Innlent

Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin

Um sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin.

Mikil reiði er í íslensku samfélagi eftir umfjöllun gærkvöldsins um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Panama-skjölin. Mótmælaborðar voru settir upp yfir göngubrúm á Miklubraut og Kringlumýrarbraut þar sem afsagnar Sigmundar Davíðs er krafist og bylting boðuð. Þá hafa nú yfir 23 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að segja af sér.

Um sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. Jæja hópurinn sendur fyrir skipulagningunni en þau finna fyrir miklum meðbyr.

Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður 365 ræddi við talsmenn hópsins en þeir hafa í dag verið í sambandi við fjölda erlendra fjölmiðla sem eru komnir hingað til lands sérstaklega til að vera viðstaddir mótmælin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×