Lögregla rannsakar árekstur dróna við flugvél Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:47 Tilvikið er fyrsta sinnar tegundar í Bretlandi. Vísir/EPA Allt bendir til þess að dróni hafi flogið á flugvél British Airwaves sem var á leið til London í gær. Lögreglurannsókn fer nú fram um málið. Steve Landells, starfsmaður Balpa sem eru samtök flugmanna í Bretlandi, segir eingöngu hafa verið tímaspursmál hvenær slíkt ætti sér stað og kallar eftir hertum reglum. Það að fljúga dróna of nálægt mönnuðu flugfari er stórhættulegt enda er hætta á því að dróninn sogist inn í hreyfil farartækisins eða rekist á glugga vélarinnar, með tilheyrandi skemmdum og hættu á að drepa flugmann vélarinnar. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Flugvélin var á leið frá Genf í Sviss og var að huga að lendingu á Heathrow-flugvöll þegar flugmaður sá dróna, að hann hélt, fljúga á vélina. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni í London. Í flugvélinni, sem var af gerðinni Airbus A320, voru 132 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir. Flugmaðurinn segir drónann hafa klesst framan á vélina en þrátt fyrir það tókst honum að lenda vélinni og tilkynnti atvikið í kjölfarið. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins. Reynist það rétt er þetta í fyrsta sinn sem dróni hefur flogið á mannað flugfar í Bretlandi. Drónar eru ómönnuð flugför.Vísir/EPAÓljóst er hver átti drónann sem sagt er að hafi klesst á vélina og hafa engir verið handteknir vegna málsins. Michael Johson, talsmaður British Airwaves, sagði vélina hafa verið skoðaða gaumgæfilega af verkfræðingum í London og talin hæf til flugs í kjölfarið. Það er óvanalegt að dróni klessi á flugvél en samkvæmt CNN eru þó ansi mörg skrásett tilvik þar sem slík hefur næstum því gerst. Það á sérstaklega við um bandaríska lofthelgi. Hafa flugmenn stundum þurft að grípa til örþrifaráða til þess að forða flugvél sinni frá tjóni. Þetta kemur fram í tiltölulega nýlegri rannsókn. Sérfræðingar fóru yfir 921 tilvik á árunum 2013 til 2015 þar sem dróni og mannað flugfar komu við sögu. „Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að þetta á sér oftast stað á svæðum þar sem flugumferð mannaðra flugtækja er mikil og þar sem notkun dróna er bönnuð,“ sagði í yfirlýsingu sérfræðinga. Það að fljúga dróna of nálægt flugvelli getur endað með fimm ára fangelsi. Airwaves Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Allt bendir til þess að dróni hafi flogið á flugvél British Airwaves sem var á leið til London í gær. Lögreglurannsókn fer nú fram um málið. Steve Landells, starfsmaður Balpa sem eru samtök flugmanna í Bretlandi, segir eingöngu hafa verið tímaspursmál hvenær slíkt ætti sér stað og kallar eftir hertum reglum. Það að fljúga dróna of nálægt mönnuðu flugfari er stórhættulegt enda er hætta á því að dróninn sogist inn í hreyfil farartækisins eða rekist á glugga vélarinnar, með tilheyrandi skemmdum og hættu á að drepa flugmann vélarinnar. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Flugvélin var á leið frá Genf í Sviss og var að huga að lendingu á Heathrow-flugvöll þegar flugmaður sá dróna, að hann hélt, fljúga á vélina. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni í London. Í flugvélinni, sem var af gerðinni Airbus A320, voru 132 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir. Flugmaðurinn segir drónann hafa klesst framan á vélina en þrátt fyrir það tókst honum að lenda vélinni og tilkynnti atvikið í kjölfarið. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins. Reynist það rétt er þetta í fyrsta sinn sem dróni hefur flogið á mannað flugfar í Bretlandi. Drónar eru ómönnuð flugför.Vísir/EPAÓljóst er hver átti drónann sem sagt er að hafi klesst á vélina og hafa engir verið handteknir vegna málsins. Michael Johson, talsmaður British Airwaves, sagði vélina hafa verið skoðaða gaumgæfilega af verkfræðingum í London og talin hæf til flugs í kjölfarið. Það er óvanalegt að dróni klessi á flugvél en samkvæmt CNN eru þó ansi mörg skrásett tilvik þar sem slík hefur næstum því gerst. Það á sérstaklega við um bandaríska lofthelgi. Hafa flugmenn stundum þurft að grípa til örþrifaráða til þess að forða flugvél sinni frá tjóni. Þetta kemur fram í tiltölulega nýlegri rannsókn. Sérfræðingar fóru yfir 921 tilvik á árunum 2013 til 2015 þar sem dróni og mannað flugfar komu við sögu. „Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að þetta á sér oftast stað á svæðum þar sem flugumferð mannaðra flugtækja er mikil og þar sem notkun dróna er bönnuð,“ sagði í yfirlýsingu sérfræðinga. Það að fljúga dróna of nálægt flugvelli getur endað með fimm ára fangelsi.
Airwaves Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“