Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 07:48 „Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag. Mikil er ábyrgð hans ef hann gerir það ekki. Það er gríðarleg ólga í samfélaginu eftir að hann var afhjúpaður í Kastljósi í gær sem loddari og lygari með vænissýki á háu stigi.“ Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið. Tilefnið er flestum kunnugt; ítarleg umfjöllun í Kastljósi í gær um tengsl forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjunum.Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag....Posted by Birgitta Jónsdóttir on Sunday, 3 April 2016Það er ekki ofsögum sagt að mikil ólga sé í samfélaginu vegna málsins. Um 7.500 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 17 í dag og þá hafa tæplega 22 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem forsætisráðherra er sagt upp störfum. Þá hefur verið sett upp vefsíða þar sem einfaldlega er spurt hvort að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér. Sé smellt á síðuna fær maður svar við þessari einföldu spurningu. Þing kemur saman á ný í dag eftir páskahlé klukkan 15 og eiga bæði forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þá mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis funda í hádeginu til að ræða aflandsfélög og hæfi Sigmundar Davíðs. Nú klukkan 8.15 munu síðan formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funda en að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, er ætlunin að fara yfir daginn og stilla saman strengi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Stjórnarandstaðan mun leggja fram vantrauststillögu þar sem ljóst sé að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um hagsmunatengsl sín. 4. apríl 2016 05:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag. Mikil er ábyrgð hans ef hann gerir það ekki. Það er gríðarleg ólga í samfélaginu eftir að hann var afhjúpaður í Kastljósi í gær sem loddari og lygari með vænissýki á háu stigi.“ Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið. Tilefnið er flestum kunnugt; ítarleg umfjöllun í Kastljósi í gær um tengsl forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjunum.Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag....Posted by Birgitta Jónsdóttir on Sunday, 3 April 2016Það er ekki ofsögum sagt að mikil ólga sé í samfélaginu vegna málsins. Um 7.500 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 17 í dag og þá hafa tæplega 22 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem forsætisráðherra er sagt upp störfum. Þá hefur verið sett upp vefsíða þar sem einfaldlega er spurt hvort að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér. Sé smellt á síðuna fær maður svar við þessari einföldu spurningu. Þing kemur saman á ný í dag eftir páskahlé klukkan 15 og eiga bæði forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þá mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis funda í hádeginu til að ræða aflandsfélög og hæfi Sigmundar Davíðs. Nú klukkan 8.15 munu síðan formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funda en að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, er ætlunin að fara yfir daginn og stilla saman strengi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Stjórnarandstaðan mun leggja fram vantrauststillögu þar sem ljóst sé að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um hagsmunatengsl sín. 4. apríl 2016 05:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Stjórnarandstaðan mun leggja fram vantrauststillögu þar sem ljóst sé að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um hagsmunatengsl sín. 4. apríl 2016 05:00