„Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2016 19:46 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Það orki jafnvel tvímælis. Guðni vísar til þess að árið 1952, þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við völd líkt og nú, buðu fram eigið forsetaefni – séra Bjarna Jónsson. Árið 1968 hafi Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra stutt Gunnar Thoroddsen í forsetakjöri. Gunnar Thoroddsen hafi svo, þegar hann var forsætisráðherra, stutt Albert Guðmundsson. „Þannig að þetta var við hæfi þá en hefur ekki verið núna. Kannski má taka eitt úr þessari sögu að forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í kvöld, en Sigurður Ingi sagðist í dag fagna því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætli að sækjast eftir endurkjöri. Ólafur hafi reynst þjóðinni öflugur þjónn. Guðni var jafnframt spurður út í eigið framboð, en hann hefur legið undir feldi í nokkurn tíma. „Mér finnst ég ekki þurfa að segja af eða á núna í kvöld en það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta.“ Horfa má á viðtalið við Guðna og Andra Snæ Magnason í spilaranum hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Það orki jafnvel tvímælis. Guðni vísar til þess að árið 1952, þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við völd líkt og nú, buðu fram eigið forsetaefni – séra Bjarna Jónsson. Árið 1968 hafi Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra stutt Gunnar Thoroddsen í forsetakjöri. Gunnar Thoroddsen hafi svo, þegar hann var forsætisráðherra, stutt Albert Guðmundsson. „Þannig að þetta var við hæfi þá en hefur ekki verið núna. Kannski má taka eitt úr þessari sögu að forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í kvöld, en Sigurður Ingi sagðist í dag fagna því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætli að sækjast eftir endurkjöri. Ólafur hafi reynst þjóðinni öflugur þjónn. Guðni var jafnframt spurður út í eigið framboð, en hann hefur legið undir feldi í nokkurn tíma. „Mér finnst ég ekki þurfa að segja af eða á núna í kvöld en það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta.“ Horfa má á viðtalið við Guðna og Andra Snæ Magnason í spilaranum hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira