Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2016 19:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðinni út úr viðtalinu við Jóhannes Kr. Kristjánsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Í viðtalinu spyr blaðamaðurinn Sigmund Davíð hvort hann hafi tengst eða tengist á einhvern hátt aflandsfélögum. Hik kemur á forsætisráðherra sem segir svo: „Ég sjálfur? Nei, eða íslensk fyrirtæki, og ég hef unnið fyrir íslensk fyrirtæki, hafa tengst aflandsfélögum, jafnvel þetta, hvað heitir þetta aftur, verkalýðsfélögin svo það gæti verið í gegnum eitthvað slíkt en ég hef alltaf gefið upp allar mínar eigur og fjölskyldu minnar til skatts svo engar af mínum eignum hafa einhvern tímann verið faldar neins staðar. Þetta er óvenjuleg spurning fyrir íslenskan stjórnmálamann, það er næstum því eins og þú sért að ásaka mig um eitthvað en ég get staðfest að ég hef aldrei fallið neinar af mínum eigum.“„Allar mínar eigur hafa alltaf verið uppi á borðum“ Sænski blaðamaðurinn biðst þá afsökunar á því að hafa verið dónalegur og segist ekki vilja vera dónalegur. Hann vilji bara spyrja ráðherrann persónulega út í það hvort hann hafi ekki haft nein tengsl við aflandsfélög. Sigmundur svarar ekki spurningunni heldur segir: „Eins og ég segi: Allar mínar eigur hafa alltaf verið uppi á borðum.“ Blaðamaðurinn spyr hann þá beint út í aflandsfélagið Wintris sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs. Frá því var greint í kvöld að Sigmundur hafi verið prókúruhafi í félaginu í tvö ár en hann seldi helmingshlut sinn í Wintris til Önnu Sigurlaugar á einn dollara á gamlársdag 2009. Í viðtalinu hefur Sigmundur þetta að segja um Wintris: „Jæja, ef ég man rétt þá er þetta fyrirtæki sem tengist fyrirtæki sem ég var í stjórn í. Það var með reikning sem eins og ég minntist á hefur verið á skattframtalinu síðan það var stofnað og nú líður mér dálítið undarlega vegna þessara spurninga því það er eins og þú sért að ásaka mig um eitthvað þegar þú ert að spyrja mig um fyrirtæki og það hefur verið á skattframtalinu mínu frá upphafi.“Sagði að verið væri að reyna að gera eitthvað tortryggilegt sem væri það ekki „Það hlýtur að vera í lagi fyrir mig sem blaðamann að spyrja þig þessara spurninga þar sem þú ert forsætisráðherra,“ segir blaðamaðurinn. „En þú ert að gefa í skyn að ég hafi ekki borgað skatta.“ „Nei, ég er bara að spyrja þig spurninga.“ Þegar hér er komið við sögu kemur Jóhannes Kr. Kristjánsson inn í viðtalið og sest við hlið kollega síns. Hann tekur til við að spyrja Sigmund Davíð út í Wintris. „Af hverju hefurðu ekki sagt að þú værir tengdur aflandsfélaginu Wintris?“ „Heyrðu, ég skal gefa þér þetta viðtal ef þú biður um viðtal um þetta.“ „Við erum í viðtali núna þú getur svarað þessu þú ert forsætisráðherra þjóðarinnar.“ „Aljgörlega.“ „Þú getur svarað þessum spurningum.“ „Vegna þess eins og ég var að lýsa hérna áðan. Þetta kemur fram á skattskýrslunum mínum og hefur gert frá upphafi. Það er verið að reyna að gera eitthvað tortryggilegt sem ég hef gefið upp alla tíð.“Segir rétt hafa verið staðið að hagsmunaskráningunni „Hefurðu gefið þetta félag upp?“ „Algjörlega.“ „Af hverju gafstu þetta ekki upp í hagsmunaskráningu þingmanna eftir að þú varst kjörinn á þing?“ „Vegna þess að hagsmunaskráning þingmanna náði til tiltekinna atriða og öll þau atriði sem hagsmunaskráningin nær til voru gefin upp og þetta sem þú ert að tala um var eitthvað sem var búið til af einhverjum banka á sínum tíma en gefið upp frá fyrsta degi þannig að...“ „Átt þú þetta félag?“ „Konan mín seldi hlut í fjölskyldufyrirtækinu. Það fór í einhverja umsjón í bankanum og bankinn setti upp eitthvað fyrirkomulag á því og úr varð þetta fyrirtæki eða... Ég kann ekki einu sinni á þetta allt saman en allt var gefið upp til skatts frá upphafi.