„Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 13:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í hádeginu í dag. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ætlar að hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum og láta kjósendur þá dæma verk ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði hann í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Búið er að boða til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17 í dag. Krafa fólksins er að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs fari frá og að það verið boðað til kosninga strax, en upplýsingar um tengsl ráðherrans við aflandsfélagið Wintris skekja nú samfélagið. Sigmundur var spurður að því hvort hann ætli að hlusta á kröfur fólksins í mótmælunum. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll. Það hafa áður alloft verið mótmæli gegn ríkisstjórninni. Það er því ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn. Ég mun hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum, til þess eru þær ætlaðir. Að gera upp hvernig menn hafa staðið sig við stjórn landins. Vilji menn taka aðra hluti með í reikninginn eins og þessi mál þá gera menn það. Ég er tilbúinn til þess að skýra þetta mál fyrir þeim sem vilja hlusta á upplýsingar um það,“ sagði Sigmundur. Aðspurður hvort hann reikni með að sitja fram að næstu kosningum sagði forsætisráðherra: „Já,já og láta kjósendur dæma verk ríkisstjórnarinnar og eins og ég segi, aðra hluti ef þeir vilja gera það.“ Gríðarlegur fjöldi fólks hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag eða rúmlega 9000 manns. Þing kemur saman klukkan 15 í dag og hefur stjórnarandstaðan boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem og tillögu um þingrof og kosningar. Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér vegna málsins. Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá í spilaranum hér að neðan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ætlar að hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum og láta kjósendur þá dæma verk ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði hann í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Búið er að boða til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17 í dag. Krafa fólksins er að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs fari frá og að það verið boðað til kosninga strax, en upplýsingar um tengsl ráðherrans við aflandsfélagið Wintris skekja nú samfélagið. Sigmundur var spurður að því hvort hann ætli að hlusta á kröfur fólksins í mótmælunum. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll. Það hafa áður alloft verið mótmæli gegn ríkisstjórninni. Það er því ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn. Ég mun hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum, til þess eru þær ætlaðir. Að gera upp hvernig menn hafa staðið sig við stjórn landins. Vilji menn taka aðra hluti með í reikninginn eins og þessi mál þá gera menn það. Ég er tilbúinn til þess að skýra þetta mál fyrir þeim sem vilja hlusta á upplýsingar um það,“ sagði Sigmundur. Aðspurður hvort hann reikni með að sitja fram að næstu kosningum sagði forsætisráðherra: „Já,já og láta kjósendur dæma verk ríkisstjórnarinnar og eins og ég segi, aðra hluti ef þeir vilja gera það.“ Gríðarlegur fjöldi fólks hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag eða rúmlega 9000 manns. Þing kemur saman klukkan 15 í dag og hefur stjórnarandstaðan boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem og tillögu um þingrof og kosningar. Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér vegna málsins. Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá í spilaranum hér að neðan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13