Viðreisn tilbúin í kosningar hvenær sem kallið kemur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. apríl 2016 12:45 Fylgi Viðreisnar er nú birt í fyrsta skipti í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem það sem mælist meira en verið hefur, eða 2,1 prósent. Ekki er búið að stofna Viðreisn formlega sem stjórnmálaflokk en Benedikt Jóhannesson, sem er í forsvari fyrir hreyfinguna, er afar ánægður með að starfið sé farið að vekja athygli meðal þjóðarinnar. Hann segir innra starfið í fullum gangi og að vel gangi að fá fólks til liðs við Viðreisn. „Við erum á fullu sjálf að vinna í nefndarstarfi inni í Ármúla. Þar eru fjölmargar nefndir í gangi og við erum að skerpa áherslum í málaflokkunum þannig að ég á von á því að við verðum tilbúin með framboð í öllum kjördæmum strax þegar það verður kosið hvort sem að það verður eftir ár eða fyrr,“ segir Benedikt. Benedikt segist telja að ástæðan fyrir því að Viðreisn mælist nú stærri en áður vera þá að hreyfingin hafi verið að færa aukinn kraft í starfið og auka sýnileika sinn. Nú sé verið að undirbúa innviðina áður en að flokkurinn verði formlega stofnaður, sem verði annað hvort í vor eða í haust. Eins og greint hefur verið frá hyggst stjórnarandstaðan leggja fram tillögu um þingrof og kosningar í næstu viku en er Viðreisn klár í kosningar ef þær myndu fara fram á næstu misserum? „Við verðum tilbúin með sterkan málefnapakka bara núna innan örfárra vikna og það er mjög margt gott fólk sem hefur verið að vinna í málefnastarfinu þannig að ég er alveg viss um það að við verðum með afar sterka framboðslista hvenær sem kallið kemur.“ Benedikt segist skynja ástandið í samfélaginu þannig að það sé kallað á nýtt afl sem setji almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Þar af leiðandi komi það honum ekki á óvart að Viðreisn sé nú með byr í seglunum. Annars eru afar litlar breytingar á fylgi flokka milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Liðlega 36 prósent kysu Pírata ef gengið væri til kosninga í dag, rúmlega 23 prósent Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 12 prósent Framsóknarflokkinn og 11 prósent Vinstri græn. Rösklega 9 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna og rúmlega 3 prósent Bjarta framtíð. Tæplega 10 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis og nær 11 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Könnunin var gerð dagana 25. febrúar til 30. mars. Heildarúrtakið var 6.900 og var þátttökuhlutfallið 59,5 prósent.fylgi flokkannaCreate line charts Alþingi Tengdar fréttir Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fylgi Viðreisnar er nú birt í fyrsta skipti í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem það sem mælist meira en verið hefur, eða 2,1 prósent. Ekki er búið að stofna Viðreisn formlega sem stjórnmálaflokk en Benedikt Jóhannesson, sem er í forsvari fyrir hreyfinguna, er afar ánægður með að starfið sé farið að vekja athygli meðal þjóðarinnar. Hann segir innra starfið í fullum gangi og að vel gangi að fá fólks til liðs við Viðreisn. „Við erum á fullu sjálf að vinna í nefndarstarfi inni í Ármúla. Þar eru fjölmargar nefndir í gangi og við erum að skerpa áherslum í málaflokkunum þannig að ég á von á því að við verðum tilbúin með framboð í öllum kjördæmum strax þegar það verður kosið hvort sem að það verður eftir ár eða fyrr,“ segir Benedikt. Benedikt segist telja að ástæðan fyrir því að Viðreisn mælist nú stærri en áður vera þá að hreyfingin hafi verið að færa aukinn kraft í starfið og auka sýnileika sinn. Nú sé verið að undirbúa innviðina áður en að flokkurinn verði formlega stofnaður, sem verði annað hvort í vor eða í haust. Eins og greint hefur verið frá hyggst stjórnarandstaðan leggja fram tillögu um þingrof og kosningar í næstu viku en er Viðreisn klár í kosningar ef þær myndu fara fram á næstu misserum? „Við verðum tilbúin með sterkan málefnapakka bara núna innan örfárra vikna og það er mjög margt gott fólk sem hefur verið að vinna í málefnastarfinu þannig að ég er alveg viss um það að við verðum með afar sterka framboðslista hvenær sem kallið kemur.“ Benedikt segist skynja ástandið í samfélaginu þannig að það sé kallað á nýtt afl sem setji almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Þar af leiðandi komi það honum ekki á óvart að Viðreisn sé nú með byr í seglunum. Annars eru afar litlar breytingar á fylgi flokka milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Liðlega 36 prósent kysu Pírata ef gengið væri til kosninga í dag, rúmlega 23 prósent Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 12 prósent Framsóknarflokkinn og 11 prósent Vinstri græn. Rösklega 9 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna og rúmlega 3 prósent Bjarta framtíð. Tæplega 10 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis og nær 11 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Könnunin var gerð dagana 25. febrúar til 30. mars. Heildarúrtakið var 6.900 og var þátttökuhlutfallið 59,5 prósent.fylgi flokkannaCreate line charts
Alþingi Tengdar fréttir Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58