Innlent

Stefnir í fjölmenn mótmæli á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölmörg mótmæli hafa verið haldin á Austurvelli frá hruni og virðist ekkert lát á.
Fjölmörg mótmæli hafa verið haldin á Austurvelli frá hruni og virðist ekkert lát á. Vísir/Annþór
Rúmlega fimm þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli á morgun klukkan 17 þar sem krafan er að boðað verði til kosninga strax. Nokkur kippur hefur orðið í fjölda þeirra sem ætla að mæta eftir umfjöllun kvöldsins um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Panama-skjölin.

Þá hafa tæplega átján þúsund manns skrifað undir skilaboðin um að Sigmundi Davíð sé sagt upp störfum en undirskriftasöfnunin hófst fyrir viku.

Alþingismenn mæta aftur til vinnu á morgun eftir páskafrí en þingfundur hefst klukkan 15. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá þingsins á morgun og má fastlega búast við að staða forsætisráðherra muni bera á góma.

Að neðan má sjá umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss í heild sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×