Sjaldan meiri ánægja með störf Ólafs Ragnars Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 15:03 Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/Anton Brink 60,7 prósent svarenda í könnun MMR á dögunum sögðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en könnunin var framkvæmd dagana 4.-5. apríl síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að ánægja með störf forseta hafi sjaldan mælst meiri, en í könnun MMR í febrúar 2013 sögðust 63,6 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars. Í sambærilegri könnun í desember í fyrra kváðust rúm 47 prósent ánægð með störf forseta. Flestum eru atburðir síðustu vikna eflaust enn í fersku minni en þegar könnun MMR var gerð var mikið um að vera í stjórnmálunum. Þann 5. apríl fór þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á Bessastaði og óskaði eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða kosninga. Í kjölfar þess fundar hélt Ólafur Ragnar blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að hann hefði hafnað beiðni ráðherrans. Í gær tilkynnti Ólafur Ragnar svo að hann ætlaði að bjóða sig fram í sjötta sinn sem forseti og má ætla, af niðurstöðum könnunar MMR nú, að sú ákvörðun hafi glatt marga. Heildarfjöldi svarenda í könnuninni var 987 einstaklingar. 15 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera óánægð með störf Ólafs Ragnars en ánægja með forsetann er afar mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig segjast 99 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Framsókn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars borið saman við 27 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
60,7 prósent svarenda í könnun MMR á dögunum sögðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en könnunin var framkvæmd dagana 4.-5. apríl síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að ánægja með störf forseta hafi sjaldan mælst meiri, en í könnun MMR í febrúar 2013 sögðust 63,6 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars. Í sambærilegri könnun í desember í fyrra kváðust rúm 47 prósent ánægð með störf forseta. Flestum eru atburðir síðustu vikna eflaust enn í fersku minni en þegar könnun MMR var gerð var mikið um að vera í stjórnmálunum. Þann 5. apríl fór þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á Bessastaði og óskaði eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða kosninga. Í kjölfar þess fundar hélt Ólafur Ragnar blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að hann hefði hafnað beiðni ráðherrans. Í gær tilkynnti Ólafur Ragnar svo að hann ætlaði að bjóða sig fram í sjötta sinn sem forseti og má ætla, af niðurstöðum könnunar MMR nú, að sú ákvörðun hafi glatt marga. Heildarfjöldi svarenda í könnuninni var 987 einstaklingar. 15 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera óánægð með störf Ólafs Ragnars en ánægja með forsetann er afar mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig segjast 99 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Framsókn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars borið saman við 27 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16
Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00
Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56