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísir„Þú ert að spyrja mig um einhverja tóma vitleysu“ Sigmundur Davíð stendur svo upp og labbar út en Jóhannes heldur áfram að spyrja hann út í tengsl hann við Wintris: „Hvaða eignir eru í félaginu? Við vitum að Wintris er kröfuhafi í föllnu bönkunum..“ „Þú ert að spyrja mig um hluti sem ég er ekki einu sinni búinn að kynna mér. Þú platar mig í viðtal og...“ „Þú seldir þinn hlut í félaginu fyrir einn dollara árið 2009?“ „Nei, nei, nei. Þú ert að spyrja mig um einhverja tóma vitleysu. Þú platar mig í viðtal á fölskum forsendum.“ „Ég er með undirskriftina þína, Sigmundur. Viltu sjá hana?“ „Já, ég meina þetta er bara...“„Seldi ég konunni minni?“ Jóhannes sýnir honum svo undirskriftina en forsætisráðherra heldur áfram að labba út. „Þegar þú spyrð mig um að koma í viðtal þá verðuru að gefa mér tækifæri til þess að kynna mér það sem þú ætlar að spyrja um.“ „Þú hlýtur að vita um félagið þú seldir konunni þinni helming í félaginu á einn dollara.“ „Ég er bara að segja... Seldi ég konunni minni? Ég var ekki einu sinni giftur á þeim tíma. Ég er bara að segja þér að þetta hefur allt verið gefið upp til skatts frá upphafi þannig að þið eruð að reyna að gera eitthvað tortryggilegt sem er ekki tortryggilegt.“ „Vita félagar þínir í Indefence að þú hafir átt aflandsfélag sem átti kröfur...“ „Hvaða atriði ertu að reyna að búa til hérna? Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur.“ Fram kom svo í þættinum að farið hefði verið fram á það að þessi hluti viðtalsins yrði ekki birtur en við því var augljóslega ekki orðið. Sjá má Kastljósþátt kvöldsins í heild sinni hér. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sigmundur fær kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni Varnarræða Sigmundar Davíðs á Facebooksíðu hans hefur kallað fram 3. apríl 2016 17:54 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Í viðtalinu spyr blaðamaðurinn Sigmund Davíð hvort hann hafi tengst eða tengist á einhvern hátt aflandsfélögum. Hik kemur á forsætisráðherra sem segir svo: „Ég sjálfur? Nei, eða íslensk fyrirtæki, og ég hef unnið fyrir íslensk fyrirtæki, hafa tengst aflandsfélögum, jafnvel þetta, hvað heitir þetta aftur, verkalýðsfélögin svo það gæti verið í gegnum eitthvað slíkt en ég hef alltaf gefið upp allar mínar eigur og fjölskyldu minnar til skatts svo engar af mínum eignum hafa einhvern tímann verið faldar neins staðar. Þetta er óvenjuleg spurning fyrir íslenskan stjórnmálamann, það er næstum því eins og þú sért að ásaka mig um eitthvað en ég get staðfest að ég hef aldrei fallið neinar af mínum eigum.“„Allar mínar eigur hafa alltaf verið uppi á borðum“ Sænski blaðamaðurinn biðst þá afsökunar á því að hafa verið dónalegur og segist ekki vilja vera dónalegur. Hann vilji bara spyrja ráðherrann persónulega út í það hvort hann hafi ekki haft nein tengsl við aflandsfélög. Sigmundur svarar ekki spurningunni heldur segir: „Eins og ég segi: Allar mínar eigur hafa alltaf verið uppi á borðum.“ Blaðamaðurinn spyr hann þá beint út í aflandsfélagið Wintris sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs. Frá því var greint í kvöld að Sigmundur hafi verið prókúruhafi í félaginu í tvö ár en hann seldi helmingshlut sinn í Wintris til Önnu Sigurlaugar á einn dollara á gamlársdag 2009. Í viðtalinu hefur Sigmundur þetta að segja um Wintris: „Jæja, ef ég man rétt þá er þetta fyrirtæki sem tengist fyrirtæki sem ég var í stjórn í. Það var með reikning sem eins og ég minntist á hefur verið á skattframtalinu síðan það var stofnað og nú líður mér dálítið undarlega vegna þessara spurninga því það er eins og þú sért að ásaka mig um eitthvað þegar þú ert að spyrja mig um fyrirtæki og það hefur verið á skattframtalinu mínu frá upphafi.“Sagði að verið væri að reyna að gera eitthvað tortryggilegt sem væri það ekki „Það hlýtur að vera í lagi fyrir mig sem blaðamann að spyrja þig þessara spurninga þar sem þú ert forsætisráðherra,“ segir blaðamaðurinn. „En þú ert að gefa í skyn að ég hafi ekki borgað skatta.“ „Nei, ég er bara að spyrja þig spurninga.“ Þegar hér er komið við sögu kemur Jóhannes Kr. Kristjánsson inn í viðtalið og sest við hlið kollega síns. Hann tekur til við að spyrja Sigmund Davíð út í Wintris. „Af hverju hefurðu ekki sagt að þú værir tengdur aflandsfélaginu Wintris?“ „Heyrðu, ég skal gefa þér þetta viðtal ef þú biður um viðtal um þetta.“ „Við erum í viðtali núna þú getur svarað þessu þú ert forsætisráðherra þjóðarinnar.“ „Aljgörlega.“ „Þú getur svarað þessum spurningum.“ „Vegna þess eins og ég var að lýsa hérna áðan. Þetta kemur fram á skattskýrslunum mínum og hefur gert frá upphafi. Það er verið að reyna að gera eitthvað tortryggilegt sem ég hef gefið upp alla tíð.“Segir rétt hafa verið staðið að hagsmunaskráningunni „Hefurðu gefið þetta félag upp?“ „Algjörlega.“ „Af hverju gafstu þetta ekki upp í hagsmunaskráningu þingmanna eftir að þú varst kjörinn á þing?“ „Vegna þess að hagsmunaskráning þingmanna náði til tiltekinna atriða og öll þau atriði sem hagsmunaskráningin nær til voru gefin upp og þetta sem þú ert að tala um var eitthvað sem var búið til af einhverjum banka á sínum tíma en gefið upp frá fyrsta degi þannig að...“ „Átt þú þetta félag?“ „Konan mín seldi hlut í fjölskyldufyrirtækinu. Það fór í einhverja umsjón í bankanum og bankinn setti upp eitthvað fyrirkomulag á því og úr varð þetta fyrirtæki eða... Ég kann ekki einu sinni á þetta allt saman en allt var gefið upp til skatts frá upphafi.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísir„Þú ert að spyrja mig um einhverja tóma vitleysu“ Sigmundur Davíð stendur svo upp og labbar út en Jóhannes heldur áfram að spyrja hann út í tengsl hann við Wintris: „Hvaða eignir eru í félaginu? Við vitum að Wintris er kröfuhafi í föllnu bönkunum..“ „Þú ert að spyrja mig um hluti sem ég er ekki einu sinni búinn að kynna mér. Þú platar mig í viðtal og...“ „Þú seldir þinn hlut í félaginu fyrir einn dollara árið 2009?“ „Nei, nei, nei. Þú ert að spyrja mig um einhverja tóma vitleysu. Þú platar mig í viðtal á fölskum forsendum.“ „Ég er með undirskriftina þína, Sigmundur. Viltu sjá hana?“ „Já, ég meina þetta er bara...“„Seldi ég konunni minni?“ Jóhannes sýnir honum svo undirskriftina en forsætisráðherra heldur áfram að labba út. „Þegar þú spyrð mig um að koma í viðtal þá verðuru að gefa mér tækifæri til þess að kynna mér það sem þú ætlar að spyrja um.“ „Þú hlýtur að vita um félagið þú seldir konunni þinni helming í félaginu á einn dollara.“ „Ég er bara að segja... Seldi ég konunni minni? Ég var ekki einu sinni giftur á þeim tíma. Ég er bara að segja þér að þetta hefur allt verið gefið upp til skatts frá upphafi þannig að þið eruð að reyna að gera eitthvað tortryggilegt sem er ekki tortryggilegt.“ „Vita félagar þínir í Indefence að þú hafir átt aflandsfélag sem átti kröfur...“ „Hvaða atriði ertu að reyna að búa til hérna? Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur.“ Fram kom svo í þættinum að farið hefði verið fram á það að þessi hluti viðtalsins yrði ekki birtur en við því var augljóslega ekki orðið. Sjá má Kastljósþátt kvöldsins í heild sinni hér.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sigmundur fær kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni Varnarræða Sigmundar Davíðs á Facebooksíðu hans hefur kallað fram 3. apríl 2016 17:54 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30
Sigmundur fær kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni Varnarræða Sigmundar Davíðs á Facebooksíðu hans hefur kallað fram 3. apríl 2016 17:54
Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10