Bjarni mætir ekki á þingfund í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 09:54 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er fastur í Bandaríkjunum og mætir því ekki á þingfund í dag. Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun ekki mæta á þingfund klukkan 15 í dag eins og boðað hafði verið en hann átti að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Bjarni hefur verið í Bandaríkjunum og samkvæmt upplýsingum frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni hans, var fjögurra tíma seinkun á innanlandsflugi Bjarna í Bandaríkjunum í gær og missti hann því af tengifluginu hingað til lands. Eftir því sem Vísir kemst næst kemur Bjarni ekki til landsins fyrr en í fyrramálið en ekki fást upplýsingar um hvar hann er nákvæmlega staddur. Svanhildur segir hins vegar að Bjarni hafi verið með á fundinum í gegnum netið. Mikið mæðir á forystumönnum ríkisstjórnarinnar þar sem bæði þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni voru til umfjöllunar í Kastljósi í gær en þeir hafa báðir haft tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum. Í þættinum kom meðal annars fram að Sigmundur Davíð hafi selt eiginkonu sinni helmingshlut sinn í félaginu Wintris á gamlársdag 2009 á einn dollara, degi áður en ný skattalög um aflandsfélög tóku gildi. Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra. Nú fyrir hádegi funda svo allir þingflokkar vegna málsins og í hádeginu mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd funda til að ræða vanhæfi Sigmundar Davíðs. Klukkan 15 er svo óundirbúinn fyrirspurnartími á Alþingi þar sem forsætisráðherra mun sitja fyrir svörum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun ekki mæta á þingfund klukkan 15 í dag eins og boðað hafði verið en hann átti að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Bjarni hefur verið í Bandaríkjunum og samkvæmt upplýsingum frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni hans, var fjögurra tíma seinkun á innanlandsflugi Bjarna í Bandaríkjunum í gær og missti hann því af tengifluginu hingað til lands. Eftir því sem Vísir kemst næst kemur Bjarni ekki til landsins fyrr en í fyrramálið en ekki fást upplýsingar um hvar hann er nákvæmlega staddur. Svanhildur segir hins vegar að Bjarni hafi verið með á fundinum í gegnum netið. Mikið mæðir á forystumönnum ríkisstjórnarinnar þar sem bæði þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni voru til umfjöllunar í Kastljósi í gær en þeir hafa báðir haft tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum. Í þættinum kom meðal annars fram að Sigmundur Davíð hafi selt eiginkonu sinni helmingshlut sinn í félaginu Wintris á gamlársdag 2009 á einn dollara, degi áður en ný skattalög um aflandsfélög tóku gildi. Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra. Nú fyrir hádegi funda svo allir þingflokkar vegna málsins og í hádeginu mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd funda til að ræða vanhæfi Sigmundar Davíðs. Klukkan 15 er svo óundirbúinn fyrirspurnartími á Alþingi þar sem forsætisráðherra mun sitja fyrir svörum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48