Óþolandi árás á alþjóðalög Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 18. apríl 2016 00:00 Hernám Marokkó á Vestur-Sahara hefur nú staðið í fjóra áratugi, en Marokkómenn sölsuðu undir sig landið eftir að Spánverjar drógu sig frá þessari fyrrum nýlendu sinni. Framferði Marokkóstjórnar var fordæmt af alþjóðasamfélaginu og hafa Sameinuðu þjóðirnar margítrekað þá afstöðu sína að hernámið sé ólöglegt og að virða beri sjálfsákvörðunarrétt íbúa svæðisins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Vestur-Saharabúa um framtíðarstjórnskipan sína. Árið 1991 var samið vopnahlé í áralangri borgarastyrjöld í landinu milli POLISARIO, sjálfstæðishreyfingar Vestur-Sahara og stjórnarhers Marokkó. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hélt þá til landsins með það yfirlýsta hlutverk að tryggja frið milli deiluaðila og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu svæðisins. Frá þeim tíma hefur Marokkóstjórn dregið lappirnar og staðið í vegi fyrir framkvæmd kosninganna. Fyrr á þessu ári dró til tíðinda þegar Ban Ki Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Marokkó og æskti þess að fá að heimsækja hið hernumda landsvæði. Marokkóstjórn hafnaði þeirri beiðni, sem út af fyrir sig er hrópleg ósvífni í garð þessara mikilvægustu alþjóðasamtaka í heimi. Ban Ki Moon lét þetta þó ekki stöðva sig heldur heimsótti flóttamannabúðir Vestur-Saharabúa í Alsír og héruð innan landamæra Vestur-Sahara sem eru á valdi POLISARIO. Á ferðalagi þessu talaði aðalritarinn um hernám Marokkóstjórnar, en slíkt orðalag á sér fyrirmyndir í mörgum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Marokkó brást ókvæða við ferðalaginu og notaði ummælin sem átyllu til að reka úr landi stóran hluta friðargæsluliðanna. Fyrir utan það að tefla þannig í tvísýnu viðkvæmu vopnahléi, er hér um fordæmalausa og grafalvarlega aðgerð að ræða. Að ríkisstjórn taki einhliða ákvörðun um að víkja úr landi friðargæsluliðum í aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna er óásættanlegt með öllu. Ban Ki Moon hefur leitað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir einarðri stuðningsyfirlýsingu í þessu máli, en því miður ekki fengið. Ástæðan er sú að Marokkóstjórn er undir verndarvæng Frakka, sem raunar hafa margoft beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu þegar kemur að málefnum Vestur-Sahara. Fyrir smáríki eins og Ísland er það sérstaklega mikilvægt að tryggja að alþjóðalög séu virt og ríkjum líðist ekki að beita aflsmunum gegn nágrönnum sínum. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld láti mál þetta til sín taka og beiti áhrifamætti sínum á alþjóðavettvangi til að tryggja að Marokkóstjórn komist ekki upp með að sýna alþjóðasamfélaginu fyrirlitningu í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Hernám Marokkó á Vestur-Sahara hefur nú staðið í fjóra áratugi, en Marokkómenn sölsuðu undir sig landið eftir að Spánverjar drógu sig frá þessari fyrrum nýlendu sinni. Framferði Marokkóstjórnar var fordæmt af alþjóðasamfélaginu og hafa Sameinuðu þjóðirnar margítrekað þá afstöðu sína að hernámið sé ólöglegt og að virða beri sjálfsákvörðunarrétt íbúa svæðisins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Vestur-Saharabúa um framtíðarstjórnskipan sína. Árið 1991 var samið vopnahlé í áralangri borgarastyrjöld í landinu milli POLISARIO, sjálfstæðishreyfingar Vestur-Sahara og stjórnarhers Marokkó. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hélt þá til landsins með það yfirlýsta hlutverk að tryggja frið milli deiluaðila og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu svæðisins. Frá þeim tíma hefur Marokkóstjórn dregið lappirnar og staðið í vegi fyrir framkvæmd kosninganna. Fyrr á þessu ári dró til tíðinda þegar Ban Ki Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Marokkó og æskti þess að fá að heimsækja hið hernumda landsvæði. Marokkóstjórn hafnaði þeirri beiðni, sem út af fyrir sig er hrópleg ósvífni í garð þessara mikilvægustu alþjóðasamtaka í heimi. Ban Ki Moon lét þetta þó ekki stöðva sig heldur heimsótti flóttamannabúðir Vestur-Saharabúa í Alsír og héruð innan landamæra Vestur-Sahara sem eru á valdi POLISARIO. Á ferðalagi þessu talaði aðalritarinn um hernám Marokkóstjórnar, en slíkt orðalag á sér fyrirmyndir í mörgum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Marokkó brást ókvæða við ferðalaginu og notaði ummælin sem átyllu til að reka úr landi stóran hluta friðargæsluliðanna. Fyrir utan það að tefla þannig í tvísýnu viðkvæmu vopnahléi, er hér um fordæmalausa og grafalvarlega aðgerð að ræða. Að ríkisstjórn taki einhliða ákvörðun um að víkja úr landi friðargæsluliðum í aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna er óásættanlegt með öllu. Ban Ki Moon hefur leitað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir einarðri stuðningsyfirlýsingu í þessu máli, en því miður ekki fengið. Ástæðan er sú að Marokkóstjórn er undir verndarvæng Frakka, sem raunar hafa margoft beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu þegar kemur að málefnum Vestur-Sahara. Fyrir smáríki eins og Ísland er það sérstaklega mikilvægt að tryggja að alþjóðalög séu virt og ríkjum líðist ekki að beita aflsmunum gegn nágrönnum sínum. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld láti mál þetta til sín taka og beiti áhrifamætti sínum á alþjóðavettvangi til að tryggja að Marokkóstjórn komist ekki upp með að sýna alþjóðasamfélaginu fyrirlitningu í þessu máli.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar