„Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 13:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í hádeginu í dag. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ætlar að hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum og láta kjósendur þá dæma verk ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði hann í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Búið er að boða til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17 í dag. Krafa fólksins er að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs fari frá og að það verið boðað til kosninga strax, en upplýsingar um tengsl ráðherrans við aflandsfélagið Wintris skekja nú samfélagið. Sigmundur var spurður að því hvort hann ætli að hlusta á kröfur fólksins í mótmælunum. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll. Það hafa áður alloft verið mótmæli gegn ríkisstjórninni. Það er því ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn. Ég mun hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum, til þess eru þær ætlaðir. Að gera upp hvernig menn hafa staðið sig við stjórn landins. Vilji menn taka aðra hluti með í reikninginn eins og þessi mál þá gera menn það. Ég er tilbúinn til þess að skýra þetta mál fyrir þeim sem vilja hlusta á upplýsingar um það,“ sagði Sigmundur. Aðspurður hvort hann reikni með að sitja fram að næstu kosningum sagði forsætisráðherra: „Já,já og láta kjósendur dæma verk ríkisstjórnarinnar og eins og ég segi, aðra hluti ef þeir vilja gera það.“ Gríðarlegur fjöldi fólks hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag eða rúmlega 9000 manns. Þing kemur saman klukkan 15 í dag og hefur stjórnarandstaðan boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem og tillögu um þingrof og kosningar. Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér vegna málsins. Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá í spilaranum hér að neðan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ætlar að hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum og láta kjósendur þá dæma verk ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði hann í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Búið er að boða til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17 í dag. Krafa fólksins er að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs fari frá og að það verið boðað til kosninga strax, en upplýsingar um tengsl ráðherrans við aflandsfélagið Wintris skekja nú samfélagið. Sigmundur var spurður að því hvort hann ætli að hlusta á kröfur fólksins í mótmælunum. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll. Það hafa áður alloft verið mótmæli gegn ríkisstjórninni. Það er því ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn. Ég mun hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum, til þess eru þær ætlaðir. Að gera upp hvernig menn hafa staðið sig við stjórn landins. Vilji menn taka aðra hluti með í reikninginn eins og þessi mál þá gera menn það. Ég er tilbúinn til þess að skýra þetta mál fyrir þeim sem vilja hlusta á upplýsingar um það,“ sagði Sigmundur. Aðspurður hvort hann reikni með að sitja fram að næstu kosningum sagði forsætisráðherra: „Já,já og láta kjósendur dæma verk ríkisstjórnarinnar og eins og ég segi, aðra hluti ef þeir vilja gera það.“ Gríðarlegur fjöldi fólks hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag eða rúmlega 9000 manns. Þing kemur saman klukkan 15 í dag og hefur stjórnarandstaðan boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem og tillögu um þingrof og kosningar. Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér vegna málsins. Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá í spilaranum hér að neðan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13