Innlent

Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Ásamt Sigmundi Davíð eru Pavlo Lazarenko fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, Petro Poroshenko forseti Úkraínu, Hamad bin Khalifa Al Thani og Hamad bin Jassim bin Jaber Al Thani.
Ásamt Sigmundi Davíð eru Pavlo Lazarenko fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, Petro Poroshenko forseti Úkraínu, Hamad bin Khalifa Al Thani og Hamad bin Jassim bin Jaber Al Thani. Vísir/Getty/EPA
Sigmundur Davíð Guðlaugsson forsætisráðherra Íslands er einn af tólf núverandi eða fyrrverandi þjóðhöfðingjum sem finna má í Panama-skjölunum. Sjá má listann hér. 

Ásamt Sigmundi Davíð eru þar:

  • Ayad Allawi fyrrverandi forsætisráðherra Íraks,
  • Ali Abu al-Ragheb fyrrverandi forsætisráðherra Jórdan,
  • Hamad bin Jassim bin Jaber Al Thani fyrrverandi forsætisráðherra Katar,
  • Sheikh Hamad bin Khalifa Al Thani fyrrverandi emír af Katar, 
  • Salman bin Abdulaziz bin Abdulrahman Al Saud konungur Sádí Arabíu,
  • Ahmad Ali al-Mirghani fyrrverandi forseti Súdan, 
  • Khalifa bin Zayed bin Sultan Al Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna,
  • Pavlo Lazarenko fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu
  • og Petro Poroshenko forseti Úkraínu


Pavlo Lazarenko var einu sinni sagður einn af tíu spilltustu stjórnmálamönnum heimsins en hann sat í fangelsi í átta ár í Bandaríkjunum eftir að hafa verið dæmdur fyrir peningaþvætti og samsæri. 

Þá er einnig listi yfir nöfn ættingja þjóðarleiðtoga sem eru að finna í Panama-skjölunum. Þar á meðal fjölskylda Ilham Aliyev, forseta Aseribaídsjan, æskuvinir og nánir vinir Vladimirs Putin forseta Rússlands, dóttir fyrrverandi leiðtoga Kína, frændur forseta Sýrlands og Ian Cameron faðir forsætisráðherra Bretlands.


Tengdar fréttir

Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×