Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Lilý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2016 18:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Vísir/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. Þetta kemur fram í gögnum sem Reykjavík Media birti á heimasíðu sinni rme.is síðdegis. Þar má sjá nöfn þekktra Íslendinga sem eiga eignir í skattaskjólum. Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna hafa ásamt blaðamönnum þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og blaðamönnum í fjölmörgum löndum unnið að því í um eitt ár að greina og vinna úr stærsta gagnaleka sögunnar sem hefur að geyma víðtækar upplýsingar um aflandsfélög í skattaskjólum. Gögnin koma frá lögfræðistofu í Mið-Ameríkuríkinu Panama sem heitir Mossack Fonseca og sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga. Lögfræðistofan hefur séð um að útvega viðskiptavinum evrópskra banka félög í skattaskjólum.Gögn um Pútín og Sigmund birt í dag Gögnin voru birt samtímis um allan heim en tæplega hundrað og tíu fjölmiðlar standa að birtingunni. Aðeins hluti þeirra gagna sem blaðamennirnir hafa undir höndum var birtur í dag en sá hluti snýr að Vladimír Pútín Rússlandsforseta og aðilum tengdum honum svo og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra Íslands og íslenskum stjórnmálamönnum. Gögnin eru úr tölvupósti, stofnskjölum fyrirtækja, lánasamningum og prókúrumboðum lögfræðistofunnar. Á vef Reykjavík Media kemur fram að Sigmundur Davíð átti þar til í lok árs 2009 helmingshlut í félaginu Wintris Inc. sem er aflandsfélag skráð á Tortola, einni af Bresku Jómfrúreyjunum í Karíbahafinu. Félagið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir að Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar upplýsti á Facebook um miðjan mars að hún ætti erlent félag sem héldi utan um fjölskylduarf hennar. Ekki kemur fram hversu háar fjárhæðir hún setti inn í félagið en fram hefur komið í íslenskum fjölmiðlum að þau hjónin hafi átt rúmlega einn milljarð króna árið 2013. Þá er greint frá kaupsamningi sem Sigmundur Davíð undirritaði en þar sést að hann seldi helmingshlut í félaginu til eiginkonu sinnar á einn bandaríkjadollar. Kaupsamningurinn var gerður 31. desember 2009 daginn áður en breytingar á tekjuskattslögum með svokölluðum CFC-reglum vegna tekjuársins 2010 tóku gildi. Með breytingunum var komið á skattskyldu Íslendinga vegna hagnaðar erlendra félaga í eigu þeirra á lágskattasvæðum. Sigmundur fékk úthlutað prókúru fyrir Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prófkúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Ekkert í gögnunum bendir til þess að prókúra Sigmundar hafi verið afturkölluð. Tveir aðrir ráðherrar tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum samkvæmt gögnum Reykjavik Media. Það eru þau Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Samkvæmt gögnunum átti Bjarni félagið Falson & Co sem skráð var á Seychells-eyjum. Hann notaði félagið meðal annars til að fjárfesta í fjórum íbúðum í háhýsi við höfnina í Dubai. Félaginu var ekki slitið fyrr en árið 2012 samkvæmt gögnum Mossack Fonseca og var uppgjör vegna íbúða viðskiptanna ekki lokið fyrr en í nóvember 2009 eftir að reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi. Þá átti Bjarni í samskiptum við viðskiptafélaga sína um íbúðirnar í gegnum netfang sitt hjá Alþingi. Bjarni hefur ítrekað lýst yfir að hann hafi ekki staðið í viðskiptum sem þessum frá áramótunum 2008. Landsbankinn í Luxemborg átti félagið Dooley Securities sem skráð var á Tortola. Ólöf Nordal og eiginmaður hennar höfðu ótakmarkaða heimild til þess að sýsla með eignir þess og skuldsetja. Á vef Reykjavik Media er sagt frá því að að tilgangur félagsins hafi verið að taka við fjármunum sem til áttu að koma vegna kaupréttarsamninga eiginmanns Ólafar sem er yfirmaður hjá Alcoa. Ástæða þess að félagið var ekki notað var að álverð hafði lækkað mjög mikið árið 2007 þegar bréfin losnuðu og því þótti ekki fýsilegt að selja þau.Sveinbjörg Birna og Þorbjörg Helga tengjast einnig félögum Þá hafa þrír núverandi og fyrrverandi borgarfulltrúar tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum samkvæmt gögnum Reykjavík Media. Þau Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Júlíus Vífill stofnaði félag sitt Silwood Foundation í Panama en félagið var með reikninga í svissneska bankanum Julius Baer. Júlíus sem er varamaður í stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar hefur sagt að félagið haldi utan um eftirlaunasjóð hans. Þá kemur fram í umfjöllun Reykjavik Media að Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og fyrrverandi skattasérfræðingur Landsbankans, hafi aðstoðað Júlíus Vífil við að stofna félagið. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir tengist tveimur félögum á Bresku Jómfrúreyjunum. Annað heitir Ice1Corp. Reykjavík Media hefur upplýsingar um að félögin tengist fasteignaverkefnum í Panama. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tengist einu félagi á Bresku Jómfrúreyjunum en engin gögn eru til um að starfsemi hafi verið í því félagi. Reykavik Media hefur boðað frekari umfjöllun um aflandsfélög á næstu dögum og vikum. Þá munu koma fram upplýsingar um hundruð Íslendinga til viðbótar sem tengjast slíkum félögum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Brynjar Níelsson og Helgi Hjörvar sjá mál forsætisráðherra og Wintris ólíkum augum. 3. apríl 2016 14:02 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. Þetta kemur fram í gögnum sem Reykjavík Media birti á heimasíðu sinni rme.is síðdegis. Þar má sjá nöfn þekktra Íslendinga sem eiga eignir í skattaskjólum. Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna hafa ásamt blaðamönnum þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og blaðamönnum í fjölmörgum löndum unnið að því í um eitt ár að greina og vinna úr stærsta gagnaleka sögunnar sem hefur að geyma víðtækar upplýsingar um aflandsfélög í skattaskjólum. Gögnin koma frá lögfræðistofu í Mið-Ameríkuríkinu Panama sem heitir Mossack Fonseca og sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga. Lögfræðistofan hefur séð um að útvega viðskiptavinum evrópskra banka félög í skattaskjólum.Gögn um Pútín og Sigmund birt í dag Gögnin voru birt samtímis um allan heim en tæplega hundrað og tíu fjölmiðlar standa að birtingunni. Aðeins hluti þeirra gagna sem blaðamennirnir hafa undir höndum var birtur í dag en sá hluti snýr að Vladimír Pútín Rússlandsforseta og aðilum tengdum honum svo og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra Íslands og íslenskum stjórnmálamönnum. Gögnin eru úr tölvupósti, stofnskjölum fyrirtækja, lánasamningum og prókúrumboðum lögfræðistofunnar. Á vef Reykjavík Media kemur fram að Sigmundur Davíð átti þar til í lok árs 2009 helmingshlut í félaginu Wintris Inc. sem er aflandsfélag skráð á Tortola, einni af Bresku Jómfrúreyjunum í Karíbahafinu. Félagið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir að Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar upplýsti á Facebook um miðjan mars að hún ætti erlent félag sem héldi utan um fjölskylduarf hennar. Ekki kemur fram hversu háar fjárhæðir hún setti inn í félagið en fram hefur komið í íslenskum fjölmiðlum að þau hjónin hafi átt rúmlega einn milljarð króna árið 2013. Þá er greint frá kaupsamningi sem Sigmundur Davíð undirritaði en þar sést að hann seldi helmingshlut í félaginu til eiginkonu sinnar á einn bandaríkjadollar. Kaupsamningurinn var gerður 31. desember 2009 daginn áður en breytingar á tekjuskattslögum með svokölluðum CFC-reglum vegna tekjuársins 2010 tóku gildi. Með breytingunum var komið á skattskyldu Íslendinga vegna hagnaðar erlendra félaga í eigu þeirra á lágskattasvæðum. Sigmundur fékk úthlutað prókúru fyrir Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prófkúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Ekkert í gögnunum bendir til þess að prókúra Sigmundar hafi verið afturkölluð. Tveir aðrir ráðherrar tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum samkvæmt gögnum Reykjavik Media. Það eru þau Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Samkvæmt gögnunum átti Bjarni félagið Falson & Co sem skráð var á Seychells-eyjum. Hann notaði félagið meðal annars til að fjárfesta í fjórum íbúðum í háhýsi við höfnina í Dubai. Félaginu var ekki slitið fyrr en árið 2012 samkvæmt gögnum Mossack Fonseca og var uppgjör vegna íbúða viðskiptanna ekki lokið fyrr en í nóvember 2009 eftir að reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi. Þá átti Bjarni í samskiptum við viðskiptafélaga sína um íbúðirnar í gegnum netfang sitt hjá Alþingi. Bjarni hefur ítrekað lýst yfir að hann hafi ekki staðið í viðskiptum sem þessum frá áramótunum 2008. Landsbankinn í Luxemborg átti félagið Dooley Securities sem skráð var á Tortola. Ólöf Nordal og eiginmaður hennar höfðu ótakmarkaða heimild til þess að sýsla með eignir þess og skuldsetja. Á vef Reykjavik Media er sagt frá því að að tilgangur félagsins hafi verið að taka við fjármunum sem til áttu að koma vegna kaupréttarsamninga eiginmanns Ólafar sem er yfirmaður hjá Alcoa. Ástæða þess að félagið var ekki notað var að álverð hafði lækkað mjög mikið árið 2007 þegar bréfin losnuðu og því þótti ekki fýsilegt að selja þau.Sveinbjörg Birna og Þorbjörg Helga tengjast einnig félögum Þá hafa þrír núverandi og fyrrverandi borgarfulltrúar tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum samkvæmt gögnum Reykjavík Media. Þau Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Júlíus Vífill stofnaði félag sitt Silwood Foundation í Panama en félagið var með reikninga í svissneska bankanum Julius Baer. Júlíus sem er varamaður í stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar hefur sagt að félagið haldi utan um eftirlaunasjóð hans. Þá kemur fram í umfjöllun Reykjavik Media að Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og fyrrverandi skattasérfræðingur Landsbankans, hafi aðstoðað Júlíus Vífil við að stofna félagið. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir tengist tveimur félögum á Bresku Jómfrúreyjunum. Annað heitir Ice1Corp. Reykjavík Media hefur upplýsingar um að félögin tengist fasteignaverkefnum í Panama. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tengist einu félagi á Bresku Jómfrúreyjunum en engin gögn eru til um að starfsemi hafi verið í því félagi. Reykavik Media hefur boðað frekari umfjöllun um aflandsfélög á næstu dögum og vikum. Þá munu koma fram upplýsingar um hundruð Íslendinga til viðbótar sem tengjast slíkum félögum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Brynjar Níelsson og Helgi Hjörvar sjá mál forsætisráðherra og Wintris ólíkum augum. 3. apríl 2016 14:02 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Brynjar Níelsson og Helgi Hjörvar sjá mál forsætisráðherra og Wintris ólíkum augum. 3. apríl 2016 14:02
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06