Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 25-32 | Haukar klófestu titilinn í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 2. apríl 2016 16:15 Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður Hauka. Vísir/Ernir Haukar urðu í dag deildarmeistar í Olís-deild kvenna eftir 25-32 sigur á ÍBV. Fram sigraði Gróttu á sama tíma og því fögnuðu Haukastelpur vel í leikslok þar sem titilinn var í höfn. ÍBV byrjaði leikinn betur og virtust ætla að mæta af miklum krafti í upphafi. Þær leiddu á fyrstu mínútunum en fjöldinn allur af vítum var dæmdur í upphafi. Haukakonur tóku fljótt forystuna á ný og héldu henni síðasta korterið af fyrri hálfleik. Haukar náðu þriggja marka forskoti þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þá hafði lítið gengið upp hjá ÍBV í einhvern tíma. Ótrúleg seigla Eyjakvenna sýndi sig samt á lokamínútunum fyrri hálfleiks og kom það í veg fyrir að staðan væri erfið í hálfleik. Drífa Þorvaldsdóttir fékk þá tvö víti sem hún nýtti vel og náði Kristrún Ósk Hlynsdóttir einnig að setja eitt mark. Að loknum skemmtilegum fyrri hálfleik var staðan því 13-13. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í marki Hauka en hún varði rúm tíu skot í fyrri hálfleik og bætti nokkrum við í þeim síðari. Hún hefur verið öflug fyrir Hauka og ætti að fá mikið lof fyrir leik sinn sérstaklega eftir áramót. ÍBV komst yfir 14-13 í upphafi síðari hálfleiks en þá tók við algjörlega frábær kafli hjá Haukum, þar sem liðið sýndi af hverju þær eru efstar í deildinni. Þær skoruðu sex mörk í röð en vörnin stóð frábærlega og sóknirnar gengu eins og í sögu. Munurinn var því orðinn sex mörk og komust ÍBV ekki mikið nær á næstu mínútum. Óskar Ármannsson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni og virtist vera ótrúlega sáttur með sínar stelpur í seinni hálfleik. Þegar tólf mínútur voru eftir tókst ÍBV að minnka muninn niður í tvö mörk, þá kom hins vegar annar stórkostlegur kafli hjá Haukunum sem kláruðu leikinn. Þær komust átta mörkum yfir með öguðum sóknarleik og frábærum varnarleik. Vera Lopes klóraði í bakkann fyrir ÍBV en hún átti ekki sérstaklega góðan dag fyrir framan markið. Ester Óskarsdóttir náði sér heldur ekki á strik og það munar um minna hjá ÍBV.Óskar Ármannsson: Einbeiting og þolinmæði „Einbeiting og þolinmæði var lykillinn, við spiluðum sterka vörn lengst af. Við töluðum vel saman í hálfleik og mér fannst við koma rosa sterkar inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, rétt eftir að liðið varð deildarmeistari í dag. „Vörnin skilaði þessu, við fengum einnig mörk í sókninni, einstaka slæmar ákvarðanir komu. Það gerist oft á móti Vestmannaeyjum en við héldum því í lágmarki í dag.“ „Það var einhver pirringur í hálfleik, einhverjir dómar sem féllu, áhorfendur stjökuðu við leikmönnum og eitthvað svona minniháttar. Það var ýmislegt undir og við þurftum að ná að róa okkur.“ Fram kláraði Gróttu á Seltjarnarnesi og Haukar urðu því deildarmeistarar í dag, það hlýtur að vera sætt að klára það í næst síðustu umferðinni. „Ógeðslega sætt, það er gott að eiga einn leik í buffer, það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að skila deildarmeistaratitli til félagsins kvenna megin. Það er mjög gott fyrir félagið í heild sinni.“ „Við erum „rönkuð“ í 4.-5. sæti fyrir mót, við erum ekki búin að tapa deildarleik síðan í nóvember og erum búnar að tapa tveimur deildarleikjum yfir allt tímabilið. Ég held að það sé nánast einstakt, ég get ekki annað en verið ánægður með niðurstöðu deildarinnar,“ sagði Óskar að lokum um tímabilið í heild sinni.Hrafnhildur Ósk Skúladóttir: Tapið skiptir engu máli„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, þetta skipti svo sem engu máli fyrir okkur fyrst að Grótta tapaði fyrir Fram,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir sjö marka tap gegn Haukum. „Við hefðum aldrei náð heimaleikjaréttinum, þetta tap skiptir engu máli. Það hefði verið gott fyrir andlegu hliðina okkar að ná sigri í dag. Þetta var virkilega góð barátta í liðinu í 45 mínútur.“ „Við dettum niður á köflum þegar góðu kaflarnir koma hjá þeim og trúin fer frá okkur. Við rífum okkur svo upp aftur og minnkum í tvö, þá kemur þetta aftur. Mér fannst við vera að berjast en frá byrjun var þetta stöngin út í dag.“ Lykilmenn ÍBV náðu sér ekki á strik í það, getur Hrafnhildur tekið undir það? „Þær voru frekar óheppnar, voru að taka réttu færin en boltinn vildi ekki rosalega mikið inn. Svekkjandi en ekkert eitthvað glórulaust. Þetta voru réttar ákvarðanir en það vantaði að sjá boltann í netinu.“ Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Haukar urðu í dag deildarmeistar í Olís-deild kvenna eftir 25-32 sigur á ÍBV. Fram sigraði Gróttu á sama tíma og því fögnuðu Haukastelpur vel í leikslok þar sem titilinn var í höfn. ÍBV byrjaði leikinn betur og virtust ætla að mæta af miklum krafti í upphafi. Þær leiddu á fyrstu mínútunum en fjöldinn allur af vítum var dæmdur í upphafi. Haukakonur tóku fljótt forystuna á ný og héldu henni síðasta korterið af fyrri hálfleik. Haukar náðu þriggja marka forskoti þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þá hafði lítið gengið upp hjá ÍBV í einhvern tíma. Ótrúleg seigla Eyjakvenna sýndi sig samt á lokamínútunum fyrri hálfleiks og kom það í veg fyrir að staðan væri erfið í hálfleik. Drífa Þorvaldsdóttir fékk þá tvö víti sem hún nýtti vel og náði Kristrún Ósk Hlynsdóttir einnig að setja eitt mark. Að loknum skemmtilegum fyrri hálfleik var staðan því 13-13. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í marki Hauka en hún varði rúm tíu skot í fyrri hálfleik og bætti nokkrum við í þeim síðari. Hún hefur verið öflug fyrir Hauka og ætti að fá mikið lof fyrir leik sinn sérstaklega eftir áramót. ÍBV komst yfir 14-13 í upphafi síðari hálfleiks en þá tók við algjörlega frábær kafli hjá Haukum, þar sem liðið sýndi af hverju þær eru efstar í deildinni. Þær skoruðu sex mörk í röð en vörnin stóð frábærlega og sóknirnar gengu eins og í sögu. Munurinn var því orðinn sex mörk og komust ÍBV ekki mikið nær á næstu mínútum. Óskar Ármannsson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni og virtist vera ótrúlega sáttur með sínar stelpur í seinni hálfleik. Þegar tólf mínútur voru eftir tókst ÍBV að minnka muninn niður í tvö mörk, þá kom hins vegar annar stórkostlegur kafli hjá Haukunum sem kláruðu leikinn. Þær komust átta mörkum yfir með öguðum sóknarleik og frábærum varnarleik. Vera Lopes klóraði í bakkann fyrir ÍBV en hún átti ekki sérstaklega góðan dag fyrir framan markið. Ester Óskarsdóttir náði sér heldur ekki á strik og það munar um minna hjá ÍBV.Óskar Ármannsson: Einbeiting og þolinmæði „Einbeiting og þolinmæði var lykillinn, við spiluðum sterka vörn lengst af. Við töluðum vel saman í hálfleik og mér fannst við koma rosa sterkar inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, rétt eftir að liðið varð deildarmeistari í dag. „Vörnin skilaði þessu, við fengum einnig mörk í sókninni, einstaka slæmar ákvarðanir komu. Það gerist oft á móti Vestmannaeyjum en við héldum því í lágmarki í dag.“ „Það var einhver pirringur í hálfleik, einhverjir dómar sem féllu, áhorfendur stjökuðu við leikmönnum og eitthvað svona minniháttar. Það var ýmislegt undir og við þurftum að ná að róa okkur.“ Fram kláraði Gróttu á Seltjarnarnesi og Haukar urðu því deildarmeistarar í dag, það hlýtur að vera sætt að klára það í næst síðustu umferðinni. „Ógeðslega sætt, það er gott að eiga einn leik í buffer, það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að skila deildarmeistaratitli til félagsins kvenna megin. Það er mjög gott fyrir félagið í heild sinni.“ „Við erum „rönkuð“ í 4.-5. sæti fyrir mót, við erum ekki búin að tapa deildarleik síðan í nóvember og erum búnar að tapa tveimur deildarleikjum yfir allt tímabilið. Ég held að það sé nánast einstakt, ég get ekki annað en verið ánægður með niðurstöðu deildarinnar,“ sagði Óskar að lokum um tímabilið í heild sinni.Hrafnhildur Ósk Skúladóttir: Tapið skiptir engu máli„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, þetta skipti svo sem engu máli fyrir okkur fyrst að Grótta tapaði fyrir Fram,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir sjö marka tap gegn Haukum. „Við hefðum aldrei náð heimaleikjaréttinum, þetta tap skiptir engu máli. Það hefði verið gott fyrir andlegu hliðina okkar að ná sigri í dag. Þetta var virkilega góð barátta í liðinu í 45 mínútur.“ „Við dettum niður á köflum þegar góðu kaflarnir koma hjá þeim og trúin fer frá okkur. Við rífum okkur svo upp aftur og minnkum í tvö, þá kemur þetta aftur. Mér fannst við vera að berjast en frá byrjun var þetta stöngin út í dag.“ Lykilmenn ÍBV náðu sér ekki á strik í það, getur Hrafnhildur tekið undir það? „Þær voru frekar óheppnar, voru að taka réttu færin en boltinn vildi ekki rosalega mikið inn. Svekkjandi en ekkert eitthvað glórulaust. Þetta voru réttar ákvarðanir en það vantaði að sjá boltann í netinu.“
Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti