Ryder: Skil af hverju fólk hefur áhyggjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2016 18:00 Íþróttadeild 365 birti í morgun fyrstu spá sína fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild karla en hún hófst með því að nýliðum Þróttar var spáð tólfta og neðsta sætinu. Sjá einnig: Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Akraborgin á X-inu tekur þátt í ítarlegri umfjöllun okkar um Pepsi-deildina en í dag var Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, gestur þáttarins í tilefni af spánni. „Þetta var viðbúið hjá fjölmiðlum að spá okkur í tólfta sætið en það er ekki skoðun okkar í félaginu eða stuðningsmanna,“ sagði Ryder í viðtalinu sem má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni. Þróttur náði ekki að vinna leik á undirbúningstímabilinu og varð að gefa síðasta leik sinn í Lengjubikarnum, gegn Þór á Akureyri. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Það er auðvitað alltaf betra að vinna leikina sína. Þess vegna erum við í fótbolta. En meira máli skiptir er að vinna þegar það hefur mikla þýðingu. Stundum þarf að fórna leikjum á undirbúningstímabilinu til þess,“ sagði þjálfarinn sem hefur ekki áhyggjur af því að gengi síðustu vikna hafi áhrif á andrúmsloftið í félaginu. „Ég skil af hverju fólk heldur það. En við höfum spilað 5-6 æfingaleiki síðan við fórum í æfingaferðina til Spánar og töpuðum engum þeirra. Þeir leikir fá ekki jafn mikla athygli og mótsleikir og því margir sem taka ekki eftir því. En leikmenn eru fullir sjálfstrausts og mikil tilhlökkum hjá öllum í kringum félagið.“ Sjá einnig: Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Ryder fer einnig vandlega yfir allar breytingar sem hafa verið gerðar á leikmannahópi Þróttar í vetur en margir þeirra eru leikmenn sem hafa ekki spilað hér á landi áður. En liðið missti Viktor Jónsson, sem var lánsmaður frá Víkingi, aftur í Fossvoginn og fékk Emil Atlason í hans stað. „Framherjar eru afar mismunandi og Emil hefur verið frábær. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum okkar. Hann hefur mikið sjálfstraust en nokkuð óreyndur þar sem hann hefur í raun aldrei fengið almennilegt tækifæri til að sanna sig,“ sagði Ryder sem fór um víðan völl í viðtalinu hér efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira
Íþróttadeild 365 birti í morgun fyrstu spá sína fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild karla en hún hófst með því að nýliðum Þróttar var spáð tólfta og neðsta sætinu. Sjá einnig: Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Akraborgin á X-inu tekur þátt í ítarlegri umfjöllun okkar um Pepsi-deildina en í dag var Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, gestur þáttarins í tilefni af spánni. „Þetta var viðbúið hjá fjölmiðlum að spá okkur í tólfta sætið en það er ekki skoðun okkar í félaginu eða stuðningsmanna,“ sagði Ryder í viðtalinu sem má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni. Þróttur náði ekki að vinna leik á undirbúningstímabilinu og varð að gefa síðasta leik sinn í Lengjubikarnum, gegn Þór á Akureyri. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Það er auðvitað alltaf betra að vinna leikina sína. Þess vegna erum við í fótbolta. En meira máli skiptir er að vinna þegar það hefur mikla þýðingu. Stundum þarf að fórna leikjum á undirbúningstímabilinu til þess,“ sagði þjálfarinn sem hefur ekki áhyggjur af því að gengi síðustu vikna hafi áhrif á andrúmsloftið í félaginu. „Ég skil af hverju fólk heldur það. En við höfum spilað 5-6 æfingaleiki síðan við fórum í æfingaferðina til Spánar og töpuðum engum þeirra. Þeir leikir fá ekki jafn mikla athygli og mótsleikir og því margir sem taka ekki eftir því. En leikmenn eru fullir sjálfstrausts og mikil tilhlökkum hjá öllum í kringum félagið.“ Sjá einnig: Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Ryder fer einnig vandlega yfir allar breytingar sem hafa verið gerðar á leikmannahópi Þróttar í vetur en margir þeirra eru leikmenn sem hafa ekki spilað hér á landi áður. En liðið missti Viktor Jónsson, sem var lánsmaður frá Víkingi, aftur í Fossvoginn og fékk Emil Atlason í hans stað. „Framherjar eru afar mismunandi og Emil hefur verið frábær. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum okkar. Hann hefur mikið sjálfstraust en nokkuð óreyndur þar sem hann hefur í raun aldrei fengið almennilegt tækifæri til að sanna sig,“ sagði Ryder sem fór um víðan völl í viðtalinu hér efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira
Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30
Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00