Undirskriftartilboð Texas-Magga ekki í bága við kosningalög Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. apríl 2016 10:25 Magnús Ingi Magnússon eða Maggi í Texasborgurum hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. Vísir/GVA Ekkert í íslenskri löggjöf segir að það sé ólöglegt að greiða fyrir undirskrift á meðmælendalista til forsetakjörs. Umræða um þetta spratt á samfélagsmiðlum í gær eftir að Magnús Ingi Magnússon, eða Maggi á Texasborgurum, tilkynnti það að hann hygðist bjóða sig fram til forseta og býður hann þeim sem ætla að skrifa undir meðmælalista frían hamborgara. Hins vegar er ólöglegt að bjóða fríðindi í stað atkvæðis. Hver meðmælandi má aðeins rita undir eitt framboð. Ljóst er að forsetakjörið sem fram fer í sumar verður með nýstárlegra móti. Það sést ekki aðeins á fjölda þeirra sem tilkynnt hafa framboð, í dag sextán manns, heldur einnig á bakgrunni frambjóðenda og leiðum þeirra til að vekja athygli á framboði sínu.Ástþór Magnússon er klár með sinn meðmælendalista. Hann var gagnrýndur árið 2012 þegar það komst í fjölmiðla að hann greiddi starfsmönnum þeim sem söfnuðu undirskriftum fyrir hann 150 krónur á hverja undirskrift. Hann neitaði því að þetta væru launakjör þeirra sem aðstoðuð hann við undirskriftarsöfnunina.vísir/VilhelmÍ stjórnarskránni er kveðið á um að frambjóðendur til forseta lýðveldisins skuli skila í það minnsta 1500 undirskriftum til þess að fá heimild til að bjóða sig fram. „5. gr. Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.“Sjá einnig: Maggi í Texasborgurum býður sig fram til forseta Þá segir í stjórnarskránni að öðru leyti verði settar reglur um forsetakjör með almennum lögum. Gilda því um forsetakosningar lög númer 36 frá árinu 1945 um forsetakosningar.Kosningalög gilda þar sem lögum um forsetakosningar sleppir Þar er nánar kveðið á um skilyrði þegar kemur að meðmælendalistum. Er þar kveðið á um að þremur mánuðum fyrir kjör skuli innanríkisráðherra tilgreina lágmarks- og hámarkstölu meðmælenda forsetaefnis úr hverjum landsfjórðungi í samræmi við hlutfall kjósenda. Því verða þeir sem hyggjast bjóða sig fram til forseta að ferðast um landið með einum eða öðrum hætti og safna undirskriftum. Í lögum um forsetakosningar segir svo: „4. gr. Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur [ráðuneytinu]1) ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um, að þeir séu [kosningarbærir],2) eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag, og auglýsir [ráðuneytið]1) með sama hætti og segir í 3. gr. innan viku, hverjir séu í kjöri til forsetaembættisins, en afgreiðir til hæstaréttar öll áðurnefnd skjöl.“Þetta er fólkið sem hefur tilkynnt forsetaframboð í dag. Á myndina vantar Magga í Texasborgurum.Vísir/Stöð2Að öðru leyti gilda reglur um kosningar til Alþingis um forsetakjör. Þar er lagt blátt bann við því að bjóða fríðindi, peninga, hamborgara eða annað, í staðinn fyrir atkvæði. Það telst refsivert og getur frambjóðandi sem gerist sekur um slíkt þurft að sæta sektum. Hins vegar er ekkert í lögunum sem hindrar slíkt þegar kemur að því að vera meðmælandi, hvorki með framboði forseta né framboði stjórnmálaflokks til Alþingiskosninga. Enda telst það ekki bindandi gerningur og það er ekkert sem tryggir það að meðmælendur forsetaframbjóðandi kjósi hann þegar til kastanna kemur. Hins vegar felst ábyrgð í því að skrá sig á meðmælendalista að því leyti að hver kjósandi má aðeins skrá sig á einn lista. Skrái kjósandi sig á fleiri en einn verður nafn hans ógilt á öllum listunum. Þetta segir í 34 grein kosningalaga: „Nú berast yfirkjörstjórn meðmælendalistar þar sem sami kjósandi mælir með fleiri en einu framboði, og verður kjósandinn þá ekki talinn meðmælandi neins þeirra.“ Því er Magga á Texasborgurum heimilt að bjóða borgara í stað undirskriftar. Hins vegar getur einhver talið það rangt eða siðlaust - það verður hver að gera upp við sig. Forsetakjör Tengdar fréttir Davíð Þór býður sig ekki fram til forseta Davíð Þór telur að nú þegar sé kominn fram frambjóðandi sem hefur sömu áherslur og hann sjálfur. 14. apríl 2016 20:00 Andri Snær hefur afsalað sér listamannalaunum Andri Snær óttast ekki hressileg skoðanaskipti og telur sig geta brætt saman ólík sjónarmið. 14. apríl 2016 12:57 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ekkert í íslenskri löggjöf segir að það sé ólöglegt að greiða fyrir undirskrift á meðmælendalista til forsetakjörs. Umræða um þetta spratt á samfélagsmiðlum í gær eftir að Magnús Ingi Magnússon, eða Maggi á Texasborgurum, tilkynnti það að hann hygðist bjóða sig fram til forseta og býður hann þeim sem ætla að skrifa undir meðmælalista frían hamborgara. Hins vegar er ólöglegt að bjóða fríðindi í stað atkvæðis. Hver meðmælandi má aðeins rita undir eitt framboð. Ljóst er að forsetakjörið sem fram fer í sumar verður með nýstárlegra móti. Það sést ekki aðeins á fjölda þeirra sem tilkynnt hafa framboð, í dag sextán manns, heldur einnig á bakgrunni frambjóðenda og leiðum þeirra til að vekja athygli á framboði sínu.Ástþór Magnússon er klár með sinn meðmælendalista. Hann var gagnrýndur árið 2012 þegar það komst í fjölmiðla að hann greiddi starfsmönnum þeim sem söfnuðu undirskriftum fyrir hann 150 krónur á hverja undirskrift. Hann neitaði því að þetta væru launakjör þeirra sem aðstoðuð hann við undirskriftarsöfnunina.vísir/VilhelmÍ stjórnarskránni er kveðið á um að frambjóðendur til forseta lýðveldisins skuli skila í það minnsta 1500 undirskriftum til þess að fá heimild til að bjóða sig fram. „5. gr. Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.“Sjá einnig: Maggi í Texasborgurum býður sig fram til forseta Þá segir í stjórnarskránni að öðru leyti verði settar reglur um forsetakjör með almennum lögum. Gilda því um forsetakosningar lög númer 36 frá árinu 1945 um forsetakosningar.Kosningalög gilda þar sem lögum um forsetakosningar sleppir Þar er nánar kveðið á um skilyrði þegar kemur að meðmælendalistum. Er þar kveðið á um að þremur mánuðum fyrir kjör skuli innanríkisráðherra tilgreina lágmarks- og hámarkstölu meðmælenda forsetaefnis úr hverjum landsfjórðungi í samræmi við hlutfall kjósenda. Því verða þeir sem hyggjast bjóða sig fram til forseta að ferðast um landið með einum eða öðrum hætti og safna undirskriftum. Í lögum um forsetakosningar segir svo: „4. gr. Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur [ráðuneytinu]1) ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um, að þeir séu [kosningarbærir],2) eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag, og auglýsir [ráðuneytið]1) með sama hætti og segir í 3. gr. innan viku, hverjir séu í kjöri til forsetaembættisins, en afgreiðir til hæstaréttar öll áðurnefnd skjöl.“Þetta er fólkið sem hefur tilkynnt forsetaframboð í dag. Á myndina vantar Magga í Texasborgurum.Vísir/Stöð2Að öðru leyti gilda reglur um kosningar til Alþingis um forsetakjör. Þar er lagt blátt bann við því að bjóða fríðindi, peninga, hamborgara eða annað, í staðinn fyrir atkvæði. Það telst refsivert og getur frambjóðandi sem gerist sekur um slíkt þurft að sæta sektum. Hins vegar er ekkert í lögunum sem hindrar slíkt þegar kemur að því að vera meðmælandi, hvorki með framboði forseta né framboði stjórnmálaflokks til Alþingiskosninga. Enda telst það ekki bindandi gerningur og það er ekkert sem tryggir það að meðmælendur forsetaframbjóðandi kjósi hann þegar til kastanna kemur. Hins vegar felst ábyrgð í því að skrá sig á meðmælendalista að því leyti að hver kjósandi má aðeins skrá sig á einn lista. Skrái kjósandi sig á fleiri en einn verður nafn hans ógilt á öllum listunum. Þetta segir í 34 grein kosningalaga: „Nú berast yfirkjörstjórn meðmælendalistar þar sem sami kjósandi mælir með fleiri en einu framboði, og verður kjósandinn þá ekki talinn meðmælandi neins þeirra.“ Því er Magga á Texasborgurum heimilt að bjóða borgara í stað undirskriftar. Hins vegar getur einhver talið það rangt eða siðlaust - það verður hver að gera upp við sig.
Forsetakjör Tengdar fréttir Davíð Þór býður sig ekki fram til forseta Davíð Þór telur að nú þegar sé kominn fram frambjóðandi sem hefur sömu áherslur og hann sjálfur. 14. apríl 2016 20:00 Andri Snær hefur afsalað sér listamannalaunum Andri Snær óttast ekki hressileg skoðanaskipti og telur sig geta brætt saman ólík sjónarmið. 14. apríl 2016 12:57 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Davíð Þór býður sig ekki fram til forseta Davíð Þór telur að nú þegar sé kominn fram frambjóðandi sem hefur sömu áherslur og hann sjálfur. 14. apríl 2016 20:00
Andri Snær hefur afsalað sér listamannalaunum Andri Snær óttast ekki hressileg skoðanaskipti og telur sig geta brætt saman ólík sjónarmið. 14. apríl 2016 12:57