Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar Grímsson, Paul Biya, Angel Merkel, Robert Mugabe og Heinz Fischer. Mynd/Anton/Getty Ólafur Ragnar Grímsson er einn þaulsetnasti þjóðarleiðtogi heimsins í dag sem ekki er konungborinn og útlit er fyrir að enn bæti í. Hann tilkynnti í dag að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Nái hann endurkjöri og sitji hann út kjörtímabilið gæti hann tekið fram úr þjóðarleiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Ólafur Ragnar Grímsson er í 17. sæti yfir þá þjóðarleiðtoga sem enn eru í embætti og lengst hafa setið. Ólafur Ragnar tók við embættinu 1. ágúst 1996 og hefur því setið í embætti í 19 ár og 261 dag. Leiðtogar Afríku-ríkja eru fyrirferðamiklir á listanum og raða sér í fimm efstu sætin, þeirra á meðal er Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, í fimmta sæti. Hann tók við á þessum degi fyrir 36 árum, 18. apríl 1980.Sjá einnig: Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöriSá sem lengst hefur setið af þeim sitja enn er Paul Biya, forseti Kamerún, hann tók við embætti forseta 6. nóvember 1982, en þar áður var hann forsætisráðherra frá 1975. Sé hinsvegar miðað við aðrar vestrænar þjóðir, líkt og Íslendingar gera gjarnan, hefur enginn þjóðarleiðtogi sem ekki er konungborinn setið jafn lengi í embætti og Ólafur Ragnar, sá sem næst kemur er Heinz Fischer sem gegnt hefur embætti forseta Austurríkis í 11 ár og 285 daga, frá 8. júlí 2004. Aðrir vel þekktir þjóðarleiðtogar sem raða sér í efsu þrjátíu sætin eru Bashir-Al Assad Sýrlandsforseti sem setið hefur sem forseti Sýrlands frá 17. júlí 2000 og Angela Merkel sem verið hefur kanslari Þýskalands frá 22. nóvember 2005. Nái Ólafur Ragnar endurkjöri og sitji hann út komandi kjörtímabil gæti Ólafur Ragnar hoppað upp þrjú sæti í það 14. og tekið fram úr leiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er einn þaulsetnasti þjóðarleiðtogi heimsins í dag sem ekki er konungborinn og útlit er fyrir að enn bæti í. Hann tilkynnti í dag að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Nái hann endurkjöri og sitji hann út kjörtímabilið gæti hann tekið fram úr þjóðarleiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Ólafur Ragnar Grímsson er í 17. sæti yfir þá þjóðarleiðtoga sem enn eru í embætti og lengst hafa setið. Ólafur Ragnar tók við embættinu 1. ágúst 1996 og hefur því setið í embætti í 19 ár og 261 dag. Leiðtogar Afríku-ríkja eru fyrirferðamiklir á listanum og raða sér í fimm efstu sætin, þeirra á meðal er Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, í fimmta sæti. Hann tók við á þessum degi fyrir 36 árum, 18. apríl 1980.Sjá einnig: Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöriSá sem lengst hefur setið af þeim sitja enn er Paul Biya, forseti Kamerún, hann tók við embætti forseta 6. nóvember 1982, en þar áður var hann forsætisráðherra frá 1975. Sé hinsvegar miðað við aðrar vestrænar þjóðir, líkt og Íslendingar gera gjarnan, hefur enginn þjóðarleiðtogi sem ekki er konungborinn setið jafn lengi í embætti og Ólafur Ragnar, sá sem næst kemur er Heinz Fischer sem gegnt hefur embætti forseta Austurríkis í 11 ár og 285 daga, frá 8. júlí 2004. Aðrir vel þekktir þjóðarleiðtogar sem raða sér í efsu þrjátíu sætin eru Bashir-Al Assad Sýrlandsforseti sem setið hefur sem forseti Sýrlands frá 17. júlí 2000 og Angela Merkel sem verið hefur kanslari Þýskalands frá 22. nóvember 2005. Nái Ólafur Ragnar endurkjöri og sitji hann út komandi kjörtímabil gæti Ólafur Ragnar hoppað upp þrjú sæti í það 14. og tekið fram úr leiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15