Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2016 07:00 Dominiqua Alma Belányi, Thelma Rut Hermannsdóttir og Norma Dögg Róbertsdóttir voru í sviðsljósinu á mótinu fyrir ári síðan. Vísir/Ernir Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. Thelma Rut Hermannsdóttir sem vann sögulegan sigur í fyrra þegar hún vann titilinn í sjötta skipti hefur lagt bolinn á hilluna og Valgarð Reinhardsson meistari ársins 2015 hefur verið glíma við meiðsli í hásin undanfarið og verður ekki tilbúinn til keppni fyrr en á Norðurlandamótinu sem fram fer á Íslandi 7.-8. maí. Að Valgarði undanskildum er allt okkar besta fimleikafólk skráð til leiks, Norma Dögg Róbertsdóttir, Íslandsmeistari 2014 hefur verið að glíma við meisli og mun einungis keppa á stökki og gólfi en aðrir eru heilir og tilbúnir til að leggja á sig blóð svita og tár fyrir titilinn eftirsótta. Mikil spenna ríkir hjá fimleikafólki um þessar mundir, en Irina Sazonova mun keppa um helgina, í fyrsta skipti sem íslenskur ríkisborgari á Íslandsmóti og verður að teljast langsigurstranglegasti keppandinn á mótinu. Hún mun svo viku seinna leggja af stað til Ríó, þar sem hún keppir á seinna úrtökumóti fyrir Ólympíuleika. Jón Sigurður Gunnarsson hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og má reikna með að hann leggi allt í sölurnar þar sem hann hefur oft verið nálægt titlinum en ekki náð að landa honum hingað til. Í unglingaflokki eru það Margrét Lea Kristinsdóttir og Martin Bjarni Guðmundsson sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegarar, þau hafa bæði verið að bæta við sig miklum erfiðleika og eru nú farin að framkvæma æfingar sem myndu sæma sér vel í fullorðins flokki. Keppni hefst klukkan 13.00 báða dagana, í dag verður keppt í fjölþraut en á morgun verður keppt á einstökum áhöldum. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. Thelma Rut Hermannsdóttir sem vann sögulegan sigur í fyrra þegar hún vann titilinn í sjötta skipti hefur lagt bolinn á hilluna og Valgarð Reinhardsson meistari ársins 2015 hefur verið glíma við meiðsli í hásin undanfarið og verður ekki tilbúinn til keppni fyrr en á Norðurlandamótinu sem fram fer á Íslandi 7.-8. maí. Að Valgarði undanskildum er allt okkar besta fimleikafólk skráð til leiks, Norma Dögg Róbertsdóttir, Íslandsmeistari 2014 hefur verið að glíma við meisli og mun einungis keppa á stökki og gólfi en aðrir eru heilir og tilbúnir til að leggja á sig blóð svita og tár fyrir titilinn eftirsótta. Mikil spenna ríkir hjá fimleikafólki um þessar mundir, en Irina Sazonova mun keppa um helgina, í fyrsta skipti sem íslenskur ríkisborgari á Íslandsmóti og verður að teljast langsigurstranglegasti keppandinn á mótinu. Hún mun svo viku seinna leggja af stað til Ríó, þar sem hún keppir á seinna úrtökumóti fyrir Ólympíuleika. Jón Sigurður Gunnarsson hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og má reikna með að hann leggi allt í sölurnar þar sem hann hefur oft verið nálægt titlinum en ekki náð að landa honum hingað til. Í unglingaflokki eru það Margrét Lea Kristinsdóttir og Martin Bjarni Guðmundsson sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegarar, þau hafa bæði verið að bæta við sig miklum erfiðleika og eru nú farin að framkvæma æfingar sem myndu sæma sér vel í fullorðins flokki. Keppni hefst klukkan 13.00 báða dagana, í dag verður keppt í fjölþraut en á morgun verður keppt á einstökum áhöldum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira