Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. apríl 2016 16:15 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Mynd/Anton Ólafur Ragnar Grímsson mun sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Þetta kom fram í máli forseta á blaðamannafundi rétt í þessu. Forsetakosningar verða haldnar í júní en kjördagur er þann 25. júní. Ólafur Ragnar hefur gegnt embættinu síðan 1996 og býður hann fram krafta sína í sjötta skiptið.Ólafur Ragnar sagði í tilkynningu, sem hann las að Bessastöðum, undanfarin ár hafa verið tími umróts og erfiðrar glímu. Mótmæli árið 2009 kölluðu á að stjórnvöld færu frá völdum og boðað yrði til kosninga. Fjöldaaðgerðir leiddu svo til þess að þjóðin hafnaði Icesave-samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig nefndi hann fjölda mótmælin við Alþingi fyrir tveimur vikum þar sem mótmælendur kröfðust afsagnar forsætisráðherra og nýrra kosninga.Fjöldi fólks beðið hann um að endurskoða Hann sagði ástandið í þjóðfélaginu viðkvæmt og að stjórnvöld og kjörnir fulltrúar verði að vanda sig. Hann sagði fjölda fólks víða að úr þjóðfélaginu hafa höfðað til skyldu sinnar, reynslu og ábyrgðar og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína sem hann tilkynnti í nýársávarpi sínu um að gefa ekki kost á sér áfram. Sagðist hann hafa verið hvattur til að gefa áfram kost á sér og standa vaktina með fólkinu. Sagði hann þá sem hafa komið að máli við sig hafa vísað til þess að nú sé fyrir hönd kosningar þar sem myndun nýrrar ríkisstjórnar gæti reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar áfram þrungin spennu. Ólafur Ragnar sagði ýmsa hafa borið upp slíkt erindi við sig fyrir atburðina sem áttu sér stað fyrir tveimur vikum en sú alda hafi orðið þyngri undanfarna daga.Tæki tapi með æðruleysi Forsetinn sagðist gera sér grein fyrir því að það séu ekki allir á þeirri skoðun og tími sé kominn til að annar skipi þetta embætti. Hann sagðist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu að verða við óskum þeirra sem hafa hvatt hann áfram og gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Yrði niðurstaða forsetakosninganna sú að þjóðin kysir annan frambjóðanda en hann þá myndi hann taka því vel, óska honum heilla og ganga glaður til móts við frelsið. Ef þjóðin hins vegar kýs að fela honum að gegna þessar stöðu að nýju muni hann auðmjúkur þjóna áfram hagsmunum Íslands og standa vaktina með fólkinu. Þá sagði hann Dorrit Moussaieff, eiginkonu hans, hafa verið þeirrar skoðunar lengi vel að gott væri komið. Það hefði hins vegar breyst, eins og skoðun hans, í ljósi atburða undanfarinna vikna. Þau myndu þó taka úrslitunum með æðruleysi, hver svo sem þau yrðu.Upptöku af aukafréttatíma og blaðamannafundi Ólafs Ragnars á Bessastöðum má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson mun sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Þetta kom fram í máli forseta á blaðamannafundi rétt í þessu. Forsetakosningar verða haldnar í júní en kjördagur er þann 25. júní. Ólafur Ragnar hefur gegnt embættinu síðan 1996 og býður hann fram krafta sína í sjötta skiptið.Ólafur Ragnar sagði í tilkynningu, sem hann las að Bessastöðum, undanfarin ár hafa verið tími umróts og erfiðrar glímu. Mótmæli árið 2009 kölluðu á að stjórnvöld færu frá völdum og boðað yrði til kosninga. Fjöldaaðgerðir leiddu svo til þess að þjóðin hafnaði Icesave-samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig nefndi hann fjölda mótmælin við Alþingi fyrir tveimur vikum þar sem mótmælendur kröfðust afsagnar forsætisráðherra og nýrra kosninga.Fjöldi fólks beðið hann um að endurskoða Hann sagði ástandið í þjóðfélaginu viðkvæmt og að stjórnvöld og kjörnir fulltrúar verði að vanda sig. Hann sagði fjölda fólks víða að úr þjóðfélaginu hafa höfðað til skyldu sinnar, reynslu og ábyrgðar og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína sem hann tilkynnti í nýársávarpi sínu um að gefa ekki kost á sér áfram. Sagðist hann hafa verið hvattur til að gefa áfram kost á sér og standa vaktina með fólkinu. Sagði hann þá sem hafa komið að máli við sig hafa vísað til þess að nú sé fyrir hönd kosningar þar sem myndun nýrrar ríkisstjórnar gæti reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar áfram þrungin spennu. Ólafur Ragnar sagði ýmsa hafa borið upp slíkt erindi við sig fyrir atburðina sem áttu sér stað fyrir tveimur vikum en sú alda hafi orðið þyngri undanfarna daga.Tæki tapi með æðruleysi Forsetinn sagðist gera sér grein fyrir því að það séu ekki allir á þeirri skoðun og tími sé kominn til að annar skipi þetta embætti. Hann sagðist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu að verða við óskum þeirra sem hafa hvatt hann áfram og gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Yrði niðurstaða forsetakosninganna sú að þjóðin kysir annan frambjóðanda en hann þá myndi hann taka því vel, óska honum heilla og ganga glaður til móts við frelsið. Ef þjóðin hins vegar kýs að fela honum að gegna þessar stöðu að nýju muni hann auðmjúkur þjóna áfram hagsmunum Íslands og standa vaktina með fólkinu. Þá sagði hann Dorrit Moussaieff, eiginkonu hans, hafa verið þeirrar skoðunar lengi vel að gott væri komið. Það hefði hins vegar breyst, eins og skoðun hans, í ljósi atburða undanfarinna vikna. Þau myndu þó taka úrslitunum með æðruleysi, hver svo sem þau yrðu.Upptöku af aukafréttatíma og blaðamannafundi Ólafs Ragnars á Bessastöðum má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira