staðan 8-7 fyrir ÍBV en bæði lið voru að keyra á ótrúlegu tempói. Fram keyrði sérstaklega mikið í bakið á ÍBV en heimakonur voru hægar til baka. Restin af fyrri hálfleik var alveg ömurleg hjá ÍBV. Þær skoruðu þrjú mörk á síðustu sautján mínútum fyrri hálfleiks og tókst ekki að skora á fyrstu fimm í seinni. Þetta var alveg ömurlegur kafli hjá ÍBV en Fram skoraði sjö mörk á þessum kafla. Fram komst fljótlega fjórum mörkum yfir en þær gerðu rosalega vel í að halda þeirri forystu, ÍBV tókst þó að minnka muninn niður í tvö mörk nokkrum sinnum. Um 50. mínútu þá spilaði ÍBV mikið einni fleiri en þær nýttu sér það gjörsamlega ekki neitt. Ragnheiður Júlíusdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Fram en hún skoraði tíu mörk í dag. Mörg þeirra komu á mikilvægum tímapunktum í leiknum þar sem ÍBV nálgaðist. Markverðir liðanna voru mjög góðir í dag en Erla Rós Sigmarsdóttir varði átján skot í marki ÍBV. Hún hélt liðinu á floti á köflum en vörn ÍBV hefur oft verið betri en í dag. Guðrún Ósk Maríasdóttir var líka frábær í marki Fram, hún varði sautján skot en Hafdís Lilja Torfadóttir stal síðan senunni. Hún kom inn á til þess að verja vítakast, hún gerði það. ÍBV hélt boltanum og fékk annað vítakast sem hún varði einnig. Hafdís varði sex skot af þeim átta sem hún fékk á sig en þar af voru þrjú vítaköst. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudaginn í Safamýrinni en sigurvegari leiksins mætir Gróttu í undanúrslitum.Stefán Arnarson: Erla miklu betri en pabbi sinn „Alltaf þegar maður kemur til Eyja og vinnur þá er maður sáttur,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sem var sáttur með leik sinna stelpna í dag þegar þær sigruðu ÍBV. „Þetta er alltaf mjög erfiður útivöllur og flottur heimavöllur, þannig ég er sáttur.“ Hver var mesti munurinn á þessum leik og leiknum á miðvikudaginn? „Hugarfarið var aðal munurinn, við vorum ekki mættar til leiks í fyrsta leik. Margar léku langt undir getu en í dag voru allar að spila vel.“ „Við höfum alltaf keyrt mikið en við náðum ekki að keyra í dag. Við breyttum aðeins útfærslunni í hraðaupphlaupunum núna og það gekk bara mjög vel.“ „Mér fannst Guðrún spila vel og Hafdís sem er átján ára kom frábær inn hjá okkur. Svo hún Erla er orðin miklu betri en pabbi sinn var þannig að það er erfitt að skora hjá henni, enda var pabbi hennar bara ágætur markvörður,“ sagði Stefán um markverði liðanna í einvíginu. Stefán gerði lítið úr möguleikum Fram eftir leik þeirra gegn ÍBV á miðvikudaginn og sagði að ÍBV væri að klára þetta. Vann hann sálfræðistríðið? „Ég dæmdi út frá því hvernig við spiluðum, við spiluðum illa og þess vegna sagði ég að það væri búið en við náðum að snúa þessu við.“Hrafnhildur Ósk Skúladóttir: Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára „Í sjálfu sér er ég ánægð með baráttuna, ég get ekki sagt að þær hafi ekki lagt sig fram í dag,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir tap gegn Fram úti í Eyjum. „Mér finnst varnarleikurinn frábær, það sem var að eru hraðaupphlaupsmörk sem þær skora. Ég var ósátt við hvað við vorum seinar til baka, auðveld mörk sem ég vildi ekki fá á mig. Ég hefði viljað mínusa þau mörk út.“ „Fyrstu tólf mínúturnar í seinni fer þetta, við náum að halda þeim í einu marki en erum á meðan að brenna á dauðafærum. Við hefðum auðveldlega geta komist inn í leikinn aftur og jafnað eða þess vegna komist yfir. Í staðinn erum við ennþá þremur til fjórum mörkum undir, lélegi kaflinn þeirra var líka lélegi kaflinn okkar.“ Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu 16 af 19 mörkum ÍBV í dag, það er nokkuð skrýtið. „Það er ekki nógu gott, Ester var mjög flott í dag. Við áttum Drífu algjörlega inni, hún kom haltrandi út áðan. Hún gengur ekki heil til skógar, við söknum klárlega framlags frá fleiri leikmönnum í dag.“ „Telma var frábær í síðasta leik með sjö mörk, hún er ekki nógu góð í dag. Skoraði hún eitt? Hún er líka að fara með einhver dauðafæri og það hefði munað að fá það inn.“ Hverju þarf liðið að breyta fyrir oddaleikinn? „Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára, þetta lítur ekkert alltof vel út hjá okkur. Eins og staðan er núna þá er Vera út, Drífa út og Greta út fyrir. Þóra kemur inn í dag hún er rosalega flott og ung stelpa sem er áræðin. Það fer ábyrgð á ungar herðar núna, þær verða að standast það.“ Erla Rós Sigmarsdóttir var góð í marki ÍBV í dag með átján skot varin. „Við erum aldrei að fara að standa í Fram með undir tíu bolta varða, það er alveg ljóst. Hún er okkur lífsnauðsynleg í þessum ham.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira