Bergþór er því sá þriðji sem hættir við framboð eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti um ákvörðun sína á Bessastöðum. Um er að ræða þá Guðmund Franklín Jónsson og sér Vigfús Bjarni Albertsson, en Vigfús sagði sjálfur á Facebook-síðu sinni að kosningabaráttunni um forsetastólinn hefði verið breytt í pólitíska baráttu og að alið væri á ótta. Var Vigfús þar vafalaust að vísa í orð Ólafs Ragnars sem sagðist á Bessastöðum vilja standa áfram vaktina vegna þeirrar miklu óvissu sem steðjar að íslensku þjóðfélagi að mati forsetans.
Bergþór naut ágætis stuðnings á framboðssíðu sinni á Facebook en tæplega fjögur þúsund manns höfðu sett „læk“ við hana. Bergþór þakkar öllum þeim sem sýndu honum traust til þess að gegna embætti forseta Íslands.